Leita í fréttum mbl.is

Er pollróleg!

Einfalt mál: Það hlaut að koma að þessu. Það sem fer upp, kemur niður aftur. Það er fullt af fólki sem er búið að bíða eftir að eitthvað svona gerðist. Íslendingar geta auðvitað ekki gert þetta, frekar en annað, á svona venjulegan hátt, ef hægt er að kalla venjulegt (mig vantar orð þarna)

Ef þið sjáið fyrir ykkur matarboð. Miklar kræsingar á borðum. Fulltrúar vestrænna þjóða sitja saman við borðið , borða góðan mat og drekka borðvín með matnum.  Einn og einn fær sér koníak með kaffinu. En ekki íslendingar, nei. Íslendingar keyptu upp brennivínslagerinn og duttu aldeilis í´ða. Ekki bara fulltrúarnir á svæðinu , heldur komst sauðsvartur almúginn í dreggjarnar og bruðlaði út og suður. Einn og einn fékk sér ekki einu sinni borðvín, en allt lítur út fyrir að þeir fáu þurfi að borga jafnt í þynnkunni.  Og þið getið rétt  ímyndað ykkur hvort það sé einhver stigsmunur á timburmönnunum.

Nú er stóra spurningin sem allir verða að spyrja sig, ætlum við að draga einhvern lærdóm af þessu öllu?

Ég hef heyrt að það séu kannski 20-30 manns sem sáu um að eyða þessum óheyrilegum upphæðum erlendis og sumir vilja endilega hegna þeim. Ég held að þeir séu nú þegar komnir í slæm mál. Kannski ekki peningalega en að öðru leyti. 

Nú höfum við val, við höfum alltaf val.

Eigum við að  eyða orku okkar í að óskapast yfir öllu þessu, eða

eigum við að virkja orku okkar á jákvæðan hátt og aðstoða þá sem á hjálp þurfa að halda?

Það er svo margt sem við getum gert. Og það kostar ekki allt peninga. Við getum farið í heimsókn, boðið fólki á göngu, spjallað við það og það sem meira er , hlustað. Það er fullt af fólki sem þarf á okkur hinum að halda.

Hafið það gott í dag.

 


mbl.is Bæjarstjórn Akureyrar róar íbúana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Innlitskveðja og góðar óskir

Guðrún Þorleifs, 8.10.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir það Guðrún mín, við þurfum á öllu því að halda.

Anna Guðný , 8.10.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tek undir þetta með þér!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Knús til þín...gott mál.

Júlíus Garðar Júlíusson, 8.10.2008 kl. 21:05

5 identicon

já heyr heyr þetta líkar mer . Eg er ákveðin í að sofa rótt, ef eg missi mína peninga þá það, ætli maður lifi ekki áfram. Svo sjáumst við í sundi í fyrramálið ,ljúfust.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:18

6 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 9.10.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 201272

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband