Leita í fréttum mbl.is

Myndablogg á sunnudegi!

Alveg með ólíkindum hvað maður getur alltaf fundið sér eitthvað skemmtilegt að gera. Hvort sem það er með börnunum eða með öðru fólki.

Til að byrja með set ég inn mynd að þeirri yngstu þar sem hún var að fara á Hrekkjavökuball í síðustu viku. Stóra systir málaði og mamma keypti búning.

 

Picture 063

Tilbúin í slaginn.

 

Í dag fór ég svo til Hríseyjar með Corinne. Þetta var planað fyrr í vikunni og við vorum svona passlega bjartsýn á veður. En þvílík lukka. Það var ekki hægt að fara fram á betra veður. Frábært í sjóinn, bjart og fallegt. Sólin skein. Allt eins og eftir pöntun.

 

Picture 072

Á leið út í eyju.

 

Móttökunefndin tók á móti okkur á bryggjunni.

Picture 075

Alli og sir Svartur.

 

Rjúpnaveiðimenn athugið.

 

Picture 076

Sjáiði þetta hvíta í garðinum.

 

Set þessa síðustu með. Vond birta út af glugganum en sjáum til.

Picture 077

Setið yfir kaffi og sögum, mörgum sögum. Skemmtilegum sögum. Fyndnum sögum, sorglegum sögum. Sögum.

Eins og birtan í dag var skemmtileg til gönguferða þá var hún ekki skemmtileg til myndatöku.

Best að fara í koju núna og undirbúa sig fyrir vinnuvikuna.

Sofið rótt

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott !

Jónína Dúadóttir, 9.11.2009 kl. 08:06

2 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Fallegar myndir og fallegt í eyjunni, já þær eru skynugar rjúpurnar, vita hvar þær eiga að vera þegar veiðin er í gangi á fastalandinu

Herdís Alberta Jónsdóttir, 9.11.2009 kl. 11:00

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottar myndir og njóttu vikunnar kæra mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2009 kl. 13:36

4 Smámynd: Renata

Er þetta þú á myndinni? þú hefur breyst eitthvað ...??

Renata, 9.11.2009 kl. 14:07

5 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Við fórum  í   fyrsta skiptið í Hrísey  í sumar.

Gaman að koma þarna .

Flottar myndir hjá þér.

                                  Kv.Vallý

Valdís Skúladóttir, 9.11.2009 kl. 23:58

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegar myndir.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2009 kl. 16:00

7 identicon

Halló Anna Guðný !!

Mikið eru nú myndirnar þínar fallegar, þú ert duglegri en ég.

Ég hef alltaf vélina í töskunni en er svo löt að láta þær á bloggið mitt.

Kærleiks kveðja til ykkar Olla og endilega verðum við að borða saman við tækifæri en ég ætla ekki að standa á öndinni við það tækifæri.

egvania (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband