Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
6.11.2008 | 08:48
Á samt ekkert að segja okkur?
![]() |
Uggandi um afgreiðslu umsóknar hjá IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2008 | 08:37
Jákvæðar afleiðingar kreppunar.
Það er ekki allt dauði og djöfull í sambandi við þessa kreppu.
Mig langar til að taka saman góðan lista yfir jákvæðar afleiðingar. Þessi frétt er gott dæmi um jákvæðar afleiðingar. Slæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu verður til þess að barnafólk leitar út á land eftir húsnæði og leikskólaplássi.Veit auðvitað ekki hverjar aðstæður foreldrana eru en reikna með að allavega annar aðilinn fari út á vinnumarkaðinn. Fyrstu staðirnir sem fólk leitar til eru þeir bæjir sem hafa laus leikskólapláss. Gott mál að Ísafjörður er að fá nýja íbúa.
Eitt atriði sem ég hef tekið eftir hér á Akureyri, en á eflaust við um fleiri staði. Þessir húsnæðisfélög sem hafa sprottið upp síðustu ár eiga á lager íbúðir á þó nokkrum stöðum hér í bæ. Það þýðir að mun fleiri leiguíbúðir eru á boðsstólum. Sem þýðir þá líka að nú hefur fólk val. Fyrir nokkrum árum vorum margir aðilar um hverja íbúð en nú birtist fjöldi auglýsinga um lausar íbúðir. Þú getur að vísu bara valið um tvö hverfi hér í bæ og það eflaust víðar.
Fyrir mig persónulega þá er jákvæða fréttin sú að ég get með góðri samvisku átt gamla tjaldvagninn áfram og sit ekki lengur undir þeirri pressu að skipta upp. Var nú nokkrum hér í fyrra sem fannst við ættum að fá okkur , ja allavega fellihýsi eða helst bara húsbíl. Í staðinn höfum við sloppið við erlent lán, sem er auðvitað hið besta mál.
Auðvitað er fullt af fólki sem þart að breyta miklu hjá sér. T.d. þeir sem hafa alltaf farið með fjölskylduna til bandaríkjanna eða Sviss á skíði. Það er kannski ekki á dagskrá í dag. En þá getur fólk notað þetta sem tækifæri og ferðast innanlands og jafnvel farið á skíði til Akureyrar, Ísafjarðar eða austur á land. Ég trúi ekki öðru en að það sé ódýrara en Alparnir.
Þú megiði endilega koma með ykkar jákvæðu skoðanir og upplifanir á kreppunni.
Þeir sem hafa fylgst með síðustu daga hér, þá er hún Arabia, sem er hundur búin að vera í heimsókn. Meiningin er að taka hana að okkur í rúmt hálft ár. Eigendurnir eru að flytja erlendis og geta ekki tekið hana með vegna reglna hjá flugfélaginu. Vantaði þau því einhverja til að sjá um hana fram á vor þangað til þau mega fá hana með út. Hún er búin að vera hjá okkur í tvær nætur. Allt hefur gengið ótrúlega vel. Hún er svo mikill barnahundur. Blíð og kelin. Finnst svoooo gott að láta klappa sér á magann. Er búin að komast að því að hún fær helst klapp á gólfinu fyrir framan sjónvarpið. Krakkarnir dýrka hana, svo það lítur allt út fyrir að við séum að taka hana að okkur fram í maí lok.
Gott í bili.
![]() |
Höfuðborgarbúar leita vestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.11.2008 | 08:15
Hundur vs. köttur
Róleg nótt. Bæði hundurinn og kötturinn eru enn á lífi. En það er nú bara rétt svo. Kisa er ekki hrifin af þessarri sendingu sem hún er búin að fá. Hún svaf uppi í nótt, kom svo aðeins niður í morgun en var fljót upp aftur þegar hún heyrði í hundinum. Hundurinn reyndi mikið í gær að ná sambandi við köttinn, sem vildi hins vegar ekki sjá hana. Gaman að sjá, Kisa sat lengi upp í glugga inni í herbergi. Arabia lá fyrir framan dyrnar í meira en klukkutíma. Hana langar svo að vingast en prímadonna heimilis tekur það ekki í mál.
Lofa ykkur að heyra meira, í dag er nefninlega letidagur vikunnar og þá skríð ég aftur uppí.
Geri það hér með
Over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.11.2008 | 16:42
Hundur á mínu heimili.
Mín börn, eins og flest önnur börn langar að eignast hund. Ég hef staðið föst á því hingað til að það kemur ekki til greina. Mér finnst hundar yndislegir og allt það. En þá kemur þetta en, mér finnst alveg nógu erfitt að koma börnunum mínum fyrir ef ég þarf að skreppa í burtu, svo ég þurfi nú ekki að koma hundi fyrir líka.
Fyrir nokkrum mánuðum sagði ég börnunum að ég væri alveg til í að passa hunda, svona ef fólk þarf að komast í burtu smátíma. Þá er svo auðvelt að segja nei ef þannig stendur á. Var meira að segja búin að láta eina vita af því. En nú fyrir nokkrum dögum kemur unglingurinn minn út úr herberginu sínu sjálfandi með fartölvuna í fanginu opna inn á Barnaland. Þar sagði hún mér af konu sem væri að óska eftir einhverjum sem gæti passað hundinn sinn. Ok, hljómar vel, geltir ekki, passleg stærð (nenni ekki stórum) en svo kom enið. Hana vantaði pössun í 7 mánuði. Vá, það er meira en hálft ár.
Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað rann í gegnum huga minn þessar mínútur. Fékk svo brilliant hugmynd: Hringdu í pabba og spurðu hann. Hugsaði svo, hann segir nei, þetta er of langur tími og allar þessar ástæðu sem ég var búin að hugsa en ekki segja. Hvað haldiði svo að hann hafi sagt: Mér er alveg sama!!! Eina sem hann hugsaði um hvernig Kisu okkar myndi líka þessi langa heimsókn. Fékk sem sagt enga hjálp þaðan
Til að gera langa sögu stutta þá er fröken Arabia mætt í tveggja daga heimsókn. Með fullri virðingu fyrir eigendunum , þá eru engin börn þar og því er þvílíkt fjör hér.
Ég ætla að nota tækifærið og æfa mig í því sem ég hef séð á Hundahvíslaranum á Skjánum. Hafið þið séð þættina? Með því að horfa á þá þætti hef ég komist að því að ca. 95% hundaeiganda á Íslandi kunna ekki að ala upp hunda. Ekkert persónulegt, þið hafið öll möguleika á að vera í þessum 5%. Þetta verður mjög spennandi.
Hér er Arabia. Hún er feimin, virðist ekki vera mikið fyrir myndatökur. Hún er ósköp blíð og góð, en mjög lítið hjarta. Hefur ekki gelt ennþá og mér skilst það þurfi frekar mikið til. Það er búið að koma bælinu hennar fyrir við rúmið hjá gaurnum. Sá er nú ánægður. Unglingurinn hefði nú alveg viljað hafa hana inni hjá sér en mér finnst nóg að hún sé með hamstra þar.
Þannig að spennandi tímar framundan í Ránargötunni.
Lofa ykkur að fylgjast með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.11.2008 | 11:44
Klaufi vikunnar!
![]() |
Valdi rangt hús til að brjótast inn í |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2008 | 23:20
Bland í poka.
Í fyrsta lagi, nú er ég forvitin. Hver er þessi petrea? Hún veit hver hún er, hún veit hver ég er,ég veit ekki hver hún er,ætlar hún ekkert að kynna sig?
Þið foreldrar sem eruð dugleg við að greiða og dúlla við hár stelpnanna ykkar. Ok, flest mömmur. Ef ég ætla að stríða mínum manni , þá sendi ég valkirjuna með teygju og hárbursta til pabba. Einn daginn var hún að fara í dans og þá þarf alltaf af hafa hárið í teygju. En núna er eitthvað tímabil hjá henni þar sem teygjan þarf að fara ofar en venjulega. Þá liggur hárið eitthvað svo flott. En, já það er alltaf en. Hún er nefninlega hársár. Þeir sem eru hársárir vita að það er verst þegar greitt er undir og upp. Það þarf nefninlega þegar á að hafa stertinn ofarlega. Hér einn daginn var undirrituð að greiða prinsessuni fyrir dans og svo þegar ég var að byrja að renna burstanum upp, þá byrjaði barnið að fara með Faðirvorið!!!!! Halló, ég er að greiða þér, af hverju ferðu með Faðirvorið? Af því bara, og brosti vandræðalega. Hmm....... við skulum bara hafa það þannig. Er ekki betra bara að klippa hárið?
Þið sem hafið fylgst með blogginum mínu hafið tekið eftir að mér finnst gaman að taka myndir. Ég hlakkaði svo til að eignast nýja myndavél og hef beðið eftir því að geta leyft mér það. Þá ætlaði ég nefninlega að leyfa mér líka að fara á námskeið og læra almenninlega á vélina. En nú er kreppan búin að eyðileggja það fyrir mér. Ég get ekki farið að kaupa mér rándýra og flotta myndavél á meðan húsnæðislánin hækka upp úr öllu valdi.
Svo ég vitni aftur í kreppuna, þá eru margar hliðar á henni. Núna finnst mér nefninlega vera svolítið "inn" að vilja ekki búa hér lengur, að ætla að flytja út. Mér finnst þetta vera svo svipað og með Spaugstofuna. Það hefur verið svolítið "inn" að finnast hún vera hallærisleg og vera komin á tíma og vera ekki nógu góð eftir að Randver hætti og bara ýmsar ástæður nefndar. Svo þegar ég kíki á endrum og sinnum þá finnst mér hún bara fín. Ég náði smá hluta í kvöld og skemmti mér vel. Missti að vísu af byrjuninni því börnin voru að horfa á Latabæ á 2.
Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr ástandinu í þjóðfélaginu í dag. Margir eru að hugsa sér til hreyfings bara til að vinna en fjölskyldan verður eftir heima.Óg er það hið besta mál. Það sem mér finnst leiðinlegra að hlusta á er að mér finnst svo mörgum finnast þeir beri enga ábyrgð á að koma öllu á réttan kjöl aftur. Sá meira að segja skrif eins hérna á blogginum fyrir nokkrum dögum þar sem hann sagðist ætla að fara af landi núna í eitthvað annað almenninlegt land þar sem vinnu væri að fá. Tók það svo fram að hann ætlaði kannski að koma aftur þegar/ef ástandið myndi lagast. Langaði að segja honum að við myndum kannski bara ekkert vilja hann aftur.
Mín tilfinning er að flestir þeir sem tala um að flytja erlendis séu á aldrinum 20,25-40. Finnst ykkur það gera passað? Ok, er það ekki fjölmennasti hópurinn sem hefur verið að kaupa sér sína fyrstu íbúð síðustu ár? Tóku 100 %, tengdu heita pottinn um leið og baðherbergið og eldhúsið. Lóðin frágengin jafnvel áður en flutt var inn. Tóku aukalán fyrir innbúinu. Flottar eldhúsgræjur. Það borgaði sig fyrst maður var hvort eð að kaupa nýtt að hafa það þá almenninlegt. Tóku svo 100% bílalán til að eiga almenninlegan bíl. Hljómar þetta ekki kunnuglega fyrir suma? Ok,veit að ég er að alhæfa en kannast samt ekki allir við einhverja sem eru í þessum pakka?
Hvernig væri nú að við tækum okkur saman um að snúa þessari þróun við? Allavega taka okkur saman við sem erum ákveðin í að vera áfram og látum heyra í okkur líka. Við erum að gera okkar besta í þeirri stöðu sem við erum í . Ég t.d. get ekki séð að þó að verði kosin núna, að við fáum eitthvað betra. Mér hefur bara fundist þeir stjónmálamenn, flestir sem hafa haft völdin hingað til ekki kunnað að fara vel með þau. Það er enginn stjórnmálaflokkur sem ég gæti hugsað mér að skrá mig í. Ég gæti þó örugglega unnið með hvaða flokki sem er að einhverju vissu verkefni.
Mér skilst að næstu mánuði verðum við, landsbyggðarfólkið að koma sterk inn fyrir höfuðborgarsvæðisbúa. Skellurinn er auðvitað mestur þar sem þenslan var mest. Við eigum eftir að fá yfir okkur ýmislegt, allavega í orðum. Þeir eiga eftir að segja okkur vera enn óþarfari en áður. Og þeim á eftir að finnast það vera enn meiri óþarfi að byggja brýr og vegi á landsbyggðinni en þeim hefur fundist áður. Ég er nokkuð viss um að sumum á eftir að finnast það óþarfi að byggja betur upp heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Svona og margt annað fallegt eigum við eftir að heyra á næstu mánuðum. Hvað gerum við þá? Jú, við erum komin í góða æfingu í sambandi við bretann. Við tökum bara Júlla Júl. á þetta og knúsum þá. Það er ekkert annað hægt.
Eigiði góða helgarrest
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 201691
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
-
alberta
-
amsa
-
anitabjork
-
annambragadottir
-
arniarna
-
atvinnulaus
-
dagny65
-
baldher
-
bestalitla
-
binnag
-
daggardropinn
-
drum
-
duna54
-
egillsv
-
godinn
-
gunnurr
-
frost
-
heidathord
-
himmalingur
-
hk
-
ingabaldurs
-
jakobk
-
jeg
-
jodua
-
jokapje
-
jonaa
-
juljul
-
kafteinninn
-
krummasnill
-
landsveit
-
lauola
-
ljosmyndarinn
-
maggatrausta
-
magnolie
-
neytendatalsmadur
-
mammann
-
osland
-
rannug
-
ringarinn
-
roslin
-
sifjan
-
58
-
snjokall
-
strumpurinn
-
tara
-
topplistinn
-
ziggi
-
zeriaph
-
vala
-
vogin
-
jona-maria
-
kolbrunj
-
gattin
-
gledibankinn
-
robertb
-
bjarnijonsson
-
ernadua
-
curvychic
-
gillimann
-
minos
-
hordurj
-
naflaskodun
-
joklamus
-
vallyskulad