Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
26.10.2008 | 19:26
Eða læðan?
![]() |
Gætti nýfæddra kettlinga uns hjálpin barst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2008 | 23:52
Laugardagskvöld
Var búin að skrifa helling áðan og kemur þá ekki unglingurinn til að sýna mömmu sinni að hún sé byrjuð að blogga og búin að skrifa það fyrsta. Haldiði að hún hendi ekki öllu út. En hún bað svo aumkunarlega afsökunar (skellihlægjandi að vísu) að ég varð að fyrirgefa henni.
Ég sit nú ein hér á laugardagskvöldi og hef það náðugt. Eiginmaðurinn fór á sjóinn í dag. Hann hringdi áðan. Brjálað veður en hann bjóst við að veður yrði orðið þokkalegt þegar hann kæmi á miðin. Við hin, ég og börnin þrjú sátum hér yfir virkilega skemmtilegri bíómynd í kvöld. Sjaldan þegar það er sýnd mynd sem hentar öllum og þá er um að gera að njóta þess. Við ætlum svo að horfa á Spaugstofuna og skemmtiþáttinn á morgun. Mikið að gera í sjónvarpsglápi. Um leið og myndin var búin fóru þau yngri að sofa og vá hvað þau voru fljót að sofna. Og skyldi engann undra. Gaurinn var mættur á rúmstokkinn hjá mér kl. 6. í morgun. Ég man þá daga að ef svoleiðis gerðist þurfti annað okkar hjóna að fara á fætur með, oftast ég auðvitað hann er það sjaldan heima. Það er alveg yndislegt að sá tími sé liðinn. Nú segir maður bara: Já elskan, fáðu þér að borða og kveiktu svo á sjónvarpinu og ég kem svo á eftir. Þetta eftir getur alveg verið eftir tvo tíma eins og var hjá okkur í morgun. Annars var ég að hlusta á valkirjuna tala við vonkonu sína í síma í dag og það var alveg yndislegt. Vinkonan gat ekki leikið og þá vildi min auðvitað halda henni aðeins lengur í símanum og þær fóru að ræða þjóðmálin. Vinkonan er að segja henni að hún eigi 5001 krónu. Vá segir mín og kemur frá tólinu til að segja mér frá þessu, en segir síðan: Og er ekki ríkisstjórnin búin að taka peningana? Mikil speki hjá minni. Verð að spjalla aðeins við hana. Nóg hafa þeir nú fengið á sig þingmennirnir svo ég fari nú ekki að saka þá um að stela peningum frá litlum stelpum.
Annars eru þessi börn alltaf að koma manni á óvart. Unglingurinn minn eyddi t.d. síðustu nótt í skólanum. Foreldraráðin í bekkjunum setja alltaf upp fyrir krakkana nokkrum sinnum á ári eitthvað skemmtilegt að gera. Í fyrra þegar hún var í sjöunda bekk þá voru þau beðin um að skrifa niður á óskalista eitthvað að gera. Nr. 1 á listanum var að sofa í skólanum.Enmitt, þau eru þarna alla virka daga en þetta var það flottasta. OK, það var farið í það núna. Þrjár mömmur tóku að sér að gista með þeim en svo vorum við tvær í viðbót sem aðstoðuðum við matinn og sátum svo fram eftir kvöldi. En þetta gekk svo vel og þetta eru svo flottir krakkar að ég fékk að fara heim snemma. Náði svo í hana aftur í morgun. Sum voru svona aðeins syfjuð en það var svo gaman að þau voru öll með bros út að eyrum sýndist mér.
Dagurinn í dag flaug áfram eins og venjulega. Það var vinnufundur hjá mér í Herbalife í dag. Hún Sylvía leggur á sig að koma alla leið frá Selfossi á 1-2 mánaða fresti og vera með okkur. Frábært hjá þér Sylvía. Egil kom líka og talaði hjá okkur áður en hann fór að keppa á Takevondo(er ekki alveg viss hvernig á að skrifa) mótinu sem haldið var hérna, seint og um síðir. Það var auðvitað ófært að sunnan og vesen að komast norður.
Svo eftir fundinn voru það fastir liðir eins og venjulega, keyra í og úr dansæfingu, snúllast eitthvað hérna heima. Pöntuðum okkur pizzu í kvöldmatinn. Í fyrsta skipti sem við pöntunum frá Bryggjunni, sem er nýr staður í sama húsi og Subway. Það eru eldbakaðar pizzur þar og held ég í fyrsta skipti sem allavega þau yngri smakka svoleiðis. Og ekki var nú beint bros á valkirjunni sem hún tók fram fyrstu sneiðina. Mamma, þetta er eins og úldið. Hvaða vitleysa sagði mamman. Jú, ég meina eins á litinn undir.Ok gat ekki rökrætt það. En þau kláruðu svo góð var hún.
Er svo að fara á vakt í fyrramálið í sáló. Kem heim um hádegi og meiningin er að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum ef viðrar. Við kíkum allavega smá út.
Svo erum við búin að bjóða þeim á frumsýningu á High School Musical á morgun. Engin smá ánægja þegar ég kom með miðana í kvöld. Við hjónin keyptum þá á netinu fyrir nokkrkum dögum án þess að þau vissu. 1 og 2 erum búnar að ganga hér út í eitt og fínt að fá nýja. Ég er alltaf að upplifa oftar of oftar þessa dagana eitthvað sem þeim finnst öllum meiriháttar gaman öllum. Hef t.d. aldrei áður keypt miða handa þeim öllum án þess að taka við þau. En veit í þessu tilfelli að öllum finnst hún góð. Þetta þýðir víst að börnin séu að eldast. Og mikið finnst mér það gott. Veit að það verða erfiðleikar þar líka en ég verð alltaf ánægð þegar ég uppgötva að einu skeiði sé lokið og annað byrjað. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er ánægð með að geta gengið framhjá ungbarnaverslunum. Það eru freistingarnar, maður minn.
Jæja held ég ætti að kíkja á koddann.
Eigiði ljúfa helgarrest
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2008 | 19:16
Las þetta fyrst sem hækkun.
![]() |
Bað um launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.10.2008 | 00:15
Stjörnuspá dagsins.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2008 | 00:11
Ótrúlega spes mynd.
Ég hefði haldið að þetta væri málverk. En það er auðvitað allt hægt með tækninni.
En elskurnar mínar, geriði það nú fyrir okkur hin að vera bara heima. Það getur ekkert verið svo áríðandi að það megi ekki bíða þangað til á morgun.Knúsustum um stund.
![]() |
Skemmdir á mannvirkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2008 | 12:19
Var það svo bretinn sem skildi ekki ensku?
Eins og mikið er nú búið að tala um íslendinga og enskukunnáttu þeirra síðustu vikur og ekki bara kunnáttu á tungumálinu, heldur á öllum málískumí enskumælandi löndum. Svo ekki sé minnst á skilninginn á framburði þeirra sem koma frá ekki enskumálandi löndum. Skiljiði þetta?
Svo kemur í ljós að það var sjálfur Ástmögurinn sem skildi ekki tungulipurð ráðherrans okkar. Jahérna, Skoski hreimurinn hefur verið svona flottur.
![]() |
Fullyrðingar Darlings dregnar í efa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.10.2008 | 10:52
Það munar um minna.
Vonandi áttu þau þokkalega góða nótt. Allavega svona eins og hæt er.
Góða ferð öll.
![]() |
Hátt í 500 flognir frá Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 23:02
Fékk þetta í pósti.
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.
KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.
FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.
NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.
SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.
HEFÐBUNDINN KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein
SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.
BANDARÍSKA FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.
ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.
JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, Kúmann, sem nær miklum vinsældum um allan heim.
ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.
ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.
RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.
SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.
KÍNVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.
INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.
BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki
ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.
NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.
ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.10.2008 | 11:08
Eins og þetta á að vera.
Fram að þessu allt verið eftir bókinn hér innanbæjar á Akrueyri. Fullt af snjó en snjóar á réttan hátt. Ekkert stormvesen, heldur bara snjóað í logni. Svo vonum við bara að snjórinn haldist og verði vetur hér á meðan vetur á að vera. Svo fari bara að vora á eðlilegum tíma.
Vona að sem flestir hafi verið tilbúnir. Börnin eigi nóg af hlýjum fötum og svoleiðis. Það er alveg ömurlegt að horfa upp á þessi grey hálf klæðlaus á göngu heim úr skólanum.
Gaurinn minn hélt hann þyrfti nú ekki snjóbuxur í morgun og var kominn út með þær á öxlinni, en hann sneri svo við og dreif sig í þær.
Mikið væri nú gott ef hægt væri að opna Hlíðarfjall í nóvember.
Eigiði góðan dag í dag
![]() |
Mikill snjór á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.10.2008 | 22:14
Allt er nú til.
![]() |
England – bannað innan átján |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
-
alberta
-
amsa
-
anitabjork
-
annambragadottir
-
arniarna
-
atvinnulaus
-
dagny65
-
baldher
-
bestalitla
-
binnag
-
daggardropinn
-
drum
-
duna54
-
egillsv
-
godinn
-
gunnurr
-
frost
-
heidathord
-
himmalingur
-
hk
-
ingabaldurs
-
jakobk
-
jeg
-
jodua
-
jokapje
-
jonaa
-
juljul
-
kafteinninn
-
krummasnill
-
landsveit
-
lauola
-
ljosmyndarinn
-
maggatrausta
-
magnolie
-
neytendatalsmadur
-
mammann
-
osland
-
rannug
-
ringarinn
-
roslin
-
sifjan
-
58
-
snjokall
-
strumpurinn
-
tara
-
topplistinn
-
ziggi
-
zeriaph
-
vala
-
vogin
-
jona-maria
-
kolbrunj
-
gattin
-
gledibankinn
-
robertb
-
bjarnijonsson
-
ernadua
-
curvychic
-
gillimann
-
minos
-
hordurj
-
naflaskodun
-
joklamus
-
vallyskulad