Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Reyndi að stinga lögguna af!

Ekki í alvöru, bara brandari.

 

Bíll keyrir á 120 km/klst á svæði þar sem 50 km/klst var hámarkshraði og keyrir fram hjá löggu. Löggan fer að sjálfsögðu á eftir honum.  Bílstjórinn vissi að þetta yrði mjög há sekt og ákveður því að reyna að stinga lögguna af.  Hann eykur hraðan í 130, 140, 150 og ljósin eru þarna enn.  Að lokum er hann komin í 180 km/ klst og löggan hefur nálgast hann.  Hann gefst því upp.

Þegar löggan kemur að bílnum er hún alveg brjálaður og hreytir í hann, „Af hverju í veröldinni keyrðirðu svona hratt?“
„Jú“, segir hann,“konan mín hljópst á brott með löggu í seinustu viku“
„OG HVAÐ MEÐ ÞAГ, öskrar löggan á hann
„Ég hélt að þú værir að reyna að skila henni“, segir ökumaðurinn þá.


Brjálað kynlíf.

Þennan fann ég inn á síðunni hennar Renötu bloggvinkonu minni og held að hann sé fínn út í sunnudaginn.

 

þessi er of góður til að opinberbera það ekki:

Fullorðin hjón voru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmælið sitt á lítilli sveitakrá nálægt heimilinu sínu.

Eiginmaðurinn hallaði sér upp að frúnni og sagði: Manstu eftir því þegar við elskuðumst í fyrsta skipti fyrir rúmlega 50 árum ?

“Þú studdir þig upp við girðinguna og ég tók þig aftan frá.”

Já ég man þetta vel segir konan með dreymnum svip og brosir við bónda sínum.

Hvernig væri að endurtaka þetta ? Bara svona upp á gamla tímann . Girðingin er hérna rétt hjá ?

Ooooooohhhhh , Stebbi …. segir frúin feimin, þú littli skratti…. Mér finnst þetta frábær hugmynd.

Maðurinn við næsta borð heyrði á tal hjónanna og trúði varla sínum eigin eyrum . Hann ætlaði sko ekki að miss af þessu og elti þau út.

Gömlu hjónin lölluðu af stað með stafina sína og hölluðu sér hvort upp að öðru til að fá betri stuðning.

Þegar þau komu að girðingunni, lyfti sú gamla pilsinu og smeygði sér úr naríunum og sá gamli lét sínar buxur sömuleiðis falla. Um leið og frúin hallaði sér upp að girðingunni , laumaði karlinn sér inn að aftanverðu.

Skyndilega upphófust einhverjar fjörlegustu og kraftmestu samfarir sem maðurinn hafði nokkru sinni orðið vitni að. Gömlu hjónin hristust og skulfu og létu eins og brjálæðingar upp við girðinguna og héldu þannig áfram í rúmlega 40 mínútur. Konan ákallaði guð og sá gamli hékk aftan á henni eins og það væri hans síðasta. Skyndilega var eins og allur vindur væri úr þeim og þau féllu niður í grasið.

Maðurinn sem varð vitni að þessu starði næstum úr sér augun. Honum varð hugsað til foreldra sinna, hvort þeir stunduðu enn svona villt og galið kynlíf.

Hann átti bágt með að trúa því.

Þegar kynlífsparið hafði legið í þrjátíu mínútur í grasinu til að jafna sig , risu þau gömlu á lappir og komu flíkunum í réttar skorður.

Ég verð að spyrja þann gamla hvernig hann fór að þessu , sagði sá ungi með sjálfum sér. Þau voru eins og miðnæturhraðlest! Gjörssamlega óstöðvandi.

Þegar gömlu hjónin gegnu fram hjá manninum sagði hann. Þetta var ekkert smáræði. Þið hljótið að hafa verið að í 40 mínútur. Hvernig fóruð þið að þessu ??? Er það kannski leyndarmál ?

Nei sko það er ekki leyndarmál sagði gamli maðurinn og ranghvolfdi augunum…. nema hvað að fyrir 50 árum var þetta ekki ramagnsgirðing!!

 


Glæsilegt!!

Frábært framtak þeirra aðila sem standa að Akureyrarvökunni að heiðra þá. Hlakka til að sjá það. Þetta "sprikl" handboltamannanna okkar hefur orðið til þess að meira að segja gaurinn minn er tilbúinn að prófa að æfa handbolta. Og ef hann er tilbúinn, hvað eru þá margir aðrir strákar í landinu sem hafa ekki fundið sig í neinni íþróttagrein tilbúnir að prófa?

Svo sérstakt að ég hef fylgst með Sverre nánast frá því hann var smápolli. Ekki vegna þess að hann hafi verið eitthvað öðruvísi. Heldur hefur mér alltaf fundist mamma hans svo glæsileg og flott kona. Gat bent(ok ég veit,ljótt að benda en þetta var jákvætt meint) börnunum mínum á hana í gær og sagt: Þetta er sko mamma Sverre.

Jæja, best að drífa sig í bæinn og reyna að gera eitthvað gagn. Veit ekkert hvað ég verð látin gera en það kemur í ljós. Verð allavega í nánd við Binnubúð. Þannig að ef þið erum á vappi, endilega kíkjið á mig.

Gleðilega hátíð Akureyringar


mbl.is Silfurliðið heiðrað í Gilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins komin í tölu alvöru bloggara.

Það er búið að klukka mig. 

Takk elsku Jóna mín að verða til þess að ég hljóti þessa upphefð.

 

 


Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

  • Esso Motor Hotel
  • Hótel Saga
  • Sjallinn 
  • Útgerðarfélag Akureyrar

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á

  • Mamma Mia
  • Shall we dance? 
  • The Notebook 
  • Tommy

Fjórir staðir sem ég hef búið á

  • Reykjavík
  • Akureyri 
  • Södertälje Svíþjóð 
  • Ísafjörður
  • Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
  • C.S.I
  • Lost case
  • Ameican Idol
  • Amacing race

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  • Grikkland
  • Hringinn um Ísland
  • Ungverjaland
  • Litháen

 

 

  • Fernt sem ég held uppá matarkynns
  •  Lambakjöt
  • Kjúklingur margskonar
  • Þorskur í ýmsu formi
  • Hagebuffið hennar Fríðu frænku

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

  • Dagbók Önnu Frank
  • Ástarsögur í vasabroti fyrir svefninn 
  • Súpa fyrir sálina
  • Les helst ekki bækur oftar en 1x
Fjórir bloggarar sem ég klukka  
  • Unnur María
  • Helga Skjól
  • Renata
  • Hrafnhildur

 

Góða skemmtun stelpur.       


Byrjar ballið!

Þó svo að við, hérna fyrir norðan, séum ekki að fá þessa sendingu í kvöld, þá er það samt staðreynd að haustið er komið með öllum sínum lægðum. Er svei mér að hugsa um að vera fyrirhyggjusöm í ár og fjarlægja allt þett lauslega áður en skellurinn kemur hér. Fínu garðhúsgögnin sem fjárfest var í í vor og komið hafa af miklum og góðum notum í sumar. Heilu afmælisveislurnar haldnar að miklu leyti á svölunum. Það er kominn tími á að setja þau í geymslu.

Með von um alvöru vetur í vetur.


mbl.is Fólk hvatt til að gera óveðursráðstafanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru þá Stelpurnar okkar!!

Frábært hjá ykkur stelpur. Þetta endar með að ég fari að fylgjast með boltaíþrótt.
mbl.is Íslenskur sigur á Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru bara hræddir við Jenný Önnu okkar.

Þeir hafa séð myndina af henni og vitað strax að hún hefði þetta , þyrfti enga keppni. Ég sem var farin að hlakka til að taka þátt á kosningunni.Devil Whistling LoL
mbl.is Ekki keppt í nunnufegurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er meira fyrir silfrið!

Til hamingju strákar. Glæsilegur árangur. Er þá þjóðhátíð á miðvikudag?
mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta líkar mér.

Mikið er ég ánægð að heyra þetta. Held að það séu margir gullmolarnir sem við eigum eftir að sjá í vetur. Mér finnst svo gaman þegar ég get sest niður með börnunum og horft á eitthvað sem öllum finnst skemmtilegt. Mjög sjaldan sem það gerist.

 


mbl.is Gömul skaup snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann átti heima þarna á undan.

 Hann er ættaður úr Grafarholtinu , blessaður og svo kemur maðurinn og yfirtekur ættaróðalið.

En er það ekki tilfellið? Hvað er langt síðan var byggt þarna? Varla mörg ár?


mbl.is Minkur skoðar menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband