Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Gat nú verið!

Maður mátti svo sem vita það að þetta yrði reynt að misnota, eins og allt annað. Væri ekki ráð að segja okkur hinum frá þeim, svo við allavega getum hætt að skipta við þau á meðan á þessu stendur. Ef það eru svoleiðis fyrirtæki.
mbl.is Segir fyrirtæki misnota launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsókn á bókasafn.

Á hverju hausti, já og jafnvel vori stendur skólinn okkar, Oddeyrarskóli fyrir seinniparts opnun á bókasafni. Þá er í einn mánuð opið í 1 1/2 klukkutíma einu sinni í viku, eftir vinnu. Þá geta foreldrar komið með börnunum sínum, valið bækur, spjallað, gripið í tafl eða kíkt í kaffi.

Helga skólastjóri tekur á móti fólki af sinni alkunnu gestrisni. Svanhildur bókasafnsvörður stóð sína plikt inni á safni og stjanaði við börn og fullorðna. Heitt á könnunni en það sem meira er. Sl. vor ákváðu þær sem mættu síðasta daginn að við mömmurnar myndum skipta á að koma með köku með kaffinu. Unnur byrjaði í síðustu viku en þá gleymdi ég myndavélinni. Kakan var ljúffeng. Nú var komið að þeim  systrum.

PA300129

Sjáiði bara afraksturinn. Nammi namm.

 

PA300131

Helga skólastjóri sker kökuna.

 

PA300133

Nammi namm

 

PA300135

 Maður verður nú að sitja í réttum sætum.

 

PA300136

Langaði ekki í köku.

 

PA300137

 

Sjáiði bara muninn. Mér fannst þau of alvarleg á þeirri fyrri svo ég sagðist ætla að taka aðra

og bað þau að brosa aðeins fyrir .

PA300138 

Enginn smá munur. En þetta eru sem sagt: Helga skólastjóri, Heiða, Hafdís, Líney, allar mömmur, Svanhildur bókasafnsvörður og minn heittelskaði í kvennafans.

PA300139

Gaurinn og Jóhannes að tefla. Jóhannes er að klára leikskóla og ætlar svo að koma í skóla næsta vetur. Systir hans er nefninlega komin í 2. bekk og hann bíður spenntur.

 

Þetta var góð stund sem við áttum þarna. Gaman líka að eiginmaðurinn kom heim í nokkra klukkutíma og gat komið með smástund.

Doddi, ef þú lest þetta. Ég náði samt að knúsa hann. Thank You

 

Það voru fleiri myndir á kortinu sem ég mundi ekki eftir og set ég þær hér inn.

 

PA260124 

Okkur var boðið í kaffi í Fjólugötuna og svona lítur hún út í dag.

 

PA120110

Þessi var tekin á gistikvöldinu fræga um daginn. Margar dömur, einn spegill.

 

Hafið það gott





Það er bara ekki málið.

Hæfir eða vanhæfir? Það getur meira en verið að þeir séu hæfir en það kemur bara ekki við. Þeim á bara ekki að detta í hug að gera þetta sjálfir.

„Ég held að hvergi sé hægt að finna nokkurn mann [til að rannsaka þetta] sem er ekki í tengslum við einhvern sjóð, banka eða fyrirtæki. Ég held það verði að stíga varlega til jarðar áður en farið er að tala um vanhæfi á þessu stigi,“ sagði Valtýr.

Þetta hins vegar get ég alveg ímyndað mér að sé rétt. Engin spurning, leita til útlanda. Þegar ég fer að hugsa um það, þá finnst mér að í framtíðinni eigi að gera miklu meira af því í mun fleiri málum. Þó ekki væri nema bara til að koma í veg fyrir vantraust. Stundum er innstæða fyrir því en stundum ekki. Mjög erfitt að meta.


mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli ég sé á hálfu?

Sé að það á að fella þetta gjald niður. Sjálf löngu búin að láta skíra en er rétt að byrja að láta ferma. Er eins og flestir trúlega búin að borga fyrrihlutann. Ætli við sleppum þá ekki bara við seinni?

 


mbl.is Fermingarfræðsla og skírnir gjaldfrjálsar 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bræður okkar og systur.

Nú keppst allir við að dásama Færeyjar og Færeyjinga vegna þess að þeir vilja lána okkur. Og er það vel, þeir eiga það allt skilið. En það er annað sem gerist og það er að fólk fer að rifja upp ferðir sínar þangað. Flestir eiga örugglega góða minningu um heimsókn þangað, hvort sem það var að fara á Ólafsvöku, heimsækja ættingja en bara sem ferðamaður. Ég þarf eiginlega að drífa mig þangað aftur til að búa til betri minningu um Færeyjar. Ég get að vísu hlegið að þessu í dag, en lofa ykkur því að mér fannst það ekkert fyndið þegar það gerðist.

1981 er ég 18.ára gömul að flytja til Svíþjóðar með kærastanum mínum þáverandi, honum Max. Við tökum Smyril út. Það er 2. klukkutíma stopp í Færeyjum og við ákváðum að skreppa í land á kaffihús.  Þar sem við erum að yfirgefa skipið lendi ég í þessari lífsreynslu sem ég hef hvorki upplifað fyrr né síðar. Þeir tóku mig afsíðið og leiðuðu á mér vegna gruns um að ég væri að smygla eiturlyfjum. Þetta var að vísu mjög lauslega leit. Þurfti ekkert að fletta fötum eða neitt svoleiðis. En þetta er nú samt eina skiptið sem yfirvöldum í einhverju landi hefur þótt ég dópistaleg. Og ég hef komið til margra landa.

Er ekki málið að drífa sig sem fyrst og búa til betri minningu?

Hafið það gott í dag.


mbl.is Þingmenn ánægðir með Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er hollt að knúsast!

Fékk þetta af síðunni hanns Júlla Júl. Hann hafði náð í þetta á bb.is. Þetta niðurstöður koma mér alls ekki á óvart. Ég veit bara hvað mér finnst gott að fá knús.

Knús er hollt

Almennilegt faðmlag getur dregið úr hættu á hjartasjúkdómum, að því er ný bandarísk rannsókn sýnir. Berlingske tidende greinir frá því að vísindamenn við Háskólann í Norður-Karólínu hafi skipt 38 pörum upp í tvo hópa. Helmingur paranna fékk þau fyrirmæli að setjast niður og rifja upp góðar stundir sem þau hefðu upplifað saman, horfa í fimm mínútur á rómantíska kvikmynd og að lokum faðma hvort annað í 20 sekúndur. Í hinum hópnum sat fólkið eitt síns liðs og hugsaði um hvað það myndi gera ef það hefði daginn alveg fyrir sig sjálft. Eftir það stóð það á fætur og var þannig í tuttugu sekúndur án þess að fá knús.

Að því loknu átti fólkið í báðum hópunum að greina frá upplifun sem leiddi til þess að það varð stressað eða reitt. Meðan á því stóð var blóðþrýstingur og púls fólksins mældur. Í ljós kom að þau pör sem höfðu faðmast mældust með miklu lægri tölur en hinir. Að auki var minna magn af streituhormóninu cortisól hjá þeim sem höfðu knúsast.

Hár blóðþrýstingur og hraður púls eru dæmigerð einkenni streitu. Vísindamennirnir líta því á niðurstöðurnar sem vísbendingu um að pör sem faðmast mikið séu minna móttækileg fyrir streitu og séu þar með í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma.
 


Hvað eiga hundar mörg líf?

Gaman að lesa svona fréttir innan um kreppufréttirnar. En svona í alvöru, er talað um að fleiri dýr en kettir eigi líf?
mbl.is Schaffer hundur slapp eftir 10 metra fall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með ólíkindum.

Ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða hlægja þegar ég las þessa frétt og varð að lesa hana tvisvar til að virkilega. Samt er ég talin þokkalega greind.

Tillagan er liður í nýjum mælikvarða Heilbrigðiseftirlitsins sem á að tryggja að Víetnamskir ökumenn séu við góða heilsu. Óljóst er við hvað var miðað þegar ráðuneytið ákvarðaði æskilega stærð, en ljóst er að fólkið í landinu er ekki sátt.

Þannig að þeir telja þá að þeir sem séu undir þessari viðmiðunartölu séu þá of slappir til að vera treystandi á faratæki út á götu. Ekki satt?

Jahérna flest er nú til.


mbl.is Brjóstasmáum bannað að keyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að skilja þetta?

Það er eitthvað Bandarískt stórfyrirtæki sem hefur tapað 16.5 milljarða ísl. kr. núna á þriðja ársfjórðungi. Þar af eru jafnvirði 6.9 milljarða kr. sem þeir hafa tapað á kaupum á skuldabréfum sem íslenskir bankar gáfu út. Er ekki allt í lagi? Mér sýnist það vera ungir menn í Matador í fleiri löndum en á Íslandi.

Loews Corp. rekur m.a. fjármálaþjónustu, hótel og er umsvifamikið í gas- og olíuleit og lagningu gasleiðslna.

Og svo er fólk hissa á að þessir strákar hér hafi látið glepjast.

Ég þakka enn og aftur fyrir það að þegar bæði bílasalinn og þjónustufulltrúinn í bankanum  ráðlögðu okkur í fyrra að endilega taka erlent lán til að endurnýja bílinn, þá hugsuðum við okkur um, hlustuðum á innri rödd og sögðum nei, það er ekki gott mál. Bílinn gengur, að vísu ári eldri en stendur fyrir sínu.

Hafið það gott


mbl.is Tapaði miklu á skuldabréfum íslenskra banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennabolti á Írlandi.

Ef málið að þannig að Ríkissjónvarpið hér á landi hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að sýna þennan leik og ekki tekist það vegna áhugaleysis á Írlandi, ja hvernig er þá hlúð að kvennabolta þar í landi? Og við sem héldum að það slæmt hér.

Áfram stelpur


mbl.is Ísland færðist skrefi nær EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband