Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Klónuð útgáfa af mér.

Stundum þyrfti ég að geta átt eitt svona klónað eintak af sjálfri mér. Ekki það að ég sé svona merkileg, heldur er ég kannski búin að skipuleggja eitthvað með löngum fyrirvara og hlakka mikið til. Svo sé ég eitthvað stórmerkilegt auglýst á akkúrat sömu mínútunni. Eitthvað sem alls ekki má missa af. Núna er það Páll Óskar. Hver reynir að keppa við Pál Óskar? Ekki ég. Hann er auglýstur með barnaball og áritun í Sjallanum á sömu mínútu og bloggarakaffið okkar á morgun. Ég ætla sjálf að mæta í kaffið en senda klónaða eintakið í Sjallann með börnin.

Annars er þessi vika búin að vera þéttsetin líkt og þær flestar eru. Alveg ótrúlegt hvað ég get alltaf tekið að mér eitthvað skemmtileg verkefni sem fá tímann til að fljúga áfram.

Nú eru framundan Opnir dagar hjá Sálarrannsóknarfélaginu hér í bæ og hef ég verið að taka þátt í undirbúningi þar. Verð svo að vinna þar seinna í dag og á morgun. Fór á algjörlega frábæran fund í gærkveldi. Var sjálf með kynningu þar en á eftir fengum við svo meiriháttar upplifun sem ég fer ekkert nánar í hér.

Síðan er meiningin að fjölskyldan skelli sér til Dalvíkur annað kvöld í leikhús. Segi ykkur betur frá því eftir sýningu. Sólveig vinkona er með puttana í því verki og hlökkum við til að sjá það.

Um síðustu helgi komum við saman nokkur sem höfðum verið að vinna saman á gamla ÚA.  Þeir sem ekki þekkja til þá var það Útgerðarfélag Akureyrar. Hún Harpa okkar sem býr á Arnarnesinu sem á Akureyska vísu telst sem sveitarómantíkursvæðið í nágrenni borg óttansWhistling Wink er með facebook eins og svo mörg okkar og hóaði hún saman grúbbu þar. Þar sem hún skrapp norður um helgina setti hún á kaffihúsaferð á föstudagskvöldið.

PB140002

Jónas, Anna Dísa, Linda, Harpa sjálf og Guðný Björk.

Veit ekki hvort þið þekkið hana Hörpu en það sem hún hefur sér aðallega  til frægðar unnið fyrir utan að hafa unnið á ÚA í gamla daga og bara að vera frábær er að hún er nuddari og það góður nuddari og sem slíkur var viðtal við hana í DV. Vitiði af hverju? Jú, hún nuddaði nebblega Fjölni Þorgeirsson. Með fullri virðingu fyrir Fjölni, þá hefði ég nú miklu frekar viljað vera í hlutverki hans en Hörpu.WhistlingHafiði farið í nudd til hennar? En svona er lífið, hún var vakið upp einn morguninn af blaðamanni DV sem þurfti endilega að fá þetta nánar útskýrt. Bíddu við, nánar útskýrt? Afhverju pantaði maðurinn ekki bara tíma hjá henni?DevilWhistlingTounge Ég held að það hafi enginn blaðamaður vakið upp Völu, nuddarann minn hérna á Akureyri og spurt hana nánar út í nudd hennar á mér. Hvað segir þetta mér? Jú, blaðamenn DV telja meiri líkur á að Fjölnir Þorgeirsson og frétt um hann selji blaðið heldur en ef fréttin hefði verið um mig.Blush  Auðvitað hlógum við af þessu þarna um kvöldið. En staðreyndin er nú samt sú að þetta er það lengsta sem þessi hópur hefur náð í frægð.

PB140003

Bíddu, er hún líka fyrir miðri mynd hérna? Smile Anna Geirlaug, Geirdís Hanna og Jónas.

Við hittumst fyrst á Bláu Könnunni snemma um kvöldið. Svona 12-14 manns mættu. Þrír sem eru að vinna þar ennþá. Eljan í strákunum. Við stelpurnar allar hættar, mislangt síðan.

Mikið ótrúlega hlógum við mikið. Enda bera myndirnar á fésbókinni hjá Hörpu þess merki. Þegar lokaði á Bláu fóru sumir þeir sem vorum búnir með útivistartímann heim en við hin skelltum okkur á Kaffi Karolínu. Þar fengum við sæti á efri hæðinni og héldum áfram að spjalla. Rifjaðar voru upp ýmsar sögur. Sumar þeirra fengu suma til að roðna og er það hið besta mál, svo lengi sem engin nöfn eru nefnd. Sagan af ævisögum og kærustum og kærustum og heimsóknum og so videre. Ég hló svo mikið að nokkrir magavöðvar sem höfðu verið í slökun lengi tóku sig til og fóru í gang.

PB140001

Þarna eru strákarnir þrír: Jónas, Óskar og Agnar. Jónas svolítið upplýstur, en það er eitthvað sem ég þarf að læra að breyta. Svo er Hekla þarna innanvið þá og svo Anna Dísa og Harpa.

Meiningin er að endurtaka leikinn þegar Harpa kemur næst norður. Ef þið eruð einhver að lesa þetta sem voruð að vinna með okkur á ÚA, þá endilega skráið ykkur inn á fésið og verið með næst.

 

Það er langt síðan fréttir af hundi og ketti á þessu heimili hafa verið. Get sagt ykkur að gengið hefur á ýmsu. Hélt á tímabili að kötturinn væri að flytja út. Hún var ótrúlega móðguð yfir þessari heimsókn hundsins. En hundurinn var og er ótrúlega hrifin af kettinum, sem á það alls ekki skilið. Það er mikið búið að hlægja að þeim síðustu daga og viku. Hundurinn fór til helgarafa um síðustu helgi og fer aftur í dag. Mikið var  nú kötturinn ánægður með það. Hún spígsporaði hér um íbúðina og lét eins og hún ætti allann heiminn.

PB210002

Tók þessa mynd áðan. Svona hafa þær smásaman verið að nálgast hvor aðra. Hundurinn Arabia er löngu tilbúin en kötturinn Kisa er ekki alveg búin að viðurkenna hana en eins og þið sjáið er þetta alveg að koma.

Hafið það gott í dag.


Hlægja eða gráta, hvort á ég að gera?

Þetta er með því ömurlegra sem ég hef heyrt lengi. Væri gaman að vita eitthvað um dómarann. Hvort kynið, hvað aldur o.s.frv. Gæti bókað að dómarinn er ekki brjóstastór kona með reynslu af vandamálinu. Mér heyrist frekar dómarinn ekki gera greinarmun á stórum brjóstum og risastórum brjóstum. Því þar er mikill munur. Stór brjóst eru bara falleg stór brjóst og allt í góðu með það. Svo eru þessi risastóru sem er í raun hrikaleg byrði að bera. Bæði út af stríðni en ekki síst út af vöðvabólgu í baki og herðum. Ég ætla bara að vera ánægð  með mín frekar litlu.
mbl.is Of stór brjóst ekki sjúkdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggabloggarar á Akureyri á kaffihús.

Jæja þar sem það var svo gaman hjá okkur síðast ætlum við að endurtaka leikinn.

Laugardagur 22.nóv. kl. 16.00

Kaffi Karolína, Listagilinu

 Búin að láta taka frá fyrir okkur efri hæðina og verðum því þar í ró og næði.

Um að gera að kíkja upp úr laufabrauðssteikingarpottinum og fá sér sopa með okkur.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest.

                                                                                                                   Nefndin

 

Finnst ykkur ekki flott að það standi svona: Nefndin

Lengi búin að bíða eftir tækifæri til að geta það.

Mig hefur lengi langað til að geta sett svona upp.

  


Hef beðið eftir þessu.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri af einhverju svona. Hvað ætli það séu margir fjármálastjórar fyrirtækja, stofnanna, félagasamtaka og so videre í Bretlandi sem hafa verið að stunda fjárhættuspil með peninga skattgreiðenda síðustu mánuði og ár?

Kæmi mér ekki á óvart þó við ættum eftir að heyra fleiri svona fréttir á næstunni.

 

 

 


mbl.is Bæjarstjóra vikið úr starfi vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gátur dagsins.

Fyrir því sem reynist rétt

Reiðhross postulanna

Gull við mynt í samband sett

Sex í faðmi manna.

 

Heimtað ásamt hringleikjum til forna

Hrím á jörðu saddi þjóð um morgna

Útskorið í Eyjafirði á jólum

Úthlutað til forna á biskupsstólum.

 

Góða skemmtun


Hlaut að koma að því!

Loksins gerðist  það. Við sluppum við fyrsta sætið.Átti alveg eins von að að við værum þarna stærst og mest , eins og venjulega. Spurning hvað gerist ef spekingarnir fara að liggja yfir tölunum og mæla allt þetta miðað við höfðatölu.

En takk Svíar fyrir að bjarga okkur.


mbl.is Svíar þjófóttastir á Norðurlöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáta.

Ég er í norðannæðingnum

Nýtist vel í eldsmiðjum

Þéna lúðurþeyturum

Þysmikill hjá hvölunum.

 

 

Væmin þvæla í þingsölum

Þótti dýrmætt víkingum

Fuglakvak í flóanum

Farið að sjóða í pottinum

 

Góða skemmtun.


Vísnagáta

Landhelgina varði ég vel

Vangur fyrir þorsk og sel

Talinn goða ættum af

Aldið nafn á galdrastaf.

Svar:

 

Olíu ég í mér ber

Úrvalsrétti flyt ég þér

Fyrirsætan fellir oss

Fært á mér er óvænt hnoss.

Svar:

 Set svarið inn á morgun


Bloggarahittingur á Akureyri

Bara svona að láta vita með góðum fyrirvara. Smile

Staður: Vonandi verðum við á sama stað og síðast, læt vita með  fyrirvara. Það var á kaffi Karolínu.

Stund: Laugardagur 22. nóvember kl. 16.00

Þetta með tímasetninguna er allt með ráðum gert. Þær sem eru að vinna vaktavinnu og vinna aðra hvora helgi og voru að vinna síðast, þær eru í fríi núna. Wink

Ég held að allir hafi verið ánægðir með staðsetninguna. Nóg pláss, samt hægt að bæta við stólum.

Langt frá háværu kaffivélunum, það finnst mér mikill kostur þegar fleiri eru.

 Endilega setjið þetta inn á ykkar síður.

Hlakka til að sjá sem flesta

Anna Guðný

897-6074

 


Við getum allavega ekki sent honum!

Ef einhver fékk þá hugmynd. Það er of kalt fyrir þessi grey í flugi alla leið yfir hafið. Af einmitt þessari ástæðu vorum við svo heppin að fá hana Arabiu í pössun. Eigandinn var að flytja til Nýfundnalands og hún gat ekki tekið hana með.

 


mbl.is Forsetahundsins leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband