Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Allir hundar geta bitið, ef.....

þeim er ógnað. 

Sjáið fyrir ykkur Ráðhústorgið á Akureyri, Austurvöll, Arnarhól eða Hljómskálagarðinn í Reykjavík. Eða hvaða annan stað á landinu þar sem hátíðarhöld eru.

Klukkan er 21.00 að kvöldi 17. júní.

Það er gott veður, þokkalega hlýtt, bjart og logn. Í tilefni hátíðarhaldanna og af því hversu gott veður er, þá er mikið af fjölskyldufólki í bænum. Foreldrar með börn á öllum aldri. Nýlega fædd börn í barnavögnum, eldri börn í barnakerrum, enn eldri börn vaggandi um óörugg í göngu á grasinu. Ennþá eldri en það hoppa þau og skoppa út um allt, flest í sykursjokki. Pabbi og mamma standa á sama stað og fylgjast með skemmtiatriðunum en börnin koma af og til til að athuga hvort allt sé í lagi.

Það er aðeins farið að sjá vín á fólki en þó ekki mikið. Allt saman hefur farið friðsamlega fram. Það er fólk út um allt, hvert sem þú lítur. Hundruðir, jafnvel þúsundir í borginni.

Inn á milli sérðu  einn og einn hund. Hunda af öllum stærðum og gerðum. Þú sérð nokkra Tjúa og fleiri af minni gerðinni. Þú sérð nokkra aðra af millistærðinni, ýmsar tegundir. Svo sérðu nokkra stóra. Einhverja Labrador, nokkra Collie, einn íslenskan, einn Husky og svo einn Scheffer. Allir þessir hundar eru í ól og til fyrirmyndar í hegðun. Fallegir, hlýðnir og já bara til fyrirmyndar.

En...

Það er einn maður í hópnum sem hefur fengið sér aðeins of mikið í glas og svona hálfslagar um svæðið. Hann rekur sig utan í einn pabbann sem stendur þarna með konunni sinni og syni, strák á þriðja ári, sem sefur vært í kerrunni. Pabbinn svona hálfmissir jafnvægið og stígur fram og lendir , algjörlega óvart, ofan á framfótinn á hundinum sem stendur fyrir framan hann, þægur og stilltur hjá eiganda sínum.

Hvað haldiði að gerist?

Hver eru viðbrögð okkar þegar við finnum svona snögglega fyrir miklum sársauka? Hver hefur lamið með hamri á puttann?

Hver eru viðbrögð hundsins? Alveg sama af hvaða tegund.

Ég hef séð hund bregðast við akkúrat svona. Maður sem missti jafnvægið og steig, alveg óvart, ofan á fótinn á hundinum, elsku Lubba sem var svo góður, venjulega.

Get alveg lofað ykkur því að þið viljið ekki sjá það.

Ef við skoðum svo hvað það er sem er í sömu hæð og haus hundsins. Jú, það eru hnén á okkur. Það er samt ekki það alvarlegasta, heldur eru það andlitin á börnunum sem sitja í kerrunum. Það eru líka andlitið á börnunum sem eru rétt að byrja að fóta sig hjálpalaust í lífinu, þessi óöruggu sem eru að læra að labba á grasi. Það sama á við á malbikinu inn í bæ.

Og þá spyr ég: Erum við virkilega tilbúin til að taka sjensinn?


mbl.is Hundsar hundabannið á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband