Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Hvað er??????

Nýyrði sem ég sá fyrst eftir uppgöngu ísbjörns nr. 2.

Spurning dagsins er því:

 Hvað er kaffihúsanáttúruverndarsinni?

Endilega komið með ykkar hugmyndir

 


Að kvöldi 17.júní.

Þetta er búið að vera nokkuð merkilegur dagur.Vöknuðum um níuleytið og í tilefni dagsins fóru ég og þau yngri í bað(gerum það svona á tyllidögum).Wink Vorum því löngu til í slaginn þegar klukkan nálgaðist 13.00 og dagskráin átti að byrja í Lystigarðinum.Við lögðum bílnum  hjá Menntaskólanum og löbbuðum þaðan.  Nú er börnin mín orðin svo stór og ég hugsaði mér að nú væri fyrsta skipti sem ég þyrfti ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því að einhver týndist. En vitið menn. Þegar skrúðgangan byrjaði voru þau öll týnd.Ég hringdi í unglinginn og þá var hún búin að týna þeim líka og hún var sú eina af þeim með gemsa. Jæja við ákváðum að ég myndi bíða og hún færi fram fyrir og leitaði þar. Hún kom aftur og engin börn. Ég ákvað því að stytta mér leið og þar fann ég þau. Valkirjan alveg miður sín að vera  búin að týna mömmu. Við sprettum svo úr spori og náðum  að fylgja þeim síðustu. Það var ekkert gaman svo við ákváðum að stytta okkur leið og fórum niður kirkjutröppurnar. Það var frábær hugmynd.

Þarna erum við alveg á ná þeim.

P6170009

Enduðum svo inn í bæ í miðju fjörinu. Fullt af fólki og skemmtiatriði á sviði. Skátatívolíið á sínum stað með allskonar þrautum og hoppuköstulum. Mjög gaman fyrir krakkana. Fórum á kaffihús og fengum borð út við gluggann svo við gátum horft úr á lífið.

Þarna skoða þau auglýsingu í Eymundsson.

P6170011

 Hittum fullt af fólki sem við þekkjum. Hálfur bekkur valkirjunnar var þarna svo hún hafði nóg að gera. Hittum nokkra sem voru með okkur á Tenerife um daginn. Skrýtið að sjá þau á heimavelli. Krúttlegt að sjá Valkirjuna og Helgu Maríu knúsast. Þær voru svo ánægðar að sjá hvor aðra.

Ég labbaði svo upp í Menntaskóla eftir bílnum og smellti þá þessum rétt á meðan ég kastaði mæðinni í brekkunni.

 P6170014

 

P6170012

Eins og venjulega var borðað úti á þessum degi. Og urðu Hlöllabátar fyrir valinu. Gaurinn gæti lifað á þeim. Finnst þeir alveg æðislegir.

Alveg frábært hvað það er löng pása á milli dagsskrár að deginum og svo að kveldi. Það gefur þreyttum foreldrum tækifæri til að fara heim og slaka á og kíkja á fréttir og svona. Fékk svo símtal utan að sjó með fréttum að ísbirninum. Að hann eða réttara sagt hún væri dauð. Gott að engin slys urðu á fólki þar. Vonandi  erum við, fólkið í landinu búin að læra hvernig við eigum  að bregðast við svona löguðu, bara ekkert að vera að koma nálægt. Og svo er það stjórnvalda að setja upp einhverskonar plan yfir það sem snýr að þeim.

 Dagskráin í kvöld var alveg frábær. Sigríður Klingenberg var soltið spes en því áttum við nú von á. En hún var fín og höfðaði sýndist mér ágætlega til barnanna. Gunni og Felix eru nú alveg sér á báti. Eins og maður er búinn að horfa mikið á þá í gegnum tíðina. Á Stundina okkar, á videospólur og á flestum hátíðum hér norðan heiða.Svo söng unglingurinn meira að segja inn á eitt lag með Felix um árið. Marko Polo. Þar voru þau á deildinni hennar með.En aftur með hversu frábærir þeir eru.  Held að það sé best að orða þetta bara svona þó svo að ég drekki ekki. Þeir eru svona eins og gott rauðvín, verða bara betri með aldrinum. Krakkarnir þekkja þau öll. Eru svo fáir skemmtikraftar sem svo stór aldurshópur þekkir. Mér sýndist þeim öllum finnast þeir frábærir. Við mömmurnar stóðum svo á hliðarlínunni og fylgdust með.

Hvanndalsbræður stigu á stokk og skemmtu sér og öðrum eins og þeirra er vona og vísa. Bara flottir.

P6170021

Kvöldið endaði svo á þeim hátíðlega viðburði þegar nýstúdentar ganga  í bæinn. Alltaf jafnflott að sjá.

Börnin eru svo sofnuð núna með bros á vör. Mamman þó nokkrum þúsundköllunum fátækari eftir daginn en þá höfum við bara fisk oftar í matinn.

Góðar stundir

 

 


Frá henni Millu minni!

Fannst óþarfi að ég væri að búa til einhvern texta í sambandi við þetta og set því óbreyttan texta Millu bloggvinkonu á Húsavík hér inn.

Gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta

og aðeins meira ef það er það sem þarf. 

Fyrir svefninn.

Kæru landsmenn!
Fyrir svefninn að þessu sinni er
styrktarbeiðni til handa Andra Smárasyni!


Andri er 18 ára drengur sonur Smára Kárasonar og
Stefaníu Gylfadóttur í Breiðuvík á Tjörnesi.
Andri hefur í rúmt ár átt í hattrammri baráttu við
krabbamein.
Í dag standa málin þannig að Andri þarf að fara í
mergskiptingu til Svíþjóðar, og svo vel vill til að Sóley
systir hans er hinn rétti merggjafi.
Gert er ráð fyrir því að þau fari út í lok júní.
Ljóst er að þau þurfa að minnsta kosti þrjú að fara úr
fjölskyldunni út, vegna þessa. Búast má við að Andri og
móðir hans þurfi síðan að dvelja úti í 3 mánuði, allt eftir
hvernig meðferðin mun ganga.
Töluverður kostnaður er óhjákvæmilegur, sem fjölskyldan
er illa í stakk búin að mæta.
vegna þess hafa frænkur Andra, þær Sesselja Árnadóttir og
kolbrún Guðmundsdóttir opnað bankareikning til styrktar Andra
og fjölskyldu hans.
Reiknisnúmerið er 1153-15-201049
Kennitala        "   190267-5049.


Gaman að segja frá því að kvenfélagið Aldan á Tjörn stóð
fyrir styrktarkaffi í Sólvangi á sunnudaginn var sem sagt í gær,
og gekk það framar öllum vonum, öll innkoma gekk til Andra.
Söfnunarbaukar voru einnig á borðum.
Svona er þetta úti á landi þar sem allir þekkja alla,
þá er staðið þétt saman, en betur má ef duga skal.

Þess vegna kæru vinir og landsmenn allir, biðla ég til ykkar
styrkið þennan unga dreng, við höfum tekið okkur saman bloggarar
og það hefur verið komið af stað söfnunum fyrir fólk sem á um sárt að binda.
Svo núna er mikil þörf, gefum þessum unga manni, allt hjálpar.
Ég bið góðan guð að blessa Andra og fjölskyldu hans
og mun ég hafa hann í bænum mínum allar götur
.Heart


Hvar eru allir???

Ljósmæður flýja stéttina, sjúkraliðar flýja stéttina, kennarar flýja stéttina, leikskólakennarar flýja stéttina,  Örugglega fleiri sem flýja sína stétt en hvert fer allt þetta fólk. Er endalaust pláss í háskólum landsins? Er það ekki eini staðurinn sem mikið aðsókn er? Og færri komast að en vilja?

Bara að hugsa.


mbl.is Fjörutíu prósent ljósmæðra munu hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myrkfælni!

Var að lesa færslu hjá Tigercopper áðan þar sem margir tjáðu sig um myrkfælni. Var að hugsa um að commentera þar en vissi að það yrði svo langt að betra væri að skrifa bara sjálf. Málið er að ég var alveg óhugnarlega myrkfælin þegar ég var yngri. Það sem ég var hrædd í sveitinni t.d. að labba á milli bæja. Það var ekki eins hræðilegt að labba þangað eins og að labba heim.  Held að þetta hafi verið vegna þess að ég sá alltaf útiljósið þar á leið þangað en okkar útiljós var hinu megin við húsið. Þess vegna var leiðin löng þaðan og að landamerkjagirðingunni en þá var líka bara lækurinn eftir og ég var komin heim. Það eru ekki nema 100-200 metrar frá íbúðarhúsinu og suður að fjárhúsum en þetta voru margir kílómetrar í huga mínum ef ekki var ljós. En allt í þokkalegu lagi ef ljós var og ég tala nú ekki um ef einhver þessa heims stóð í dyrunum.

Þegar ég er sextán ára skellti ég mér á vertíð á Seyðisfjörð. Í Norðursíld. Það var alveg frábært að vera þar. Kynntist á fyrsta degi stelpum sem buðu mér að koma með í bíó um kvöldið og allt gott um allt fólkið að segja. En mikið hrikalega var ég myrkfælin. Ég fékk herbergi innst á ganginum við hliðina á draugaherberginum og það var ekki auðvelt að sofna á kvöldin. Samt voru tveir menn sem voru þarna innst á ganginum líka, annar ská  á móti og hinn á móti.  Það hefðu örugglega einhverjir viljað vera fluga á vegg þarna í herberginu mínu þegar ég var að fara að sofa á kvöldin. Ég liggjandi í rúminu, stjörf af hræðslu, með opin augu (þorði ekki að loka þeim) og taldi kindur. Alveg ótrúlegt að ég skildi yfirleitt hafa getað sofnað.

En ég var svo heppin að fremst á ganginum var hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi. Þar bjó stelpa sem var að vinna með mér. Hún var hálf myrkfælin líka og því bauð hún mér að sofa þar hjá sér. Nóg pláss í rúminu.  Ég man ekki núna hversu oft ég svaf þar en allavega nokkuð oft. Og svaf auðvitað mun betur en í mínu herbergi. Seinna komst ég að því að þessi stelpa væri lesbía. Jahérna, ég hafði sem sagt sofið hjá lesbíu um veturinn. En tek það fram að hún kom alltaf 100% vel fram við mig og aldrei sýndi hún mér neitt sem gaf þetta til kynna. Þannig að takk fyrir það B.

En áfram með myrkfælnina. Þarna um veturinn komst ég að því að ég yrði bara að gera eitthvað í málunum. Það væri ekki hægt að ferðast um landið með þennan böggul. Einhvernvegin tókst mér að sálgreina sjálfa mig og eftir þennan vetur leið mér mun betur. Enn þann dag í dag er ég svona smá en miklu minna og á allt annan hátt.

Endilega komið með fleiri sögur.

Góða nótt og eigiði ljúfa drauma.


BNA vs. Danmörk

Skil ekki alveg hvernig dómstóll getur leyft eitthvað á einkalandi. En annað sem ég var að pæla í og það er munurinn á kananum og dananum. Nei,flott það rímar.Þetta bara einfaldlega hlýtur að fækka bandarískum ferðamönnum til Danmerkur. Sjáiði ekki fyrir fólkið sem má ekki sjást bert að ofan heima hjá sér mæta á nektaströndina í Danmörku. En svo er annað í bandaríkjunum var bara talað um bert að ofan. Hvað gerist ef einhver mætir í bol einum fata?

Væri ekki rétt að fara milliveginn?


mbl.is Mega vera berrössuð á dönskum baðströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá!!!!


Ráða þá í verkið í hvelli!!

Frábært að heyra þetta. Ætli þeir séu nógu fjölmennir til að taka að sér gæsluna á þessum tjaldstæðum? Það hlýtur að fylgja, eða var ég að misskilja eitthvað?
mbl.is SUS mótmælir aldurstakmarki á útihátíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki!

Ég hef verið ansi gjörn á það í gegnum tíðina að reyna að skilja og jafnvel dæma ekki gerendur í ýmsum málum. Kannski ekki í svona alvarlegum heldur meira þegar um einelti er að ræða og vitleysisgangur hjá unglingum. Hef oft komist að því að fortíð og æska var hörmuleg og þar kemur oft skýring á gjörðum á fullorðinsárum. Ekki afsökun, heldur skýring. En þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu með dómstóla. ég get með engu móti skilið rökin í þessum dómi. Ég er ekkert að segja að þessi maður sé slæmur, veit ekki hver hann er. Og vonandi sér hann eftir þessu og getur haldið sér edrú. Eflaust hefði hann aldrei gert þetta fullur.En það er engin afsökun og kemur þessu bara ekki við. Hann hlýtur að eiga að bera ábyrgð á hegðun sinni. Að sparka í liggjandi mann hefur hingað til verið merki um algjöran aumingjaskap og hvað þá ef það er konan þín og það gerist á heimili ykkar.Getur einhver skýrt út fyrir mér hvað dómararnir hafa verið að hugsa? Vildi óska að ég skildi það. Ætli skaðabæturnar dugi fyrir sálfræðikostnaði? Væri gaman að vita líka.
mbl.is Réðist á sambýliskonu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband