Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Sólin á Tenerife.

Eins og þeir sem hafa komið á þessa breiddargráðu vita, þá skín sólin hér beint að ofan. Og ég með minn lubba þarf hatt á morgun. Búið að vera æðislegt hérna, eins og við var að búast.Krakkarnir í sæluvímu og vilja flytja hingað, en það vildu þau nú líka þegar við fórum til Danmerkur í fyrra. Fullt af Akureyringum hérna og hér spjallar maður við gamla vinnufélaga. Gaman að því.En munurinn á þeim hér já og okkur líka er að hér höfum við tíma til að spjalla sem maður gefur sér ekki oft til heima. Fóru í göngu í gærkveldi   og kíktum á ströndina. Í dag var svo sundlaugin prófuð af flestum, ég prófa hana á morgun. Annars skilja þeir hérna ekki þetta með "upphitaða" sundlaug. Ég er svoddan chicken að ég þoli engann kulda og já við skulum segja að það sé beðið eftir að ég þori í laugina.Ég og "þeir hér" leggja sem sagt ekki sama skilning í orðið upphitað. Ég og unglingurinn erum að fara í verslunarferð í fyrramálið, rosa gaman. Veit ekki hvort ég get sett inn myndir. Get ekki notað fartölvuna. Bara tölvur í lobbýinu og þó þær séu svo flottar að þær tali íslensku þá eru þær  samt bilaðar stundum.

 

En hafið það gott í sólinni heima.


Ferðalag dagur 1.

Ákvað að skrifa aðeins hér. Veit svo sem ekkert hvað ég verð dugleg í því í ferðinni. Erum í Borganesi. Ætlum að gista hér. 'Eg sit hér yfir börninum og það er að slökkna á því fyrsta eftir dvd áhorf. Vakna snemma í fyrramálið, ég og unglingurinn fyrir sjö. Erum að fara til augnlæknis í Kópavoginn. Fáum sem betur fer far með hr. Bek og þau hin geta sofið lengur.  Við mæðgur förum í Smáralindina og skoðum gleraugu og dúllum okkur eitthvað. Það er óvenjulegt að við getum eytt saman tíma einar. Kíkjum á snyrtivörur og svoleiðis. Svo er brennt inn í Innri- Njarðvík en þar er meiningin að sofa seinni nóttina. Svo erum við bara alveg tilbúin í slaginn. Hittum trúlega ferðafélagana bara í fríhöfninni.

Er að klára hérna smá verkefni sem þarf að skila á morgun. Þökk sé tölvum og því að margt sé hægt að gera nánast hvar sem er, svo lengi sem þú hefur tölvutengingu. Það gekk vel suður í dag. Lögðum af stað eftir hádegi í sól og blíðu. Ekta sólbaðs- og sundveðri en ekki eins gott að ferðast. Svona er þetta, aldrei er maður ánægður. Eitt sá ég á leiðinni sem ég er mikið búin að hugsa um. Gæti verið það nýjasta í skuldahala í dag. Ég kunni ekki við að taka mynd. En þetta var sem sagt húsbíll, svona 6-7 milljón króna virði og hann var með í eftirdrægi fjórhjól trúlega um milljón, fest á vagn. Ætli þetta sé málið í dag? Hver veit.

Jæja , nóg í bili. Best að fara bloghringinn fyrir svefn. Hann lengist og lengist (þ.e. hringurinn) og tekur nokkurn tíma að heilsa upp á alla.

Hafið það gott í blíðunni

 


Einn gamall og góður!

 

ELSKULEG EIGINKONA MÍN.
Á síðstliðnu ári hef ég reynt að hafa mök við þig 365 sinnum .
Hefur heppnast 36 sinnum sem er að meðaltali 1 sinni á 10 daga fresti .

Fylgjandi listi útskýrir afhverju ekki oftar.

54 skipti voru rúmfötin hrein,
17 var orðið of framorðið,
49 skipti varstu of þreytt,
20 skipti of heitt,
15 skipti þóttistu sofa,
22 skipti höfuðverkur,
17 skipti hrædd um að vekja barnið.
16 skipti varstu of sár.
12 skipti ekki rétti tími mánaðarins..
19 skipti þurftir ÞÚ of snemma á fætur.
9 skipti varstu ekki í stuði..
7 skipti sólbrennd..
6 skipti að horfa á mynd seint.
5 skipti vildiru ekki rugla nýja hárgreiðsluna.
3 skipti sagðiru að nágrannarnir gætu heyrt í okkur ..
9 skipti, sagðir að mamma þín gæti heyrt..

Af þeim 36 skiptum sem ég hafði árangur sem erfiði var hann ekki sérlega fullnægjandi því að :

6 skipti þá lástu bara "þarna"
8 skipti minntir þú mig á sprunguna í loftinu
4 skipti sagðir þú mér að drífa það af
7 sinnum varð ég að vekja þig til að segja þér að ég væri "búinn"
1 skipti var ég hræddur um að ég hefði meitt þig því að ég varð var við hreyfingu.

HÉR ER SVO SVAR EIGINKONUNNAR...

Elskulegi eiginmaður:
Ég held að þú hafir ruglast svolítið.
Hér eru ástæðurnar fyrir því að þú fékkst ekki meira en þú gerðir:

5 sinnum komstu fullur heim og reyndir að r... kettinum
36 sinnum komstu ekkert heim
21 skipti "fékkstu" það ekki.
33 skipti "fékkstu" það of snemma.
38 skipti varstu að vinna yfirvinnu
19 skipti linaðist hann áður en hann komst inn.
10 skipti fékkstu krampa í tærnar.
29 sinnum þurftir þú snemma á fætur til að fara í golf.
2 sinnum hafðir þú lent í slag og verið sparkað í "kúlurnar"..
4 sinnum lenti "greyið" í rennilásnum og festist.
3 sinnum varstu með kvef og lak úr nefinu á þér.
2 sinnum varstu með flís í fingri..
20 sinnum var löngunin horfin þegar þú komst heim eftir að vera búinn að langa allan daginn.
6 sinnum "fékkstu" það við að lesa dirty bók.
98 skipti varstu upptekinn við að horfa á fótbolta, körfubolta og fleira í þessum dúr í TV .

Þau skipti sem að okkur "tókst" það, bara svo þú vitir :

Ástæðan að ég lá hreyfingarlaus var vegna þess að þú" hittir" ekki og varst á fullu í lakinu
ég var ekki að tala um sprunguna í loftinu heldur að spyrja hvort þú vildir að ég væri á bakinu eða krjúpandi
það skipti sem þú fannst hreyfingu var vegna þess að þú rakst við og ég var að reyna að ná andanum.

Jájá...ætti maður að taka þessa til fyrirmyndar og halda uppi bókahald???

hmmm.... njjjeeeee held ekki sko....

 

Yesss!

Spennuþrungnar sekúndur og svo......... Spaz Clapping Hands Bravo Bounce

Og nú er valkirjan að fá útskýringu á því hvernig þetta virkar svo.

En takmarkinu er náð.






Aldeilis flott hjá þeim.

Ég fékk netta gæsahúð, svo flott voru þau á sviðinu. Auðvitað vil ég endilega að þau komist áfram. En ef þau komast ekki, er það ekki vegna  frammistöðu hjá þeim.

Friðrik Ómar , Regína og þið öll hin: Glæsilegt Thumbs Up Bravo 






mbl.is Örlögin í höndum Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi börn eru ótrúleg.

Á sama tíma og þetta er fyndið þá það nú eiginlega grátbroslegt líka hvernig þau líta á hjónaband.


Hvernig á að viðhalda ástinni í hjónabandinu?
Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg , jafnvel þótt hún líti út eins og vörubíll.
Jónas 10 ára

Hvernig veit maður hverjum maður á að giftast?
Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maður sjálfur. Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafa gaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og ídýfuna.
Jóhann 10 ára

Það ákveður enginn áður en hann er fullorðin hverjum hann ætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en það er orðið of seint.
Kristín 10 ára

Á hvaða aldri er best að ganga í hjónaband?
Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heila eilífð.
Kamilla 10 ára

Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri maður þarf bara að vera bjáni.
Friðrik 6 ára

Hvernig sér maður hvort ókunnugt fólk sé gift?
Maður verður bara að giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa á sömu krakkana.
Daníel 8 ára

Hvað eiga foleldrar þínir sameiginlegt?
Bæði vilja ekki eignast fleiri börn?
Lára 8 ára

Hvað gerir fólk á stefnumótum?
Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru. Meira segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi.
Linda 8 ára

Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara að hvort öðru og það er yfirleitt nóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur.
Marteinn 10 ára

Hvað myndirðu gera ef þú færir á stefnumót sem endaði illa?
Ég myndi hlaupa heim og þykjast vera dauður. Daginn eftir myndi ég svo hringja í öll blöðin og láta þau skrifa um mig í andlátsfréttum.
Georg 9 ára

Hvenær er óhætt að kyssa einhvern?
Þegar hann er nógu ríkur.
Thelma 7 ára

Það er bannað með lögum ef maður er ekki orðinn 18 ára og það er ekkert sniðugt að lenda í veseni út af því.
Karl Grétar 7 ára

Reglan er sú að ef maður kyssir einhvern á maður að giftast honum og eignast með honum börn. Þannig á maður að gera.
Hermann 8 ára

Hvort er betra að vera einhleyp(ur) eða í hjónabandi?
Það er betra fyrir stelpur að vera einhleypar en það er verra fyrir strákana. Því það þarf einhver að taka til eftir þá.
Aníta 8 ára

Hvernig væri heimurinn ef enginn giftist?
Það væri alla vega erfitt að útskýra alla þessa krakka.
Krummi 8 ára.

 


Eurovision á Dalvík city!

Þetta kallar maður að hafa gaman að hlutunum.

Sólveig, bara svo þú vitir það. Ég sá þig.Tounge


Hjúkk, sluppum fyrir horn.

Ekki íslenskur. Er að pæla, hvað tekur langan tíma að fljúga á milli? Einhverjir klukkutímar. Hefði alveg skilið að einhver hefði verið búinn að þagga niður í honum á leiðinni.
mbl.is Áreitti farþega á leið til Toronto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlusta á Ísland hvað?

Svolítið gaman að heyra það að einhverjum finnist einhver ástæða að hlusta á ísland. Nágrannlöndum okkar hefur nú ekki fundist við vera neitt beint til fyrirmyndar á síðustu árum.(En það er kannski aðallega í sambandi við peninga)
Annars horfði ég á fyrri hluta keppninnar í gærkveldi og fannst ennþá meira gaman að fylgjast með dóttur minni 6. ára en að hlusta á lögin. Gerði það þó með öðru eyranu.En valkirjan mín hafði sem sagt mjög ákveðnar skoðanir á lögunum, já og flytjendum lika. Í sumum kögum fannst henni alveg ótrúlegt að fólk yfirleitt klappaði. Henni var nokk sama um norðmenn og finna en fannst verra að Slovenia komst ekki áfram. Það lag fannst henni flottast.
Var að vinna í gærkveldi en hlakka til að hlusta á allt með börnunum annað kvöld.Þá er frí.En með þennan áhuga hjá þeim sé ég fram á mjög skemmtileg Eurovision kvöld næstu árin.
Over and out.
mbl.is Dustin: Við hefðum átt að hlusta á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlag!

Eins og þeir sem hafa lesið bloggið mitt hafa séð þá erum við að fara í sólarlandaferð, við hjónin og börnin þrjú. Nú í morgun kom í ljós að ferðataskan okkar var ónýt eftir síðustu ferð og við höfðum bara ekki tekið eftir því. Eiginmaðurinn ferð því í innkaupaleiðangur að kaupa nýja tösku. Hann hringir eftir stutta stund og segir: Anna , taska, svipuð að stærð og okkar gamla kostar yfir 36 þúsund krónur!!Devil

Verð að viðurkenna að ég var ekki alveg að kaupa að þetta væri bara venjuleg ferðataska af stærri gerðinni. En ákvað nú samt að fara sjálf og sjá t.d. hvað tegund þetta væri eiginlega og fyrir hverja þessar töskur væru.Ekki svo mikið af yfirstéttarfólki hér í bæ. (hélt ég allavega)Svo var þetta "bara bókabúð" en ekki ránýr sérverslun. En ég sá merkið og því ákváðum við að leita betur og sjá hvort við gætum virkilega ekki fundið ódýrari tösku.

Fórum í aðra "bókabúð" og fundum tösku stærri, 140 lítra í stað 122, að vísu á tilboði og hafði lækkað um ca. 5000 krónur.

Kostaði þar að leiðandi um 15.000 í stað tæp 20.000

15.000 þúsund króna munur!!! Er ekki allt í lagi?????

Önnur taskan er Delsey og hin Samsonite. Bæði held ég ágæt vörumerki.

Hvor haldiði nú að hafi veri dýari og hvor ódýari?

Og þið sem þekkið til , hvaða verslanir haldiði að þetta hafi verið?

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 201276

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband