Leita í fréttum mbl.is

Sá hlær best sem.....

Einu sinni var gömul kona, sterk í trúnni, sem gekk í gegnum erfiða tíma.  Hún  var bænheit og lofaði sinn guð á hverjum degi.
Eitt sinn þegar matarleysið hafði hrjáð hana of lengi lagðist hún á bæn og bað guð um að bjarga sér um smá síðubita og mjölpoka, hún væri svo hræðilega svöng.

Illkvittni, og jafnframt ríkasti maðurinn í þorpinu átti leið framhjá koti kerlingar og heyrði bænataut gömlu konunnar og skaut niður hugmynd í kollinn á honum að hrekkja nú gömlu smá.  Fór hann og keypti síðubita og mjölpoka og lét góssið síga niður um strompinn.

Lá hann svo á hleri og beið.  Þegar sú gamla uppgötvaði herlegheitin í arni sínum hrópaði hún upp yfir sig og lofaði Drottinn í bak og fyrir.  Hljóp síðan niður að torgi þorpsins og leyfði öllum sem heyra vildu um sendinguna frá guði.

Þá hljóp sá illkvittni fram og hlakkaði í honum þegar hann greindi þorpsbúum , og gömlu konunni frá því að það hefði verið hann, en ekki guð sem lét kjetið og mjölið síga niður í arinstæðið.

Svo hló hann hátt að einfeldni konunnar og allir þorpsbúar með.  Gamla konan snéri sér hægt við, leit yfir mannskapinn og sagði:

Má vera að Skrattinn hafi verið sendillinn... en það var samt guð sem gaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Hahaha snilld.

Knús inní daginn ljúfan mín

Helga skjol, 7.10.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Dunni

Skemmtileg frásögn og fóð fílósófía hjá gömlu konunni.

Dunni, 10.10.2008 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband