Leita í fréttum mbl.is

Kaffihús Moggabloggara á Akureyri

Bara að minn á kaffihúsið á morgun.

Kl. 16.00 á Karolínu í Listagilinu

Mér var lofað slatta af tertum svo það ættu allir að geta fengið eitthvað fyrir sig með kaffinu.

 

 Ég ætla að byrja daginn, eins og venjulega, á að vera í Norðurporti. Verð þar frá 11.00 - 16.00.

Þá taka Elspa og Margrét við borðinu mínu og klára daginn. Gott að eiga góða að.

Þið sem ekki hafið kíkt í Norðurport, endilega látið nú verða af því.

Ýmislegt verður í boði. Ég verð með ullarvörurnar. Þessa líka fínu, einföldu ódýru vettlinga, prjónaða úr léttlopa á aðeins kr. 1000. Nokkur sokkapör á ég.  Svo var ég að fá nýja vettlinga, útprjónaða ofboðslega fallega. Þeir verða auðvitað dýrari, enda prjónakonan mun lengur að prjóna þá.

Svo er ég með gramskassann. Þar er að finna notuð föt á gjafaprís. Aðeins þrjú verð: 200-500-1000. Vasabrotsbækurnar í tugatali aðeins kr. 100.-

Sjáumst öll

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Ég hef nú aldrei vitað að þessu Norðurporti, hvar er það staðsett og hvað er það.

Ásgerður

egvania, 27.2.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Anna Guðný

Ásgerður mín. Farðu inn á www.nordurport.is  og sjáðu hvað þetta er.

Anna Guðný , 27.2.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Anna Guðný

Vertu velkomin aftur í Norðurport og þá spjöllum við.

Anna Guðný , 28.2.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Þegar ég kem Norður ætla ég sko að kíkja á þetta norðurport er það eitthvað líkt kolaportinu Knúsý knús Óla

Ólöf Karlsdóttir, 28.2.2009 kl. 01:36

5 Smámynd: Anna Guðný

Já Ólöf. Þetta er Kola okkar norðanmanna. Mun minna að sniðum, auðvitað. Komast um 20 söluaðilar fyrir þar.Það opnaði um síðustu mánaðarmót á þessum stað en hafði verið í nokkru skipti fyrir jól í húsnæði við Glerártorg. Það er verið að byggja þetta upp hægt og bítandi. Góðir hlutir gerast hægt á Akureyri.

Hlakka til að sjá þig næst þegar þú kemur norður. Þá kíkir þú á mig.

Anna Guðný , 28.2.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 201269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband