Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
19.5.2008 | 23:50
Frábært!!
Glæsilegt að þau náðust. Var heldur ekki búin að heyra af þessu í síðustu viku.
Húrra fyrir lögreglunni!
![]() |
Par frá Rúmeníu tekið með 60 fölsuð greiðslukort |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 15:17
Sveitaferðin
Fórum í sveitaferð í morgun með valkirjunni. Rigning en milt þannig að þetta var bara rosa gaman.
Lítil grísastelpa og lítil mannastelpa.
Meee!!
Berenika að halda á lambi í fyrsta skipti á ævinni.
Róbert með pabba sínum.
Aðalmömmurnar.
Stórar stelpur úr 3. bekk. Indira og Enóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.5.2008 | 22:34
Vika í ferðalagið
Þá er kominn sunnudagur eina ferðina enn og tíminn líður svo hratt að ég hef bara ekki við að skipta um. Ég verð orðin áttræð áður en ég veit af.
Nú er heldur betur farið að telja niður fyrir Tenerife. Næsta sunnudag leggjum við af stað og meiningin er að gista í borg óttans eina nótt og færa sig svo í Innri Njarðvík og taka seinni nóttina þar. Það hefði verið gaman að taka þá fyrri í Borgarnesi en unglingurinn á tíma hjá augnlækni kl. 09.00 á mánudagsmorgun og við erum ekki alveg að nenna á fætur um sólarupprás.
Fengum heimsókn hér í gær. Sólveig mætti með græjurnar og hárið af gaurnum af med det samme.
Eiginmaðurinn kom heim í dag, lönduðu á Eskifirði og brenndu svo inneftir.
Ýmislegt í gangi , eins og venjulega. Keyrði unglinginn í þorpið, var að fara að passa. Keyrði svo valkirkjuna stuttu seinna, líka í þorpið. Hún fór í afmæli.
Komin í veisludressið.
Seinna í dag, eftir að eignmaðurinn kom heim fórum við svo í sveitina. Hittum þar þrjá bræður mína og kíktum aðeins á lömbin og svona. Þrjár eftir að bera að bera og því kíkjum við á þær í fyrramálið.
Í fyrramálið er meiningin að fara með 1. og 3. bekk í skólanum í sveitaferð út að Krossum. Það verður mikið fjör. Valkirjan ekkert smá ánægð yfir því að pabbi komist líka með, svo oft sem hann er að missa af allskonar ferðum og uppákomum tengdum börnunum.
Svo tóku við nokkur vinnutengd símtöl eftir að við komum heim. Eftirfylgni á nýjum viðskiptavinum, alltaf gaman að heyra þegar fólki er farið að líða betur strax á fyrstu dögum. Og redda vaktinni minni á morgun svo ég komist í ferðina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2008 | 23:42
Krútt, krútt sú gamla
Mikill húmör í þeirri gömlu.
"Og ég vil að að sem flestir eða allir njóti ásta á þessari fallegu eyju, Íslandi".
![]() |
Kynlífsráðgjöf áttræðrar konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2008 | 12:15
Holl lesning fyrir alla.
Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk.
Á leiðinni fóru þeir að rífast og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann.
Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn :
Í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR EINN Á "ANN "
Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í.
Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri drukknaður,
en var bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig, risti hann í stein :
Í DAG BJARGAÐI BESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKKNUN "
Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði :
þegar ég sló þig, skrifaðir þú í sandinn og núna skrifar þú í steininn.
Af hverju ?
Hann svaraði : þegar einhver gerir þér eitthvað íllt áttu að skrifa það í sandinn,
þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því.
En þegar einhver gerir þér eitthvað gott, þá áttu að grafa það í stein,
þar sem enginn getur eytt því.
Lærðu að skrifa sárindi þín í sandinn og grafa hamingju þína í stein !
Eigiði góðan og enn betri helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2008 | 00:36
Ha ha!
Konan mín hringdi í mig í gær og sagði að
nú ætti hún skilið að ég færi með hana
á virkilega dýran stað þegar við værum búin að vinna
Hún ætti það skilið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2008 | 09:48
Bras og vesen!
Er að vesenast við að gera sjáanlegt videoið með Eurobandinu og þá hendi út færslunni um heppnina. Ekki heppin þar.
Kann einhver að ná í færslu sem hefur verið eytt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 17:34
Annar í Hvítasunnu!
Það var Gunnukaffi hér hjá mér í gærkveldi. Auk mín og Gunnu voru Fríða og Sigga Jóna. Fleiri gátu ekki mætt, enda ákveðið með mjög stuttum fyrirvara og ekki allir heima um helgina. Kíkt var í bolla og þið getið ekki ímyndað hversu bjart og skemmtilegt er framundan hjá mér. Einhver handayfirlagning var líka framkvæmd og var indæl samkvæmt venju.En mig svo sem grunaði það. Farið frekar seint að sofa.
Sofið vel í morgun og ekkert verið að rífa sig á fætur of snemma. Skelltum okkur í RL búðina í hádeginu og fjárfestum í einnota grilli. Hitti þar Helgu bloggvinkonu og lofaði henni myndum frá ferðinni. Svo var brennt upp í Hlíðarfjall og beint upp í göngukofa.
Þar var kveikt á grillinu strax, börnin auðvitað svöng.
Við fengum gesti í heimsókn.
Svangir strákar á tryllitækjum. Háin þrjú, Halldór,Hafþór og Heiðar. Man þó ekki hvor bróðurinn er hvor.
Eins og sannri húsmóðir bauð ég þeim í mat og unglingurinn skellti pylsum á grillið fyrir þá og voru þeir ekkert smá ánægðir.
Á meðan þeir kláruðu að borða skrapp ég með börnin mín að máta sætin á tækjunum.
Valkirjan á bílnum.
Gaurinn á fjórhjólinu.
Unglingurinn mátti til með að máta líka.
Tekið í átt að skíðahótelinu. Snjórinn hverfur smátt og smátt.
En þó nóg eftir til að skíða á.
Gaurinn sökk í snjó og gat ekki hugsað sér að fara í stígvélið og var því borinn niður í bíl af unglingnum og ungfrú Breiðfjörð.
Sem sagt góður dagur í dag. Eins og flesta daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2008 | 15:50
Dagurinn í dag.
Líf og fjör á heimilinu þessa dagana.
Við dreifingaraðilar fengum góða heimsókn á gær, laugardag., Sylvia okkar alla leið frá Selfossi og svo austfjarðardrottningarnar Diana Mjöll frá Eskifirði og Solla frá Stöðvarfirði. En einnig skjellti Halldóra Ósk sér yfir fjöllin norður um heiðar frá borg óttans. Hún er heppin kona og hún veit af hverju. En frábært að fá þær í heimsókn. Takk fyrir okkur stelpur.
Ég skrapp heim í hádeginu og hitti þá á leiðinni fermingarbarnið sem við vorum að fara í veisluna til seinni partinn.
Athöfnin í kirkjunni var búin að hún beið eftir veislunni.
Eftir fundinn hittumst við Akrueyrarmeyjar og réðum ráðum okkar.
Veislan var auðvitað frábær, eins og við var að búast.
Komum heim eftir kvöldmat og þá var lítið annað en sjónvarpsgláp,
allavega hjá hluta af fjölskyldunni. Ég er að upplifa það oftar og oftar nú seinni partinn í vetur að gaurinn situr við bíóáhorf á laugardagskvöldum. Ekki gerst áður. En þetta fylgir því víst að eldast. Í gærkveldi var það Herbie. Voru ekki liðnar margar mínútur af myndinn þegar ég var farin að heyra hlátur. Segiði svo að það sé ekkert gaman að Rúv.
Mikið var yndislegt að geta sofið út i morgun. Gaurinn var vaknaður um áttaleytið og ég var nú fljót að leyfa honum að fara í tölvuna. (stundum eru þær til góðs .
Sofnaði sjálf aftur og vaknaði svo upp við gemsann. Svaraði og fékk: Hver er þetta? Nei blessaður ...... Fékk sms stuttu seinna: Sorry ..... Var að fikta í símanum. Næs takk fyrir að vekja mig.
En allt í góðu, var kominn tími á að fara á fætur.
Við , ég og unglingurinn fórum í þvottadeildina.
Nú er byrjað að skoða hvað á að nota á Tenerife og hvað ekki. Þær systur eiga að passa að setja ekki neina leiðinlega bletti í neitt sem á að fara með út. Annars bíð ég eftir því sem ég keypti á kynningunni í síðustu viku. Á víst að vera algjört galdratæki í sambandi við leiðinlegu fitublettina sem ég er stundum í svo miklum vanræðum með að ég hef hent flíkum sem ég gefst upp á.
Skruppum á rúntinn um hádegið. Ætluðum að skoða hvað væri opið og hvort eitthvað spennandi væri að sjá. Enduðum inni í Jólahúsi.
Notaði tækifærið að kaupa tvo jólasveina. Ég nenni ekki að kaupa bara einn á ári og svo loksins eftir tíu ár og ég er komin með alla sveinana, þá eru börnin farin að heiman, allavega þau fyrstu.
Við vorum komin með hjónakornin og köttinn og nú var fjárfest í tveim fyrstu sveinunum.
Svo er það önnur fermingarveisla í dag. Og þá eru þær nú búnar þetta árið.
Gaman að sjá hvernig kemur út að setja svona marga kalla. Bara að prófa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 201685
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
-
alberta
-
amsa
-
anitabjork
-
annambragadottir
-
arniarna
-
atvinnulaus
-
dagny65
-
baldher
-
bestalitla
-
binnag
-
daggardropinn
-
drum
-
duna54
-
egillsv
-
godinn
-
gunnurr
-
frost
-
heidathord
-
himmalingur
-
hk
-
ingabaldurs
-
jakobk
-
jeg
-
jodua
-
jokapje
-
jonaa
-
juljul
-
kafteinninn
-
krummasnill
-
landsveit
-
lauola
-
ljosmyndarinn
-
maggatrausta
-
magnolie
-
neytendatalsmadur
-
mammann
-
osland
-
rannug
-
ringarinn
-
roslin
-
sifjan
-
58
-
snjokall
-
strumpurinn
-
tara
-
topplistinn
-
ziggi
-
zeriaph
-
vala
-
vogin
-
jona-maria
-
kolbrunj
-
gattin
-
gledibankinn
-
robertb
-
bjarnijonsson
-
ernadua
-
curvychic
-
gillimann
-
minos
-
hordurj
-
naflaskodun
-
joklamus
-
vallyskulad