Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Góða vísa aldrei of oft kveðin.

Hefur alltaf fundist þetta svo flottur texti og fann þetta svo inni hjá henni Renötu bloggvinkonu minni núna og nappaði því handa ykkur að lesa.

 

 

Bill Gates hélt fyrirlestur fyrir unglinga í gagnfræðaskóla í Bandaríkjunum. Hann talaði um reglurnar 11 sem þau munu ekki læra um í skólanum.

Hann talaði um agaleysi og nýjar áherslur í kennslu sem munu skila nýrri kynslóð út í þjóðfélagið, dæmdri til að mistakast.

Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.

Regla 2: Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að þú áorkir einhverju áður en þú ferð að vera ánægð/ur með sjálfa/n þig.

Regla 3: Þú munt ekki þéna 4 milljónir á ári strax þegar þú útskrifast úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið fyrir því.

Regla 4: Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu þangað til að þú færð yfirmann.

Regla 5: Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er ekki fyrir neðan þína virðingu. Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum. Þau kölluðu það TÆKIFÆRI.

Regla 6: Ef þú klúðrar, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna svo hættu að væla og lærðu af mistökunum.

Regla 7: Áður en þú fæddist þá voru foreldrar þínir ekki svona leiðinleg eins og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að hafa borgað fyrir uppeldi þitt, þvegið fötin þín, þrifið til draslið eftir þig og hlustað á hvað þú ert COOL og þau eru hallærinsleg. Svo áður en þú og vinir þínir bjarga regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að taka til og koma reglu á herbergið þitt.

Regla 8: Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og tapara en lífið gerir það EKKI. Í sumum skólum er hægt að taka sama prófið aftur og aftur. Þannig er þetta ekki úti í atvinnulífinu.

Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að finna sjálfan þig. Gerðu það í þínum eigin tíma!

Regla 10: Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.

Regla 11: Vertu NICE við nördana í skólanum, það endar mjög líklega með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra.


fyio... eg var nord i skola....

 

 

Svo ætla ég að minna á blogghittinginn sem verður á morgun

Kaffi Karolína Listagilinu

kl. 16.00

Sjáumst

Eigiði góðan dag.

 


Þessi var heppinn!!

Er hægt að vera ólöglegri? Ég bara spyr.

En mikið var hann(ökumaðurinn) heppinn að ekki skyldi fara verr.

Oft  fólk á göngu þarna og krakkar á hjólum.


mbl.is Mótorhjólaslys á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað getum við sjálf gert?

Ég er aðeins byrjuð að tala um þetta við börnin mín. Hef helst sagt þeim hvað við getum gert hérna heima.

Borða hollt, hreyfa sig og hvílast vel. Þetta með að hvílast er erfiðast fyrir börnin á þessum tíma árs. Ef þau fengu að ráða væru þau úti langt fram á kvöld. En það gengur auðvitað ekki ef á að vakna hress í skóla.

 Byggja upp ónæmiskerfið eins vel og hægt er. Vera eins vel undirbúinn og maður kann. Þá er meiri von á að maður fái þetta vægara eða sleppi. Borða  venjulegan mat. Lítið brasað kjöt, lítið brasaðan fisk.

Vera meðvitaður um hvað hvað maður er að  borða og taka bætiefni þar sem við á. Ég t.d. veit það að við erum ekki að fá nóg af omega 3 úr mat og verðum þar að leiðandi að taka það inn í töfluformi.

 

Hvernig væri nú að landlæknir gæfi út leiðbeiningar fyrir fólk? Bara svona venjulegt fólk eins og mig og þig?

Svarað það spurningunni:

Hvað getum við sem fjölskylda gert til að koma sem best út úr þessari flensu? Engan hræðsluáróður, bara leiðbeiningar sem allir skilja. Er viss um að fólk á miklu auðveldara með að höndla þetta og minni líkur á panik, bara ef fólk hefur hlutverk. Veit hvað það getur gert til að fyrirbyggja eins vel og hægt er.

Efast ekki um að það geri okkur mun hæfari í að taka á þessu þegar hún kemur svo hingað. Því hingað kemur hún, allir á ferðinni út um allan heim.

Einn sagði við mig að það væri alltof seint að byrja núna að fyrirbyggja, en ég hlusta ekki á það. Það er aldrei of seint að byrja á neinu góðu.

Hafið það gott í dag.


mbl.is Of seint að hindra útbreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggabloggarakaffi

Sæl öll!

Nú er 2. maí að nálgast og þá er meiningin að við komum saman.

Laugardagur 2. maí kl. 16.00

Rub 23 eða Kaffi Karolína 2. hæð.

Endilega látið ganga og þið nýju sem ætlið að koma endilega látið vita af ykkur

 

Hlakka til að sjá ykkur.

 


Gleðilegt sumar!

Byrjuðum sumarið á að fara með valkirjunni og bekknum hennar í grillpartý í hádeginu.

Þar áttum við góða stund. Farið var í leiki og rifjaði voru upp leikir eins og: Fram, fram, fylking, Teygjó, Hollinn skollinn, sms leikinn sem er að vísu ekki gamall en samt skemmtilegur, eltingaleik og fleiri og fleiri.

Vorum svo með nokkra innileiki til vara ef ringdi, en það slapp á meðan við vorum þar.

P4230054

 

Þarna er unglingurinn minn komin til að hjálpa, svo mömmurnar gætu verið inni í kaffi. Það var jafngaman á báðum stöðum.

P4230055

Einbeitingin skín úr, ja allavega flestum andlitum.

 

Hafið það gott í sumar, það ætla ég að gera.


Allt í kringum mann

Og þetta heldur áfram á meðan fólki finnst þetta í lagi. Hvað eigum við hin að gera, láta vita eða þegja? Hvað finnst ykkur?
mbl.is Mikilvægt að draga úr bótasvikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin

Saga af barni.

Það var ein 7. ára sem var að horfa á fréttir um daginn þegar sýnt var frá því þegar mótmælendur yfirtóku húsið á Vatnsstíg. Hún spurði hvað væri að gerast. Það fyrsta sem hún sagði eftir að hafa heyrt að fólkið hafði brotist inn hús sem þau áttu ekki var:  Vita foreldrar þeirra af þessu?


Og hvað svo????

Ég  bíð spennt eftir stóru spurningunni. Þorir einhver að kasta henni fram?
mbl.is VG menn þáðu ekki styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsökun vs. ástæða.

Held að fólk misskilji oft muninn á þessu tvennu. Vín er oft ástæða þess að fólk gerir eitthvað sem það myndi ekki gera edrú en það er engin afsökun.
mbl.is Áfengið er engin afsökun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erill mættur á svæðið.

Ætli hann hafi tekið þá í keppninni? Gott að heyra þó að vel hafi tekist að afgreiða það sem upp á kom. Ég öfunda samt engan af líðaninni sem hlýtur að vera algeng þessa stundina.

Hafið það gott í dag.


mbl.is Erilsamt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband