Leita í fréttum mbl.is

Engin ástæða að gefa upp nafn ef pabbinn vill það ekki

Einmitt, ef hann vill ekkert með barnið hafa, því þarf þá að gefa hans upp.

Stundum hugsa ég að það væri miklu betra ef karlmenn myndu ganga með börn og fá að upplifa allar þessar tilfinningar sem fylgja því að t.d. ganga með óvelkomið barn. Líka að upplifa allt það líkamlega sem fylgir meðgöngu og brjóstagjöf.

En svo man ég að þá þyrfti ég hugsanlega að raka mig á hverjum degi alla  ævi. Má ég þá frekar um nokkrar óléttur og því sem þeim fylgir.Wink 


mbl.is Heldur faðerninu leyndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ég er sammála því að vilji faðir barns ekkert með það hafa þá eigi barnið ekki að bera nafn hans, EN að öðru leyti eru þetta afskaplega vanhugsuð skrif hjá þér Anna Guðný.  "biðja um nokkrar óléttur" segir þú (frekar en að raka þig dagsdaglega)!!!!! ..... FÁRÁNLEGUR samanburður finnst mér.  Auk þess held ég að margir feður vildu gjarnan tengjast börnum sínum eins og við konurnar/mæðurnar gerum með því að ganga með börnin. Við konur megum vera þakklátar fyrir að það erum við sem eigum þess kost að tengjast börnunum okkar á þann máta. Ekki vildi ég skipta á því hlutverki fyrir nokkurn mun.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 7.11.2008 kl. 01:30

2 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið Katrín. Hvort eitthvað er vanhugsað eða ekki hjá mér hefur þú einfaldlega ekki hugmynd um. Enda þekkir þú mig ekki. Ég ætla rétt að vona að bloggvinir mínir taki þessu eins og það er skrifað en ekki eins og þú hugsar.

Annars bara hafðu það gott

Anna Guðný , 7.11.2008 kl. 01:54

3 Smámynd: Skattborgari

Ekki vildi ég ganga með barn svo mikið er víst. Ég tel að það sé lang best að barn beri ekki nafn pappa síns ef hann vill ekkert með það hafa.

Ég tel að það sé minni sársauki fyrir barnið ef móðirin segi því að hún viti ekki hver pappinn er heldur en að segja því að hann vilji ekkert með það hafa.

Ætli lang flestir feður taki ekki ábyrgð og ef því er þannig háttað þá er sjálfsagt að barnið beri nafn hans. 

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.11.2008 kl. 02:07

4 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Elskurnar mínar. Þið eruð kraftaverkið sem getið fætt af ykkur líf. Ef einhverjir af mínum kynbræðrum eru svo illa af Guði gerðir að þeir ekki gangist við börnum, sem þeir eru feður að, þá meiga slíkir andskotar róa sinn sjó. Þið konur eruð upphaf alls og endir alls. Þið eruð flottastar og hafið allt í hendi ykkar, það vitið þið vonandi. 

Hreggviður Davíðsson, 7.11.2008 kl. 02:09

5 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir komuna strákar.

Skattborgari: Það að konan myndi ljúga til um pabbann, segja að hún viti ekki eða eitthvað. Hún fengi það alltaf í bakið seinna.  Fyrir utan, hugsaðu þér bara að hafa þetta á samviskunni alla tíð.  Svo eru til sögur af hálfsystkinum sem kynnast í framhaldsskóla, verða kærustupar og komast síðan að því að þau eru systkin. Kannski erfitt að bera en betra að vita. En auðvitað eru það rétt hjá þér, það eru flestir sem taka ábyrgð.

Hreggviður: Takk fyrir þessar góðu kveðjur. Það eru einn og einn karlmaður sem á ekki skilið að eiga barn en það er jú ein og ein kona sem á það ekki heldur. En hugsaðu þér eitt, það þarf líka kraftaverk að búa þau til. Þegar ég var ófrísk í fyrsta skipti fór ég á námskeið. Þar lærði ég að það væri í raun alveg ótrúlega hversu mörg börn fæddust. Svo mörg kraftaverk þyrfti á leiðinni.

Takk fyrir komuna strákar mínir

Anna Guðný , 7.11.2008 kl. 02:24

6 Smámynd: Skattborgari

Það er rétt að það er ekki gott að halda þessu leyndu fyrir barninu.Báðir valkostirnir eru slæmi. Ef þessu er haldið leyndu fyrir barninu fyrstu árin þá á að segja því sannleikann þegar það hefur þroska til að meðhöndla hann.

Barn á rétt á að vita hver faðir sinn er þó hann vilji það ekki. Ef hann vill ekki hafa samskipti við það þá á barnið að fá nafn hans við 18ára aldur svo það geti haft samband við hann af fyrra bragði. Ef það hefur áhuga á annað borð áhuga á því.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.11.2008 kl. 02:33

7 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Ég verð að viðurkenna að ég á í mestu vandræðum með að skilja hvað þú meinar í svarinu þínu. Öll erum við ólík og eflaust eru til bæði karlar og konur sem eru óhæf til þess að eignast og annast börn. Staðreyndin er samt sú að konur eru kraftaverk. Slík kraftaverk læt ég mér annt um.

Hreggviður Davíðsson, 7.11.2008 kl. 02:49

8 Smámynd: Anna Guðný

ÆÆ þar fór í verra Hreggviður Ef fólk er farið að misskilja mig tvisvar á ég trúlega að fara að leggja mig. Það sem ég meinti í raun og veru var að þið karlmenn takið þátt í að búa börnin til og það þarf kraftaverk frá ykkur líka. Ég ætlaði nú bara að lofa ykkur að eiga eitthvað með í þessu líka.

En nú fer ég að   Hammock 





Anna Guðný , 7.11.2008 kl. 02:55

9 Smámynd: Brynja skordal

Skil alveg hvað þú ert að meina ekkert hægt að miskilja það hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 7.11.2008 kl. 03:14

10 Smámynd: Anna Guðný

Góðan dag frú Brynja: Takk fyrir hughreystinguna. Þetta bjargar byrjun dagsins.

Eigðu sjálf ljúfa helgi

Anna Guðný , 7.11.2008 kl. 07:13

11 Smámynd: Líney

segi það nú,hver þarf  þessa  pabba? (bitur reynsla) Það getur hver sem er búið til barn,en það verður ekki hver sem er kallaður pabbi (spakmæli sem ég  las einhverntíma  og mikið til í).

Líney, 7.11.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband