Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Sært stolt.

Blessaður kallinn, ekki enn búnn að jafna sig á því að hafa ekki unnið. Crying Into Tissue 

Annars að Eurobandinu: Frábært lag, frábært video og þau öll bara frábær.  Spaz 

Nóg fyrir mig.

Gangi þeim vel. Vona að þau komist upp í aðal. Ef ekki, samt frábær.






mbl.is Skilja ekki Júróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg mismæli nr. 3.

                      Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér...


                Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...


                Hann sat bara eftir með súrt eplið...


                Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...


Fleiri mismæli!

                 * Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...


               * Þessi peysa er mjög lauslát...


               * Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika
                       á als eggi.


               * Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
              


Skemmtileg mismæli!

Eftirfarandi eru skemmtileg mismæli sem heyrst hafa á
                   opinberum vettvangi...

Kann einhver þau réttu?

 

 

Það er ekki hundur í hettunni.

Það er ljóst hver ríður rækjum hér.

Þetta er ekki upp í kött á nesi.

Mér er nú ekkert að landbúnaði

 

Þetta eru þau fyrstu, kann einhver þau réttu?

 

 


Vandamálatréð!

Smiðurinn sem ég réð til að hjálpa mér að gera upp gamalt sveitabýli, hafði
nýlokið erfiðum fyrsta degi í vinnunni. Hann var klukkutíma of seinn í
vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst
upp, og nú neitaði forni pallbíllinn hans að fara í gang. Meðan ég keyrði
hann heim, sat hann við hlið mér í steingerfðri þögn. Þegar við vorum
komnir, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna. Þar sem við gengum að
útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar
með báðum höndum. Eftir að hann opnaði hurðina, varð á honum undursamleg breyting. Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín
tvö og kyssti konuna sína. Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér. Ég spurði hann um það
sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið.
"Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann. "Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en  það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu hjá konu  minni og börnum. Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin.

Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana." "Það skrýtna er,"
sagði hann og brosti, "að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki  næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður.

"Og nú er bara að velja sér tré... :) 

Eigiði góðan dag í dag.


Helgin.

Búin að afreka heilmikið um helgina.

Á föstudagskvöldið fékk valkirjan bekkjarsystur sína í gistiheimsókn. Þær sofnuðu ekki fyrr en seint en voru samt vaknaðar fyrir allar aldir. Ég fékk svo nokkrar stelpur í heimsókn í brunch. Við vorum allar að vinna saman og sátum við sama borð á ÚA hérna um árið. Þrjár af fimm mættu og áttum við mikið skemmtilega stund hérna. Ýmislegt rifjað upp og helgið. Ákváðum meira að segja að fara að hittast mánaðarlega í haust. Gera svona saumó. Og hugsiði ykkur bara , ég orðin 45 ára og aldrei verið í saumaklúbb.

Gaurinn skellti sér til Dalvíkur og gisti þar hjá Heiðari vini sínum. Þá þótti unglingnum tilvalið að reyna að koma litlu systur sinni einhvert i gistingu líka. Þannig að valkirjan fór heim með Gerði og Eygló og eyddi nóttinni þar. Þá þóttist nú unglingurinn vera kominn í góð mál. Um daginn var nefninlega gaurinn einn heima með mömmu og hún bauð honum út að borða. Á Plaza. Ekkert smá nafn og staðurinn kannski ekki alveg eins stór og nafnið en fínn þó.

Nú var sem sagt kominn tími á að mamma biði henni út að borða. Og hvert fórum við? jú, á Plaza.

Bara eins og það séu ekki fleiri staðir hérna. Víð kíktum svo í heimsókn til Guggu og Konna á eftir og horfðum það aðeins á Hlustandaverðlaun FM 957. Palli var auðvitað mjög flottur og Regína Ósk líka. Er ekki að átta mig á þessari Sprengjuhöll en ég á víst ekki að skilja það. Egill og félagar, ja við vitum i hverskonar partýjum svona tónlist er leikin.Svo líst mér vel á röddina í tveim þarna sem voru tilnefndar til nýrra og það var Dísa og svo náði ég ekki nafninum á hinni. Flottar ungar stelpur sem eru að koma og svo eigum við margar flottar fyrir líka.

Þegar heim kom var ákveðið að splæsa á eina mynd á Skjánum og varð myndin No Resevation(ca skrifað svona) fyrir valinu. Var búin að sjá hana auglýsta áður og leist vel á.  Og við mægður urðum ekki fyrir vonbrigðum. Nokkur tár á stangli, oft brosað, nokkrum sinnum hlegið, stundum krútt,krútt. Allur pakkinn sem sagt.

Náði að sofa í 7 tíma samfellt í nótt. Ekki algengt. Var mætt upp úr tólf á hádegi að sækja valkirjuna og mæðgur og farið í sund á Laugarland á Þelamörk. Passlega margt og fínt að slaka á.

Ætluðum svo að kíkja á markað þar sem heldri borgarar eru að sýna og selja handavinnuafrakstur sinn. En vorum svo svangar að við þurftum heim að borða fyrst. En það varð til þess að við nenntum ekki út aftur. Systkinin úr Holtagötunni komu svo í smá heimsókn hingað seinnipartinn á meðan mamma skrapp á tónleika.

Gaurinn kom úr Dalvíkinni þvílíkt ánægður með ferðina. Fékk grill í gær sagði hann og borðaði meira en hin. Ekkert smá flott fyrir hann að komast eina og eina nótt í heimsókn.

Vígði áðan brauðvélina sem ég keypti um daginn. Tókst svona líka vel. Bara hvítt brauð núna en svo er þá bara að leita eftir betri og hollari uppskriftum. Verður gaman að prófa sig áfram.

Annars er bara rólgt kvöld framundan. Börnin eru svo þreytt að þau fara snemma að sofa. Ég ætla að skreppa á kynningu og sjá hvort ekki sé eitthvað þar sem ég ómögulega get verið án. Bara gaman.

Annars bara eigiði gott kvöld og frábæra vinnuviku.


Gleymdist!

Gleymist ekki að taka fram að hún þarf að halda uppi og greiða lögfræðikostnað fyrir barnsföðurinn  líka?Smile
mbl.is Spears hefur tapað háum fjárhæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn góður!

Frú Klara kirkjuorganisti var á áttræðisaldri og hafði aldrei kynnst kynlífi, alltaf verið ógift og aldrei í sambúð. Hún var dáð vegna elskulegheita sinna og góðmennsku.

Presturinn kom eitt síðdegi  að vori í heimsókn til hennar. Hún bauð hann velkominn í "meyjarhof" sitt og vísaði honum til sætis meðan hún tók til meðlæti með kaffinu. Þar sem hann sat varð honum litið á gamla pumpuorgelið. Ungi presturinn tók þá eftir fullu vatnsglasi sem stóð á orgelinu. Í vatninu flaut, af öllum hlutum, SMOKKUR!!  Hugsaðu þér sjokk prestsins og undrun! Gerðu þér í hugarlund forvitnina sem hjá honum vaknaði.

Klara gamla hefur áreiðanlega farið yfir um, hugsaði klerkurinn.

Í því kom Klara fram úr aldhúsinu með kaffið og heimabakkelsið. Þau fóru að spjalla um daginn og veginn. Presturinn reyndi að hafa hemil á forvitni sinni, en að lokum gat hann ekki ekki á sér setið: - Frú Klara, sagði hann, - gætirðu sagt mér eitthvað um þetta? (hann benti á glasið). - Ó, já, svaraði Klara gamla. - Er þetta ekki dásamlegt? Ég var á gangi niðri í bæ síðastliðið haust, þegar ég fann lítinn pakka á götunni. Leiðbeiningarnar á pakkanum voru svohljóðandi: Settu þetta á "organ",  haltu því blautu og þá mun lánið verða með þér. Og veistu hvað! Ég hef bara ekki orðið lasin í allan vetur!

 

 

Eigiði góða helgarrest.


Í lok maí!

POOL 1

Hvernig líst ykkur á ?

Það verður ekkert smá gaman.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband