Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Eurovision á Dalvík city!

Þetta kallar maður að hafa gaman að hlutunum.

Sólveig, bara svo þú vitir það. Ég sá þig.Tounge


Hjúkk, sluppum fyrir horn.

Ekki íslenskur. Er að pæla, hvað tekur langan tíma að fljúga á milli? Einhverjir klukkutímar. Hefði alveg skilið að einhver hefði verið búinn að þagga niður í honum á leiðinni.
mbl.is Áreitti farþega á leið til Toronto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlusta á Ísland hvað?

Svolítið gaman að heyra það að einhverjum finnist einhver ástæða að hlusta á ísland. Nágrannlöndum okkar hefur nú ekki fundist við vera neitt beint til fyrirmyndar á síðustu árum.(En það er kannski aðallega í sambandi við peninga)
Annars horfði ég á fyrri hluta keppninnar í gærkveldi og fannst ennþá meira gaman að fylgjast með dóttur minni 6. ára en að hlusta á lögin. Gerði það þó með öðru eyranu.En valkirjan mín hafði sem sagt mjög ákveðnar skoðanir á lögunum, já og flytjendum lika. Í sumum kögum fannst henni alveg ótrúlegt að fólk yfirleitt klappaði. Henni var nokk sama um norðmenn og finna en fannst verra að Slovenia komst ekki áfram. Það lag fannst henni flottast.
Var að vinna í gærkveldi en hlakka til að hlusta á allt með börnunum annað kvöld.Þá er frí.En með þennan áhuga hjá þeim sé ég fram á mjög skemmtileg Eurovision kvöld næstu árin.
Over and out.
mbl.is Dustin: Við hefðum átt að hlusta á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlag!

Eins og þeir sem hafa lesið bloggið mitt hafa séð þá erum við að fara í sólarlandaferð, við hjónin og börnin þrjú. Nú í morgun kom í ljós að ferðataskan okkar var ónýt eftir síðustu ferð og við höfðum bara ekki tekið eftir því. Eiginmaðurinn ferð því í innkaupaleiðangur að kaupa nýja tösku. Hann hringir eftir stutta stund og segir: Anna , taska, svipuð að stærð og okkar gamla kostar yfir 36 þúsund krónur!!Devil

Verð að viðurkenna að ég var ekki alveg að kaupa að þetta væri bara venjuleg ferðataska af stærri gerðinni. En ákvað nú samt að fara sjálf og sjá t.d. hvað tegund þetta væri eiginlega og fyrir hverja þessar töskur væru.Ekki svo mikið af yfirstéttarfólki hér í bæ. (hélt ég allavega)Svo var þetta "bara bókabúð" en ekki ránýr sérverslun. En ég sá merkið og því ákváðum við að leita betur og sjá hvort við gætum virkilega ekki fundið ódýrari tösku.

Fórum í aðra "bókabúð" og fundum tösku stærri, 140 lítra í stað 122, að vísu á tilboði og hafði lækkað um ca. 5000 krónur.

Kostaði þar að leiðandi um 15.000 í stað tæp 20.000

15.000 þúsund króna munur!!! Er ekki allt í lagi?????

Önnur taskan er Delsey og hin Samsonite. Bæði held ég ágæt vörumerki.

Hvor haldiði nú að hafi veri dýari og hvor ódýari?

Og þið sem þekkið til , hvaða verslanir haldiði að þetta hafi verið?

 

 


Frábært!!

Glæsilegt að þau náðust. Var heldur ekki búin að heyra af þessu í síðustu viku.

Húrra fyrir lögreglunni!


mbl.is Par frá Rúmeníu tekið með 60 fölsuð greiðslukort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitaferðin

Fórum í sveitaferð í morgun með valkirjunni. Rigning en milt þannig að þetta var bara rosa gaman.

P5190012

Lítil grísastelpa og lítil mannastelpa.

 

P5190013

Meee!!

 

P5190020

Berenika að halda á lambi í fyrsta skipti á ævinni.

P5190026

Róbert með pabba sínum.

 

P5190005

Aðalmömmurnar.

 P5190018

Stórar stelpur úr 3. bekk. Indira og Enóla.

 


Vika í ferðalagið

Þá er kominn sunnudagur eina ferðina enn og tíminn líður svo hratt að ég hef bara ekki við að skipta um. Ég verð orðin áttræð áður en ég veit af.  Faint 

Nú er heldur betur farið að telja niður fyrir Tenerife. Næsta sunnudag leggjum við af stað og meiningin er að gista í borg óttans eina nótt og færa sig svo í Innri Njarðvík og taka seinni nóttina þar. Það hefði verið gaman að taka þá fyrri í Borgarnesi en unglingurinn á tíma hjá augnlækni kl. 09.00 á mánudagsmorgun og við erum ekki alveg að nenna á fætur um sólarupprás.

Fengum heimsókn hér í gær. Sólveig mætti með græjurnar og hárið af gaurnum af med det samme.

 

P5170003

Eiginmaðurinn kom  heim í dag, lönduðu á Eskifirði og brenndu svo inneftir.

 

Ýmislegt í gangi , eins og venjulega. Keyrði unglinginn  í þorpið, var að fara að passa. Keyrði svo valkirkjuna stuttu seinna, líka í þorpið. Hún fór í afmæli.

P5180015

Komin í veisludressið.

Seinna í dag, eftir að eignmaðurinn  kom heim fórum við svo í sveitina. Hittum þar þrjá bræður mína og kíktum aðeins á lömbin og svona. Þrjár eftir að bera að bera og því kíkjum við á þær í fyrramálið.

Í fyrramálið er meiningin að fara með 1. og 3. bekk í skólanum í sveitaferð út að Krossum. Það verður mikið fjör. Valkirjan ekkert smá ánægð yfir því að pabbi komist líka með, svo oft sem hann er að missa af allskonar ferðum og uppákomum tengdum börnunum.

Svo tóku við nokkur vinnutengd símtöl eftir að við komum heim. Eftirfylgni á nýjum viðskiptavinum, alltaf gaman að heyra þegar fólki er farið að líða betur strax á fyrstu dögum. Og redda vaktinni minni á morgun svo ég komist í ferðina.

Eigiði góða vinnu viku






Krútt, krútt sú gamla

Mikill húmör í þeirri gömlu.

"Og ég vil að að sem flestir eða allir njóti ásta á þessari fallegu eyju, Íslandi".

Svona, koma nú. Thumbs Up 






mbl.is Kynlífsráðgjöf áttræðrar konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holl lesning fyrir alla.

Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk.

 Á leiðinni fóru þeir að rífast og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann.

Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn :

Í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR EINN Á "ANN "

Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í.

Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri drukknaður, 

 en var bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig, risti hann í stein :

Í DAG BJARGAÐI BESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKKNUN " 

Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði :  

 þegar ég sló þig, skrifaðir þú í sandinn og núna skrifar þú í steininn.

Af hverju ? 

Hann svaraði : þegar einhver gerir þér eitthvað íllt áttu að skrifa það í sandinn,

þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því. 

 En þegar einhver gerir þér eitthvað gott, þá áttu að grafa það í stein,

þar sem enginn getur eytt því.

Lærðu að skrifa sárindi þín í sandinn  og grafa hamingju þína í stein !

Eigiði góðan og enn betri helgi.


Ha ha!

Konan mín hringdi í mig í gær og sagði að

nú ætti hún skilið að ég færi með hana

 á virkilega dýran stað þegar við værum búin að vinna…


Hún ætti það skilið……

 You’re The Best  Spaz Belly Laugh

 Svo ég fór með hana á bensínstöð!!     








« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband