Færsluflokkur: Bloggar
27.2.2009 | 16:01
Konur/ karlar
Verð að viðurkenna, er ekki alveg að fatta þessa ákvörðun. Einn sagði mér að það væru konur í stjórninni vegna þess að bankastjórinn væri karlmaður. Er ekki að kaupa þá skýringu.
Ein stór spurning, er einhver banki með eintóma karlmenn í stjórn? Veit að þessar upplýsingar liggja fyrir en nenni bara ekki að leita að þeim.
Engin karl/kven remba í gangi hérna, bara hissa og forvitin.
Hugsanlega brot á jafnréttislögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 00:57
Hinn gullni meðalvegur!
Hinn gullni meðalvegur gildir í þessu eins og svo mörgu öðru. Auðvitað er það engum hollt að vinna of mikið, hvorki henni/honum sjálfri/sjálfum né fjölskyldunni. En það að hafa enga vinnu, að vera atvinnulaus hlýtur að hafa slæm áhrif líka. Þá er líka svo áríðandi að hafa eitthvað fyrir stafni, eitthvað til að vakna til á morgnana. Ég er ekki þunglynd en ég veit samt að ég væri í vondum málum með svefn ef ég þyrfti ekki að fara á fætur með börnunum á morgnana.
Svo er það líka að þið sem viljið fylgjast með, það er bara ekki "inn" að vinna of mikið í dag. Það er aftur á móti "inn" að eyða gæðatíma með fjölskyldunni.
Góða nótt
Langir vinnudagar geta haft slæm áhrif á andlegt heilsufar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2009 | 09:20
Bloggarar á Akureyri á kaffihús
Sko, það eru Moggabloggarar sem ætla að hittast. Við erum svo skemmtileg hvert með öðru að við ætlum að hittast á laugardag.
Sem sagt:
Laugardag 26. febr. kl. 16.00
Rub23 eða kaffi Karolína í listagilinu. . Þar fáum við að vera í næði á efri hæðinni.
Endilega látið þá sem þið þekkið og tilheyra hópnum vita.
Sjáumst skemmtilega fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.2.2009 | 21:25
Öskudagurinn á Akureyri
Einhverntímann síðustu nótt er pikkað í öxlina á mér og sagt: Mamma, ég vaknaði og gat ekki sofnað aftur út af veðrinu. Ó nei, hugsa ég. Við sem erum að fara á flakk í fyrramálið. En valkirkjan eyddi síðustu klukkutímunum eiginlega ofan á mér meira en við hlið. Hún er nefninlega svo hrædd um að meiða pabba af því hann var í skurðaðgerð. En eitthvað dormuðum við og fórum svo á fætur upp úr hálf sjö. Unglingurinn var óvenjufljót á fætur, því hún var á leið til höfuðstaðarins í dag. Gaurinn aðeins í lága gírnum, hálfþreyttur, blessaður. En allir voru að verða til þegar afgangurinn af liðinu mætti hér um hálfátta. Rúmur hálftími fór svo í að æfa smá, setja upp andlitið og mömmurnar fengu sér kaffi og spjölluðu eitthvað.
Svo lögðum við í hann.
Klappstýrurnar.
Mamman með hettuna saumaði búningana upp úr gömlum bolum keyptum í pokavís á flóamarkaði Hjálpræðishersins. Takk elsku Guðrún ofurmamma með saumavél.
Þetta er sem sagt Troy ú High School Musical með klappstýrunum sínum.
Við fengum alveg aldeilis frábærar móttökur allsstaðar.
Hér eru þau á Óseyrinni.
Lúlli frændi bókar á Blikkrás.
Þessir kalla sig Emil og útrásarvíkingana. Þeir voru ekkert smá góðir. Þið sjáið hvað þeir lifa sig inn í dæmið.
Valkirjan mín að lifa sig inn í leikinn.
Trésmíðafyrirtækið Ýmir tók vel á móti okkur.
Þar hittum við líka Kristrúnu og Ómar með vinkonu sinni.
Duglegar mömmur með fjögur á fæti og tvö í vagni. Kristín og vinkona hennar.
Hér eru þau að syngja fyrir Gunnar bróður minn í Vélaborg.
Liðið mitt að syngja.
Lína langsokkur kemur í ýmsum stærðum.
Svo var nú það. Rosa gaman en mikið er ég þreytt eftir daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2009 | 20:40
Og??
Er þetta ekki bara hið besta mál? Eða má ekki vera sammála Framsóknarmanni?
Þetta lítur vel út og ég er aðeins farin að hafa áhuga á að fylgjast með þ.e. aftur. Var alveg búin að fá nóg af þessari pólitík okkar.
Hafið það gott
Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 12:21
Amacing Grace í ýmsum útfærslum
Njótið vel
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.2.2009 | 11:02
Mis... hvað?
Nú er spurning hvort maðurinn megi misskilja. Eða mismæla, eða misheyra. Þið sem eru fljót að grípa allt og snúa því á versta veg, slakiði nú aðeins á. Að baki sumra ákvarðanna eru bara mannleg mistök.
Ég t.d. ætlaði að mæta á fundinn hjá SAFT í gær en bara gleymdi fundinum. ÆÆ, leiðinlegt að gleyma honum en engin annarleg sjónarmið.
Hafið það gott í dag.
Misskilningur skýrir fjarveruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2009 | 22:52
Kann ekki að koma orðum að því.
Til allra sem lesa bloggið mitt venjulega og líka hinna sem droppuðu hér inn alveg óvart.
Margir Akureyringar kannast við barna- og dúkku körfurnar sem Kristján blindi smíðaði. Nú er málið að ég er að leita að einhverjum sem tekur að sér að sauma utan um svona körfu. Bróðir minn var að kaupa svona til að eiga handa afkomendunum. Fyrsta barnabarnið hans er að fæðast nú í vor og því vantar okkur svona fljótlega. Ég kann ekki einu sinni að orða þetta rétt , kann þau bara ekki.
Þannig að ef einhver veit þá endilega látið mig vita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2009 | 19:16
Byssa æltuð börnum?????
Er ekki allt í lagi? Eru virkilega til byssur sem eru ætlaðar börnum?
Nú er ég alveg hætt að fatta.
11 ára drengur ákærður fyrir morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.2.2009 | 10:28
Á skíðum skemmti ég mér tra la la la
Góða skemmtun öll í fjallinu. Held það séu bara komnir óvenjumargir góðir helgardagar þar í vetur. Ég man þá tíð að skemmtilega veðrið var alltaf í miðri viku og þetta leiðinlega um helgar, þegar maður var í fríi. Var þetta virkilega svona eða eru bara minningarnar að stríða?
Ég verð niður í Norðurporti í dag, eins og venjulega um helgar. Er það markaður okkar Akureyringa. Staðsettur í Laufásgötu, þar sem Sjóbúðin var til húsa. www.norðurport.is fyrir þá sem vilja vita meira um starfssemina.
Um að gera að kíkja á okkur eftir skíðaferðina, gönguferðina, sundferðina, heimsóknina eða hvað það nú er sem þú ætlar að gera eftir hádegi í dag. Hlakka til að sjá ykkur.
Eigiði góðan dag í dag.
Á skíðum fyrir norðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 201581
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad