Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Bloggarakaffi

Við höfum svo gaman að því að hittast og skemmta okkur, bloggararnir hérna fyrir norðan að við verðum að hittast svona einu sinni í mánuði. Og því er komið að því laugardaginn 28. mars.

Meiningin er að vera á sama stað á sömu stundu og síðast þ.e.

Kaffi Karolína kl. 16.00

Ég mun hafa samband og biðja um að eitthvað verði af tertum handa okkur. Smile

Svo er meiningin að skipta um laugardag þannig að næsti hittingur verði svo 2.maí.

Gaman að því mikill áhugi er hérna að nú þurfum við að hleypa að vaktavinnukonunum sem eru á "hinni vaktinni" svo þær geti verið með.

Næsti þar á eftir myndi vera 6. júní, er ekki þá kominn tími á hana Dóru vinkonu okkar á Laugum að standa við stóru orðin og bjóða í heimsókn?

Hvernig líst ykkur á þetta?


Flensusaga

Ég hef ekki skrifað mikið hér síðustu vikur. Ástæðan er sú að ég náði mér í inflúensu. Og þá meina ég ekki þessa sem flestir voru að fá, heldur þessa alvöru sem skellti manni flötum. Það er sko stór munur þar á. Eitt að því sem fylgdi þessari flensu var að ég missti allt lyktarskyn. En hvernig ég komst að því að ég fyndi enga lykt var ja svona.

Málið var að eiginmaðurinn tók að sér að passa hund hérna í nokkra daga. Já einmitt, það voru tveir hundar á heimilinu í nokkra daga. þær eru miklar vinkonur svo það er allt í lagi. Málið er að gestahundurinn hún Rispa fékk í magann. Það er alveg með ólíkindum hvað stór hundur getur "skitið" mikið. Hún hélt engu greyjið þó verið væri að fara með hana í tíma og ótíma út. Voru því að finnast hlussur hér og þar um íbúðina eftir nóttina.

Eina nóttina þarf ég á klósettið og skreiðist fram hálfmeðvitundarlaus. Sé ég þá að hún hefur gert þarfir sínar á baðgólfið. Bæði 1 og 2. Ég hef enga heilsu til að hreinsa þetta upp en set þó handklæði yfir hlandið svo að börnin fari nú ekki að ganga í þessu og blotni hálfsofandi að morgni. Hugsa þó með mér að af því að það sé engin lykt þá hljóti hún nú að vera orðin skárri í maganum hundgreyjið og þetta sé að verða orðið gott. Fer ég svo bara að að sofa aftur.

Vakna ég svo aftur við skrýtin hljóð. Hvað er eiginlega í gangi, er einhver orðin veikur? En þá heyri ég bölv líka. Þvílík andskotans pest er af þér hundur. Er það þá blessaður eiginmaðurinn að hreinsa baðherbergisgólfið og það var svo lyktið að hann kúgaðist út í eitt. Sick

Það var sem sagt ekki lyktarlaust, ég bara fann enga lykt. Þarna þakkaði ég fyrir það.

Skrýtið samt hvað það hittist á að hún var orðin góð akkúrat þegar eigendurnir komu heim.Wink

 

Eigiði góðan dag.


Var um eitthvað annað að ræða? :)

Held að það hefði nú verið svolítið erfitt að hafna þessu. 300 lítrar taka nú nokkuð mikið pláss.
mbl.is Bruggarar játuðu sök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og myndin af Árna!!!

Af hverju í ósköpunum er mynd af manninum sem tapaði efsta sætinu?  Vil fá mynd af Ragnheiði Elínu, man ekki hver hún er en gott að fá mynd til að átta sig. Verð að viðurkenna að ég var alveg hætt að skilja fólkið þarna? Talandi um fullfiskaminni.
mbl.is Ragnheiður Elín sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjalda í mars á Íslandi!

Nú ætla ég ekkert að setja út á að þetta ferðafólki hafi verið þarna. Mér finnst líka frábært að þau fundust og að ekkert amar að þeim.

Það sem ég er að reyna að skilja er: Hverjum dettur í hug að fara í tjaldútilegu á Sprengisand í mars? Þetta hljómar svo gjörsamlega út úr korti að það hálfa væri nóg.

Ég hef einu sinni vaknað í tjaldi í Mývatnssveit  og nokkra sentimetra snjór fyrir utan. Það var ekki gaman, en tjaldfélagi minn, svíi var himinlifandi yfir þessari upplifun. Skrýtið fólk.Tounge

Vona að ferðin gangi annars vel hjá þeim.


mbl.is Ferðamönnum komið til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leti

Er þetta ekki bara leti? Ég meina, þú þarft að standa upp úr sófanum og kveikja á heilasellunum. Þú þarft að hafa fyrir því að tala við barnið þinn um alvarleg mál sem krefjast athygli þinnar. Þú þarft að útskýra eitthvað með orðum sem börnin skilja. Þetta er auðvitað meirháttar mál ef síðustu ár hafa farið í sígó og bjór eftir vinnu.

Spurning hvort sé sama fólkið sem hegðar sér svona og er svo að kvarta?

Hvað heldur þú?


mbl.is Kvartað vegna fötlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurport og Bloggarahittingur!

P2280010

Klaufi ég að setja ekki texta áður en ég byrjaði að setja myndirnar inn. Ég nefninlega kann ekki að setja texta fyrir framan mynd. En hann Jón Hrólfs. verður bara að fá að vera á undan öllum texta. Hann tók þátt í því að skapa stemmningu í Norðurporti í dag. Gaman að hafa nikkuspilara.

Langar að gefa ykkur aðeins nasasjón af því sem verður á boðstólum á morgun. Að vísu voru tveir aðilar sem ég gleymdi að taka mynd af. Hverjir ætli það séu? Jú, ég og Lilja. Alveg ótrúlegt.

Svo gleymdi ég alveg í upptalningu minni í gærkveldi að segja frá bókinni sem ég er að selja.

Saga mótorhjóla á Íslandi. Málið er að eins og margir vita þá er verið að byggja mótorhjólasafn hér á Akureyri. Þetta safn er byggt til minningar um Heidda Jóhanns. Að þessu framtaki standa fjölmargir aðila þar á meðal bræður hans og frændur. Þessa bók er ég að selja til styrktar safninu. Ég gef sölulaunin mín til safnsins sem eru kr. 600 af hverri bók. Bókin er á gjafverði kr. 2990.-

Endilega þið sem eruð á ferðinni á morgun, lítið við og kíkið á bókina

 

P2280011

Hér situr hún Elspa, yfiramma, í horninu sínu og bíður fólk velkomið. Hún er manneskjan sem á hamar,nagla og ýmislegt smálegt sem margir söluaðilar þurfa á að halda en hafa ekki fattað að taka með sér. Ýmislegt smálegt er í boði hjá henni, eins og þið sjáið á myndinni. Sjón er sögu ríkari

 

P2280013

Hér er stjórinn okkar, hún Margrét. Hún rekur Norðurport og heldur vel utan um okkur öll. Svo er hún að selja þá matvöru sem staðurinn selur.  Má þar nefna harðfisk, kleinur og soðið brauð. Á bak  við hana situr hún Guðríður með rósamálunina.

 

P2280018

Hér er Alda með vörurnar sem pabbi hennar smíðaði. Má þar nefna uppþvottabursta, fatabursta og svokallaða bílaþvottabursa. Á gólfinu fyrir framan borðin stendur svo barnavagga. Svakalega er hún flott. Ég væri sko til í að eiga eina svona fyrir seinni tíma. Fjölskyldukarfan okkar var nefninlega lánuð ðut fyrir fjölskylduna og kom aldrei aftur. Alveg synd.

P2280019

Unnur við borðið sitt. Af ýmsu að taka þar.

 

P2280020

Þessi er með frá verslun í Rvík. Gleymdi að spyrja hvað hún heitir en er eitthvað með hermannaföt.

 

P2280021

Svo eru þær tælensku. Ljósaseríurnar eru sérstaklega fallegar og svo eru þær með ýmislegt annað sem þær föndra.

 

P2280022

Prjónakonan duglega.

 

P2280024

Selma með skartið. Aldeilis mikið í boði hér.

 

P2280027

Myndlistarsýningin " Haldið af stað...." er samsýning hjónana Dagbjartar Matthíasdóttur og Magnúsar Hannibals Traustasonar og er þeirra fyrsta sýning

 

P2280028

Virkilega gaman að fylgjast með þeim mála.

P2280030

Kaffihúsið virkar vel.

P2280031

Setið á spjalli.

 

Eftir markað skellti ég mér á kaffihús með Moggabloggurum. Eins og venjulega skemmtum við okkur alveg einstaklega vel. Alveg er það sérstakt hvað þessi hópur er orðin góður. Skiptar skoðanir en mikið hlegið. Ég, meira að segja tók smá leikatriði og drap næstum Ásgerði mína úr hlátri. Þetta er kannski leyndur hæfileiki.

 

P2280033

Gísli, Milla og Sigga.

 

P2280035

Erna Einis.

 

P2280036

Halli Huldar.

 

P2280037

Ofurkrúttin Ásgerður og Dóra, Erna brosir að þeim.

 

P2280040

Þarna er Milla að fara að halda ræðu. Frænkurnar Gunnur og Huld Ringsted.

 

P2280047

Dóra og Sigga.

 

P2280049

Þegar Ásgerður lokar augunum er hún að úskýra eitthvað. Milla fylgist spennt með.

Þar með er þessum skemmtilega degi lokið. Það er annar, jafnskemmtilegur á morgun. Ég er aftur í Norðurporti og þessi sem eru á myndunum hafa opið líka og kannski fleiri.

Hlakka til að sjá ykkur.

 

 


Merkilegt

Merkileg upplifun þessa dagana. Núna eru við að upplifa það í fyrsta skipti í mörg, mörg ár,  hvað eftir annað að Sjálfstæðismenn séu að mótmæla einhverjum á kvörðunum eða vinnubrögðum. Veit ekki með ykkur en mér finnst hálf kjánaleg tilfinning að hlusta á þá í þessari stöðu. Við erum svo vön þeim í ákvörðunum. En nú á allt í einu að fara að hlusta á aðra og jafnvel fá ráðleggingar frá öðrum. Mér hefur nú fundist þeir ekki hafa farið mikið eftir ráðleggingum annarra hingað til, nema bara það henti þeim.

En þetta finnst mér bara


mbl.is Þarf að skoða málið betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffihús Moggabloggara á Akureyri

Bara að minn á kaffihúsið á morgun.

Kl. 16.00 á Karolínu í Listagilinu

Mér var lofað slatta af tertum svo það ættu allir að geta fengið eitthvað fyrir sig með kaffinu.

 

 Ég ætla að byrja daginn, eins og venjulega, á að vera í Norðurporti. Verð þar frá 11.00 - 16.00.

Þá taka Elspa og Margrét við borðinu mínu og klára daginn. Gott að eiga góða að.

Þið sem ekki hafið kíkt í Norðurport, endilega látið nú verða af því.

Ýmislegt verður í boði. Ég verð með ullarvörurnar. Þessa líka fínu, einföldu ódýru vettlinga, prjónaða úr léttlopa á aðeins kr. 1000. Nokkur sokkapör á ég.  Svo var ég að fá nýja vettlinga, útprjónaða ofboðslega fallega. Þeir verða auðvitað dýrari, enda prjónakonan mun lengur að prjóna þá.

Svo er ég með gramskassann. Þar er að finna notuð föt á gjafaprís. Aðeins þrjú verð: 200-500-1000. Vasabrotsbækurnar í tugatali aðeins kr. 100.-

Sjáumst öll

 

 


Of eða van.

Það er vandlifað í heimi kvikmynda. Ef þær eru ekki of grannar, þá eru þær of feitar. Ef ekki of feitar, þá eru þær of brjóstastórar. Ef ekki of brjóstastórar, þá of brjóstalitlar. Ef ekki of brjóstalitlar, þá of stórar yfirleitt eða of litlar yfirleitt. Alveg merkilegt að þær haldir sönsum, svona flestar.  

Hafið það gott


mbl.is Mischa ekki of grönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband