Leita í fréttum mbl.is

Myrkfælni!

Var að lesa færslu hjá Tigercopper áðan þar sem margir tjáðu sig um myrkfælni. Var að hugsa um að commentera þar en vissi að það yrði svo langt að betra væri að skrifa bara sjálf. Málið er að ég var alveg óhugnarlega myrkfælin þegar ég var yngri. Það sem ég var hrædd í sveitinni t.d. að labba á milli bæja. Það var ekki eins hræðilegt að labba þangað eins og að labba heim.  Held að þetta hafi verið vegna þess að ég sá alltaf útiljósið þar á leið þangað en okkar útiljós var hinu megin við húsið. Þess vegna var leiðin löng þaðan og að landamerkjagirðingunni en þá var líka bara lækurinn eftir og ég var komin heim. Það eru ekki nema 100-200 metrar frá íbúðarhúsinu og suður að fjárhúsum en þetta voru margir kílómetrar í huga mínum ef ekki var ljós. En allt í þokkalegu lagi ef ljós var og ég tala nú ekki um ef einhver þessa heims stóð í dyrunum.

Þegar ég er sextán ára skellti ég mér á vertíð á Seyðisfjörð. Í Norðursíld. Það var alveg frábært að vera þar. Kynntist á fyrsta degi stelpum sem buðu mér að koma með í bíó um kvöldið og allt gott um allt fólkið að segja. En mikið hrikalega var ég myrkfælin. Ég fékk herbergi innst á ganginum við hliðina á draugaherberginum og það var ekki auðvelt að sofna á kvöldin. Samt voru tveir menn sem voru þarna innst á ganginum líka, annar ská  á móti og hinn á móti.  Það hefðu örugglega einhverjir viljað vera fluga á vegg þarna í herberginu mínu þegar ég var að fara að sofa á kvöldin. Ég liggjandi í rúminu, stjörf af hræðslu, með opin augu (þorði ekki að loka þeim) og taldi kindur. Alveg ótrúlegt að ég skildi yfirleitt hafa getað sofnað.

En ég var svo heppin að fremst á ganginum var hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi. Þar bjó stelpa sem var að vinna með mér. Hún var hálf myrkfælin líka og því bauð hún mér að sofa þar hjá sér. Nóg pláss í rúminu.  Ég man ekki núna hversu oft ég svaf þar en allavega nokkuð oft. Og svaf auðvitað mun betur en í mínu herbergi. Seinna komst ég að því að þessi stelpa væri lesbía. Jahérna, ég hafði sem sagt sofið hjá lesbíu um veturinn. En tek það fram að hún kom alltaf 100% vel fram við mig og aldrei sýndi hún mér neitt sem gaf þetta til kynna. Þannig að takk fyrir það B.

En áfram með myrkfælnina. Þarna um veturinn komst ég að því að ég yrði bara að gera eitthvað í málunum. Það væri ekki hægt að ferðast um landið með þennan böggul. Einhvernvegin tókst mér að sálgreina sjálfa mig og eftir þennan vetur leið mér mun betur. Enn þann dag í dag er ég svona smá en miklu minna og á allt annan hátt.

Endilega komið með fleiri sögur.

Góða nótt og eigiði ljúfa drauma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Mín saga fór inn hjá  Tigercopper svo þannig er það nú. En ég var nú ekki oft myrkfælin en þá frekar ef enginnannar var það. Furðulegt sko. Ef einhver var smeikur sem var með þá var ég oki en annars gat manni liðið illa. Litli gaurinn minn á pínu erfitt sturndum og þá ekki endilega í myrkri sko því hann sofnar alveg einn í myrkri og þannig. En þetta er svo erfitt að útskýra. Eins og innilokunnarkennd.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 15.6.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Laus við mykfælni

Kveðja frá Als 

Guðrún Þorleifs, 16.6.2008 kl. 06:21

3 Smámynd: Renata

Laus við myrkfælni

á meðan maðurinn minn er í húsinu

Ég er svo mikið raunsýn manneskja að ég neita trúa á drauga, samt sem áður ég er voða lítil í myrkri alein

Renata, 16.6.2008 kl. 10:09

4 Smámynd: Anna Guðný

Já Renata, ég er líka allt í lagi þegar maðurinn minn er heima

En hann er það mikið í burtu.

En fróðlegt að heyra að vera lítil í myrkri en samt ekki trúa á drauga.

Hvað er það þá? Væri gaman að heyra

Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 10:42

5 Smámynd: Renata

hugsanlega er vondur karl á bak við hurð í myrkrinu, sem reynir að eyðileggja það sem við eigum

Renata, 16.6.2008 kl. 20:02

6 identicon

Þegar ég var í heimavistarskóla þá átti ég vinkonu sem sagði okkur herbergisfélögunum endalaust draugasögur að heiman. Ég man hvað ég öfundaði þessa stelpu af því að það væri svona fjörugt heima hjá henni því það voru engir draugar heima hjá mér enda var aldrei talað um framliðið fólk svo að ég mundi eftir.

Ég hafði meiri áhyggjur af huldufólkinu í klettunum sem var neðan við hænsakofann en hann stóð alveg við sjóinn og ég var hænsahirðirinn á meðan ég var heima við sem barn. Ég passaði mig alltaf að fara það snemma í hænsakofan á kvöldinn að það væri ekki farið að skyggja en stundum var orðið dimmt og þá þorði ég varla að anda á milli húsanna.

Þegar ég fór síðan sem fullorðinn einstaklingur að keyra fjallveg þar sem eru til margar góðar draugasögur,  þá fannst mér það erfitt fyrst og var aðeins að hugsa um þetta, en svo fór ég að hugsa um að þetta væri nú meira, af hverju ætti að frekar að vera eitthvað á sveimi í myrkri frekar en í björtu. Ég held að ég hafi losnað við óttann eftir aðra ferðina mína einsömul í þoku og myrkri en mér fannst leiðin löng í það skiptið. Hef ekki fundið til þess síðan að fara fjallvegi í hvernig veðri sem er hvort sem það er sumar eða vetur, bjart eða dimmt.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:08

7 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir frábær viðbrögð stelpur

Renata: Einmitt, man eftir þessu. Og svo tók ég sálfræðina á þetta og reyndi að koma ínn í hausinn á mér: Ef þeir ætluðu að gera eitthvað væru þeir búnir að hafa svo mörg tækifæri til þess að þeir hlytur að vera búnir að því.

Jónína: Takk fyrir frábæra sögu. Fóru þið aldrei í andaglas? Það ferðum við og váá maður.  Ef Magga var ekki með, þá gerðist ekkert en ef Magga var með já takk.

Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 21:35

8 Smámynd: Anna Guðný

Ég veit Rolf, þú ert rammgöldróttur.

Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 22:06

9 identicon

Jú, jú við fórum í andaglas það var ótrúlegt hvað svona ungir krakkar kunnu á þessa hluti t.d það að teikna upp blaðið til þess að fara í andaglas. Ég hætti því samt eftir að ég var 16 ára þegar ég og vinkona fórum bara tvær í andaglas og andinn í glasinu sagðist vera bróðir minn sem þá var nýdáinn. Já maður var nú ekki að spá í að þetta væri eitthvað hættulegt eða ætti bara alls ekki að vera að fikta við þetta.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 201287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband