Færsluflokkur: Bloggar
11.1.2010 | 00:04
Íslenska aðferðin?
Vera þáttakandi í einhverju sameiginlegu. Það gengur bara þokkalega.
Verða gráðugur , vilja meira. Hætta í þessu sameiginlega.
Stofna nýtt, einn.
Hér fór flest á hausinn.
Hvernig skyldi honum ganga?
Með eigin sjónvarpsþátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2010 | 18:34
Hvað segja femínistar við þessu?
Hæ!!
Þið áttuð þó ekki von á gáfulegum skrifum í framhaldi af þessari þreyttu og alls ekki lengur fyndnu spurningu. Þið kannist við fólkið sem segir sama brandarann aftur og aftur svo mánuðum og jafnvel árum skiptir, ekki satt? Einmitt hélt það líka.
Hafið það gott í kvöld.
19 ára ástmaður 58 ára þingkonu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.1.2010 | 23:24
Svo hissa.
Ekkert við frestinum að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2009 | 19:31
Mikið er nú gott....
Skilur við 11 eiginkonuna og slær met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.12.2009 | 01:50
Jóla, jóla jóla. Myndablogg
Frá því upp úr 20. nóv. og fram að jólafríi í skólanum gengur lífið ansi mikið út á jólin og undirbúning þeirra. Þar sem elsta mín er komin í 9. bekk er ekki lengur mikið sem ég geri með þeim þar.
Ég hef ekki verið mikið með myndavélina síðustu mánuði en tók mig á núna til að ná undirbúningnum á filmu.
Við byrjuðum á aðventustund í skólanum með 6. bekk. Við fengum lánaða heimilisfræðistofuna og mötuneytið. Þar skrifuðum við jólakort, lærðum að gera kreppujólaóróa og síðast en ekki síst bökuðum við piparkökur og hituðum kakó sem við gæddum okkur svo á í lok tímans.
Litla systir heppin að fá að koma með.
Jólatrésgerð.
Jólakortin búin til.
Kakóið hitað.
Pabbi settur í vinnu.
Þá var komið að útskrift hjá unglingnum. Hún hefur verið í valgrein á haustönn sem kallast Matur úr héraði. Þau hafa mætt einu sinni í viku upp á Friðirik V. Þar hafa þau lært ýmislegt tengt mannasiðum, eldamennsku, þjónustusrörfum og fl. og fl. Svo hafa Friðrik að Adda farið með þau í vettvangsferðir út um allan fjörð.
Naut og bernaise.
Kynning.
Þjónarnir.
Foreldrar á smakki.
Yngri systkinin ánægð með matinn.
Adda og Friðrik. Sjáið hver er í smakkprófi upp á vegg.
Þá erum við komin niður í skóla aftur. Nú með 3. bekk. Jólakortagerð og kreppuskraut. Það hittist nú svoleiðis á að ég þufti að vera mætt á danssýningu hjá unglingnum á sama tíma þannig að ég klónaði mig bara.
Agnes með mömmu sinni.
Teresa með mömmu sinni. Þær höfðu varla tíma til að líta upp.
Birgitta með mömmu og Ingunn Erla með ömmu.
Pabbarnir sem mættu. Þessir mæta oftast.
Hér erum við komin upp í Ketilhús á danssýninguna.
Gestirnir sem komu að styðja vinkonu sína. Jana, Viktoría, Ylfa, Inga Steina , Eva og Anna Elísabet litla systir.
Flottir dansarar.
Enn erum við komin í skólann. Nú er komið að sameiginlegri sýningu hjá 5. og 6. bekk.
Verið að klæða sig í búningana.
Jólaguðsspjallið.
Lagið tekið.
Desember hálfnaður og meira en það. Litlu jóla í skólanum á morgun. Myndavélin fer þangað þannig að hver veit, kannski nenni ég að setja inn meira annað kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2009 | 08:47
Hundfúl.
Tekjuskipting getur ráðið miklu um skattgreiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2009 | 02:09
Hvert fer orkan okkar?
Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvernig við nýtum orkuna okkar. Nýtum við hana til góðs? Eða eyðum við henni í reiði og pirring?
Það sem fær mig til að hugsa meira um þetta núna er fréttin um manninn sem hafði brotið á stúlku fyrir 14. árum.
Fólk rýkur upp og sumir segja að hann eigi að fá meiri refsingu og aðrir að það eigi að telja honum til tekna að hann sé orðin að betri manni í dag. Allir hafa skoðanir og flestir tjá sig.
En hver skyldi það vera sem virkilega þarf á okkur að halda? Er það ekki brotaþolinn?
Ég veit að konur og karlar sem hafa verið nauðgað bera þess aldrei bætur. Get alveg lofað ykkur að það skiptir engu máli hvort gerandinn situr inni í x mörg ár fleiri eða færri.
Það eina sem getur hjálpað þolandanum er viðurkenning á því að þetta sé ofbeldisglæpur og eigi að viðurkenna hann sem slíkann.
Þessir þolendur þurfa meðferð í mörg ár, jafnvel tugi ára.
En gefum við þessu fólki tækifæri á þeirri meðferð sem þau þurfa á að halda?
Er það rétt sem ég hef heyrt að þolendur þurfi sjálfir að sækja bæturnar? Að einhverjum hluta eða öllum?
Ef um líkamsárás er að ræða þá t.d. slær einn maður annan og tönnin brotnar. Þá fara bæturnar í gegnum tryggingafélagið. Búið mál. Ekki satt?
Það getur enginn verið tryggður fyrir nauðgun. Sönnunarbyrðin er svo mikil að aðeins lítill hluti kærir. Mér finnst trúlegt að enn minna hlutfall karlmanna kæri.
Ef svo manneskjan þorir að kæra og eru dæmdar bætur í framhaldi af því fyrir hverju duga þessar bætur? Og hvað líður langur tími frá glæp og þangað til dæmt er? Er einhver að hugsa um þolandann á þeim tíma? Það er þá sem allt hrynur. Það hreinlega hrynur allt í kringum manneskjuna. Afneitun, sjálfsásökun, sorg o.s.frv. Eflaust fleiri erfiðar tilfinningar sem bærast í huga fórnarlambsins.
Og skömm. Þau skammast sín fyrir að hafa gert eitthvað sem varð til þess að þeim var gert þetta. Þau skammast sín fyrir að hafa orðið fyrir þessu. Þau skammast sín fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir þetta. Þau skammast sín.
Þessar tilfinningar fylgja þeim langan tíma, mörg ár. Kannski losa þau aldrei við hana. Hvað getum við hin gert til að gera þeim þennan tíma léttbærari?
Við getum t.d. lánað öxlina. Held að margir geri sér enga grein fyrir því hvað það er stór og mikil gjöf. Þú getur ljáð eyra. Bara það að hlusta gefur heilmikið. Stubbaknús virkar líka vel.
Bara vera til staðar.
Verum til staðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.11.2009 | 11:24
Nafli alheimsins.
Biðtími eftir bólusetningu gegn svínaflensu er nú ríflega tvær vikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.11.2009 | 00:03
Myndablogg á sunnudegi!
Alveg með ólíkindum hvað maður getur alltaf fundið sér eitthvað skemmtilegt að gera. Hvort sem það er með börnunum eða með öðru fólki.
Til að byrja með set ég inn mynd að þeirri yngstu þar sem hún var að fara á Hrekkjavökuball í síðustu viku. Stóra systir málaði og mamma keypti búning.
Tilbúin í slaginn.
Í dag fór ég svo til Hríseyjar með Corinne. Þetta var planað fyrr í vikunni og við vorum svona passlega bjartsýn á veður. En þvílík lukka. Það var ekki hægt að fara fram á betra veður. Frábært í sjóinn, bjart og fallegt. Sólin skein. Allt eins og eftir pöntun.
Á leið út í eyju.
Móttökunefndin tók á móti okkur á bryggjunni.
Alli og sir Svartur.
Rjúpnaveiðimenn athugið.
Sjáiði þetta hvíta í garðinum.
Set þessa síðustu með. Vond birta út af glugganum en sjáum til.
Setið yfir kaffi og sögum, mörgum sögum. Skemmtilegum sögum. Fyndnum sögum, sorglegum sögum. Sögum.
Eins og birtan í dag var skemmtileg til gönguferða þá var hún ekki skemmtileg til myndatöku.
Best að fara í koju núna og undirbúa sig fyrir vinnuvikuna.
Sofið rótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.11.2009 | 11:48
Karlmenn og farartæki!
Grófst undir koníaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad