Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Myndablogg

Eins og venjulega á þessu heimili hefur vikan flogið áfram. Á mánudagskvöldið fór ég á fund í Akureyrarkirkju sem var annar í röðinni á fundarröð sem kallast "Mánudagar gegn mæðu" Í þetta skiptið talaði Þórgnýr Dýrfjörð , forstöðumaður Akureyrarstofu,  og hann fjallaði um kosti þess að búa á Akureyri og styrkleika samfélagsins.

Og ég get sagt ykkur að þarna komu fram upplýsingar sem ég hef aldrei séð áður og komu mér skemmtilega á óvart. Þessar glærur hafa þau notað þegar þau fara erlendis á ráðstefnur og málþing og fl. til að kynna bæjarfélagið sem þau koma frá. Þetta eru staðreyndir á blaði sem þau síðan spjalla út frá.  En staðreyndin er  t.d. sú að hvergi í heiminum í 17.000 manna bæjarfélagi er boðið upp á eins margar íþróttagreinar til að æfa.  Hvergi í heiminum í 17.000 manna bæjarfélagi er boðið upp á atvinnuleikhús og Sinfoníuhljómsveit.   Svo var fleira sem hann taldi upp. Auðvitað hljómar þetta eins og argasta grobb en svona er Ísland í dag.  Önnur bæjarfélög geta sett upp svona staðreyndir og hafa eflaust gert.  Bara lægri eða hærri tölur eftir stærð sveitarfélagana. Það er nefninlega og hefur verið hugsunarhátturinn hérna að við hugsum miklu meira eins og 3. milljónir , heldur en 300.000. Mjög gott að sumu leyti og kannski ekki eins gott að öðru.  En allavega mjög fróðlegar upplýsingar sem komu þarna fram. Auðvitað margt annað sem var talað um. 

Bræðurnir Siggi og Heimir Ingimars  komu svo með frumsamið efni sem þeir frumfluttu fyrir okkur þarna. Flott lög.  Annað jólalag og hver veit nema við fáum að heyra það fyrir jól. Vona það allavega.

Annað kvöld á svo Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, að fjalla um Syndirnar sjö.  Spurning hvort ég fái útgönguleyfi hjá unglingnum. Hún er svo dugleg að passa, þessi elska.

Á þriðjudagskvöld fór ég svo að hitta konurnar. Það er svona leynikúbbur. Allt voða leyndó. Missti þar að leiðandi af fyrstu Herbalife netfundunum en náði þeim síðasta þegar ég kom heim.

Á miðvikudagskvöld fór ég svo á minn vikulega andafund. Þeir biðja örugglega að heilsa ykkur.En það er líka pínu leyndó.

Á fimmtudaginn hringdi hjúkrunarfræðingurinn í skólanum og vildi að unglingurinn færi í myndatöku upp á sjúkrahús. Hún hafði verið í körfubolta í leikfiminni og fengið boltann í fungur sem beyglaðist.  Undirrituð brenndi því með hana og þar tók við þessi leiðinlegi tíma. Bíða fyrst frammi á biðstofu, bíða svo inni á slysó, bíða svo inni á stofu, bíða svo í rönken, bíða svo aftur inni á slysó, bíða svo inni á stofu. Þetta tók ekki langan tíma í heildina en mér finnst alveg óskaplega leiðinlegt að bíða, sérstaklega ef ég veit ekki hvað ég á að bíða lengi.

PB060119

Rosa gaman í myndatöku. Sem betur fer var ekki brotið.

 

Á fimmtudag var líka komið að heimsókn á bókasafnið í skólanum. Það var komið að okkur Guðrúnu að koma með kökur. Og þvílíkar kökur. Guðrún fór í stuð og kom með miklu meira en ég. Það munaði litlu að ég færi í svona "þínar kökur eru miklu flottari en mínar kökur" CryingBlushGrinen ákvað svo að sleppa því eftir að ég sá að skúffukakan mín var jafnvinsæl og marengstertan hennar og tvennskonar brauðtertrurúllur. Var fyrst hrædd um að ég þyrfti að ýta mínu brauði að fólkinu til að sleppa við sjálfsvorkunnarkastTounge

bókasafn 11.2008 002

Sjáiði bara krásirnar. Nammi namm.

bókasafn 11.2008 004

Aldeilis gott.

 

bókasafn 11.2008 005

Foreldrar gæða sér á kaffi og meððí. Guðrún bakari er þarna í bleiku.

 

Við höfðum Arabiu í tvo daga í vikunni, svona til að sjá hvernig gengi. Og það gekk fínt.

PB050110

Þarna er svona aðeins verið að dúlla við hana áður en hún fer heim.

Hún er svo komin aftur og verður fram á vor. Spennandi.

Í dag fórum við svo  á samkomu hjá Hernum og þar voru stelpurnar að spila og syngja í fyrsta skipti svona opinberlega. Mikið var ég stolt af unglingnum. Ég vissi ekki að hún væri svona góð á trommur. Set inn videoið. Atvinnu menn afsaka mynd- og hljóðgæði. Meiningin er að eignast betri græjur eftir kreppu.

Megi þið eiga góða vinnuviku.

 

 

 

 


Vísnagáta.

Hér kma fleiri og nú lofa ég þessum að vera þangað til á morgun.

 

Ég er eineygð oddhvöss mær

Undir mér konuhjarta slær

Vorkomu ég vitni ber

vísa þessi er ný af mér.

 

Svar:  Nál.

 

 

Ágengra ég aftra för

Er í hlýrri prjónaspjör

Skýli veiti skólalýð

Skjól að lokum öllum býð

 

Svar: Garður.

 

Njótið


Blaðamaðurinn hættulegri

Mamma hans á kannski hund en örugglega ekki hann. Flestir með þokkalegu viti labba ekki að ókunnugum hundi og ætla að klappa honum. Sérstaklega innan um fullt af fólki. Þannig að í mínum augum er blaðamaðurinn hættulegri hundinum en  öfugt.
mbl.is Hættulegur forsetahvutti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísnagátur

Hvern hefur gaman af vísngátum. Áskotnaðist bók í dag með mörgum gátum og ætla að setja inn nokkrar 1-2 í einu.

Ég er námssveit ungra manna

Ofan renn um hlíðarnar

Kælt hefu dömur danshúsanna

Dugum vel við smíðarnar.

Svar.    Bekkur

 

Ég er í útvarpserindi

Aðili í margfeldi

 Frásögn stutt í fornsögum

Finnst í kaðalspottanum.

Svar. Þáttur

 

Njótið vel


Þvílíka frekja.

Segið Amy að ég elski hana og þrái að vera með henni. Ég get ekki beðið eftir þeirri stundu þegar þetta er búið og ég hitti Amy á ný."

Hélt líka að hann þyrfti ekki annað en að smella fingrum til að hún borgaði meðferðina.
Já einmitt. Hljómar helst eins og hann vanti frekar einhvern til að borga reikningana.

 


mbl.is Neitar að borga reikning eiginmannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkri

Ljós í myrkri.

heartcandle

Á þessum skammdegisdögum er nauðsyn að birta og ylur kærleiks og vinskapar streymi um nágrenni okkar. Við þyrftum nú strax að hvetja alla til að byrja á því sem kallað er -Ljós í myrkri-. Í fyrstu væri einungis lifandi kertaljós í einum glugga, falleg kveðja til nágrannanns.

Þetta er í raun byrjun á ljósaskreytingu aðventunnar en væntanlega meir með hvítum ljósum sem síður eru tengd sjálfum jólunum. Stígandi væri í þessu sem byrjaði á kertaljósi í glugga og endar í fallegum velupplýstum gluggum í byrjun aðventu.

Látið þetta berast.

 

Þetta er tekið af síðunni hennar Helgu bloggvinkonu minnar.

Hafið það gott í dag


Engin ástæða að gefa upp nafn ef pabbinn vill það ekki

Einmitt, ef hann vill ekkert með barnið hafa, því þarf þá að gefa hans upp.

Stundum hugsa ég að það væri miklu betra ef karlmenn myndu ganga með börn og fá að upplifa allar þessar tilfinningar sem fylgja því að t.d. ganga með óvelkomið barn. Líka að upplifa allt það líkamlega sem fylgir meðgöngu og brjóstagjöf.

En svo man ég að þá þyrfti ég hugsanlega að raka mig á hverjum degi alla  ævi. Má ég þá frekar um nokkrar óléttur og því sem þeim fylgir.Wink 


mbl.is Heldur faðerninu leyndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta nokkuð erfitt?

Gat ekki séð annað en að Geir liði bara ágætlega þó hann væri að gefa okkur þessar upplýsingar um hvað væri í gangi. En svona á að gera þetta. Lofa okkur almenningi að fylgjast með. Þannig fá þeir líka fólk með sér.

Mín ráðlegging:  Hætta að gera þetta í felum og auka á tortryggni og vantrausti. Nóg er það nú fyrir. Lofið okkur að fylgjast með og við göngum með eins og þarf, því ég er algjörlega sammála því sem hann sagði. Við viljum ekki láta kúga okkur til neins.


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkurnar virka vel.

Þá er bara að gera eins og hér á Akureyri. Frítt í bílastæði, korter í þau sem eru næst verslunum og svo lengri tími eftir því sem lengra er lagt frá þjónustunni.

Þetta er samt brilliant hugmynd hjá honum


mbl.is Syngja fyrir klinkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband