Færsluflokkur: Bloggar
8.10.2008 | 17:27
Er pollróleg!
Einfalt mál: Það hlaut að koma að þessu. Það sem fer upp, kemur niður aftur. Það er fullt af fólki sem er búið að bíða eftir að eitthvað svona gerðist. Íslendingar geta auðvitað ekki gert þetta, frekar en annað, á svona venjulegan hátt, ef hægt er að kalla venjulegt (mig vantar orð þarna)
Ef þið sjáið fyrir ykkur matarboð. Miklar kræsingar á borðum. Fulltrúar vestrænna þjóða sitja saman við borðið , borða góðan mat og drekka borðvín með matnum. Einn og einn fær sér koníak með kaffinu. En ekki íslendingar, nei. Íslendingar keyptu upp brennivínslagerinn og duttu aldeilis í´ða. Ekki bara fulltrúarnir á svæðinu , heldur komst sauðsvartur almúginn í dreggjarnar og bruðlaði út og suður. Einn og einn fékk sér ekki einu sinni borðvín, en allt lítur út fyrir að þeir fáu þurfi að borga jafnt í þynnkunni. Og þið getið rétt ímyndað ykkur hvort það sé einhver stigsmunur á timburmönnunum.
Nú er stóra spurningin sem allir verða að spyrja sig, ætlum við að draga einhvern lærdóm af þessu öllu?
Ég hef heyrt að það séu kannski 20-30 manns sem sáu um að eyða þessum óheyrilegum upphæðum erlendis og sumir vilja endilega hegna þeim. Ég held að þeir séu nú þegar komnir í slæm mál. Kannski ekki peningalega en að öðru leyti.
Nú höfum við val, við höfum alltaf val.
Eigum við að eyða orku okkar í að óskapast yfir öllu þessu, eða
eigum við að virkja orku okkar á jákvæðan hátt og aðstoða þá sem á hjálp þurfa að halda?
Það er svo margt sem við getum gert. Og það kostar ekki allt peninga. Við getum farið í heimsókn, boðið fólki á göngu, spjallað við það og það sem meira er , hlustað. Það er fullt af fólki sem þarf á okkur hinum að halda.
Hafið það gott í dag.
![]() |
Bæjarstjórn Akureyrar róar íbúana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.10.2008 | 14:43
Léttmeti!
,, Hefðurðu heyrt að stjórinn sé dáinn"?
Já!, ég sá það í dánartilkynningum, en hver dó annar með honum?"
,,Af hverju heldurðu það"?
,, Í tilkynningunni stóð að með honum hafi horfið á braut einn allra færast maður fyrirtækisins."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 09:56
Sá hlær best sem.....
Einu sinni var gömul kona, sterk í trúnni, sem gekk í gegnum erfiða tíma. Hún var bænheit og lofaði sinn guð á hverjum degi.
Eitt sinn þegar matarleysið hafði hrjáð hana of lengi lagðist hún á bæn og bað guð um að bjarga sér um smá síðubita og mjölpoka, hún væri svo hræðilega svöng.
Illkvittni, og jafnframt ríkasti maðurinn í þorpinu átti leið framhjá koti kerlingar og heyrði bænataut gömlu konunnar og skaut niður hugmynd í kollinn á honum að hrekkja nú gömlu smá. Fór hann og keypti síðubita og mjölpoka og lét góssið síga niður um strompinn.
Lá hann svo á hleri og beið. Þegar sú gamla uppgötvaði herlegheitin í arni sínum hrópaði hún upp yfir sig og lofaði Drottinn í bak og fyrir. Hljóp síðan niður að torgi þorpsins og leyfði öllum sem heyra vildu um sendinguna frá guði.
Þá hljóp sá illkvittni fram og hlakkaði í honum þegar hann greindi þorpsbúum , og gömlu konunni frá því að það hefði verið hann, en ekki guð sem lét kjetið og mjölið síga niður í arinstæðið.
Svo hló hann hátt að einfeldni konunnar og allir þorpsbúar með. Gamla konan snéri sér hægt við, leit yfir mannskapinn og sagði:
Má vera að Skrattinn hafi verið sendillinn... en það var samt guð sem gaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2008 | 09:29
Hverjir eru á bak við Fjármálaeftirlitið?
![]() |
FME stýrir Landsbankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.10.2008 | 17:50
Hvernig er þetta hægt?
Getur einhver útskýrt fyrir mér, hvernig hlutabréfin í þessu blessaða fyrirtæki geta endalaust lækkað og lækkað? Fara þau aldrei í núll?
![]() |
DeCode lækkar um rúm 33% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2008 | 15:08
Aðeins of fljót á mér.
Þær eru víst enn, blessaðar. Hinar hafa trúlega bara verið í heimsókn og voru á leið heim aftur.
En skildu þær hafa skilið selinn eftir?
![]() |
Enn andarnefjur á Pollinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 13:18
Þetta var bara fínt.
Það er búið að vera alveg meiriháttar að hafa þessar andanefjar hérna á pollinu. Eiginlega alveg einstök aðstaða til að fylgjast með þeim. Stundum fylgdu þeir manni eftir á leið frá Höefnersbryggju og að Torfunesbryggjunni.
Valkirjan mín fór með bekknum sínum í ferð á Húna II um síðustu helgi til að skoða. Ég var því miður ekki með, hefði verið frábært. En þau hafa hitt á síðasta daginn þeirra hérna, því þeir fóru svo á sunnudeginum.
Svo eigum við eftir að fá einhverja gesti í vetur. En ég er sammála þeim sem skrifar fréttina, enga í ísbirni, takk.
![]() |
Komu gervihnattarmerki í andarnefju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 09:52
Eigendur, stjórnendur, forsvarsmenn!!!
Eru sem sagt Kaupþings og Landsbankamenn farnir að stjórna Glitni? Í gegnum Seðlabankann? Vill svo bara Seðlabankinn hætta við núna? Af hverju? Getur verið að þetta hafi verið fljótfærni hjá þeim? En það sem meira er, er ég að skilja þetta rétt?
Annars bara góð
Eigiði ljúfan dag, það ætla ég að gera.
![]() |
Eigendur Glitnis ekki með í ráðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
-
alberta
-
amsa
-
anitabjork
-
annambragadottir
-
arniarna
-
atvinnulaus
-
dagny65
-
baldher
-
bestalitla
-
binnag
-
daggardropinn
-
drum
-
duna54
-
egillsv
-
godinn
-
gunnurr
-
frost
-
heidathord
-
himmalingur
-
hk
-
ingabaldurs
-
jakobk
-
jeg
-
jodua
-
jokapje
-
jonaa
-
juljul
-
kafteinninn
-
krummasnill
-
landsveit
-
lauola
-
ljosmyndarinn
-
maggatrausta
-
magnolie
-
neytendatalsmadur
-
mammann
-
osland
-
rannug
-
ringarinn
-
roslin
-
sifjan
-
58
-
snjokall
-
strumpurinn
-
tara
-
topplistinn
-
ziggi
-
zeriaph
-
vala
-
vogin
-
jona-maria
-
kolbrunj
-
gattin
-
gledibankinn
-
robertb
-
bjarnijonsson
-
ernadua
-
curvychic
-
gillimann
-
minos
-
hordurj
-
naflaskodun
-
joklamus
-
vallyskulad