Leita í fréttum mbl.is

Auðvitað er hollt að knúsast!

Fékk þetta af síðunni hanns Júlla Júl. Hann hafði náð í þetta á bb.is. Þetta niðurstöður koma mér alls ekki á óvart. Ég veit bara hvað mér finnst gott að fá knús.

Knús er hollt

Almennilegt faðmlag getur dregið úr hættu á hjartasjúkdómum, að því er ný bandarísk rannsókn sýnir. Berlingske tidende greinir frá því að vísindamenn við Háskólann í Norður-Karólínu hafi skipt 38 pörum upp í tvo hópa. Helmingur paranna fékk þau fyrirmæli að setjast niður og rifja upp góðar stundir sem þau hefðu upplifað saman, horfa í fimm mínútur á rómantíska kvikmynd og að lokum faðma hvort annað í 20 sekúndur. Í hinum hópnum sat fólkið eitt síns liðs og hugsaði um hvað það myndi gera ef það hefði daginn alveg fyrir sig sjálft. Eftir það stóð það á fætur og var þannig í tuttugu sekúndur án þess að fá knús.

Að því loknu átti fólkið í báðum hópunum að greina frá upplifun sem leiddi til þess að það varð stressað eða reitt. Meðan á því stóð var blóðþrýstingur og púls fólksins mældur. Í ljós kom að þau pör sem höfðu faðmast mældust með miklu lægri tölur en hinir. Að auki var minna magn af streituhormóninu cortisól hjá þeim sem höfðu knúsast.

Hár blóðþrýstingur og hraður púls eru dæmigerð einkenni streitu. Vísindamennirnir líta því á niðurstöðurnar sem vísbendingu um að pör sem faðmast mikið séu minna móttækileg fyrir streitu og séu þar með í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Athyglivert og takk fyrir ábendinguna.

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 29.10.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Fyrirgefðu nöllið í gær.....  En þetta er örugglega rétt... knúsa kallinn, knúsa krakkana og kannski alveg sérstaklega þegar manni finnst þau ekki eiga það skilið, þá þarf ég allavega helst á auka knúsi að halda.

Hafðu það gott í sólinni

Herdís Alberta Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Helga skjol

Nú sendi ég þér bara knús mín kæra

Helga skjol, 29.10.2008 kl. 13:26

4 Smámynd: Anna Guðný

Frábært að einhverjun hafi dottið í hug að gera þessa rannsókn. Er eiginlega ánægðust með það.

Ekki málið Dísa mín. Ég skil samt ekki af hverju Sigurður var ekki búinn að sjá þetta eins og hann er nú búinn að leiðrétta mig mikið. Sem er gott. Ég vil skrifa rétt mál og ef ég fer ekki í skóla til að læra það þá er um að gera að nota t.d. bloggið til að æfa sig.

Knús í hús Helga mín.

Anna Guðný , 29.10.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 201260

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband