Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
29.11.2008 | 01:03
Vísnagátur
Var ekki komin tími á eins og tvær gátur?
Þverhnípt fjall við fjörð ég stend
Fleyg eru smádýr við mig kennd
Hluti af deild í háskóla
haft um keppnisáfanga.
Höfð er ég fyrir höfuðstað
Höfuðlausn minn fóstri kvað
Umgirt virki og varðturnum
Vegleg kirkja í álfheimum.
Lausnina set ég inn annað kvöld
Góða nótt elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.11.2008 | 23:11
Hvernig höfum við það í dag?
Erum við eitthvað að hressast? Svona spurningar fara alveg óskaplega í taugarnar á mér. En ég veit samt að ég hef notað þær stundum. Auðvitað á að tala af virðingu við sjúklinga, bara eins og við annað fólk. Sé svo sem ekki að sjúklingar eigi rétt á einhverri meiri virðingu en annað fólk.
Þarna gildir bara: Að vera við aðra eins og maður vill að þeir séu við mig.
Ekki segja vinan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.11.2008 | 23:05
Leita langt yfir skammt.
Það er nú gott að heyra að ástandið í hans landi er svo gott að ekki þurfi að eyða miklum tíma þar. Með fullri virðingu fyrir hvölum, styð alveg að þeir hvalir sem eru drepnir ( af hvað ástæðu sem það svo er) sé drepnir á eins mannúðlegan hátt og hægt er.
Er bara að hugsa upphátt hérna
Tutu berst gegn hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 16:23
Í algjöru uppáhaldi.
Þetta er lagið sem ég fæ alltaf gæsahúð af að hlusta á. Sama hversu oft ég hlusta á það. Þessi tvö eru algjörlega í uppáhaldi hjá mér sem flytendur en svo eru Óskar Péturs og Þórhildur frænka mín Örvars líka rosa flott en ég á það bara á cd.
Njótið vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2008 | 14:21
Þroskamerki eða bara aldurinn að færast yfir.
Það eru nú ekki svo mörg ár síðan mér fannst frábært að vesenast í ófærð og vitlausu veðri. Allavega er minningin svoleiðis núna.
Í dag er öldin önnur. Ég er svo guðslifandi fegin (þegar ég les svona fréttir) að ég þurfi ekki að fara út á morgnana. Vinka bara í börnin og ræð svo hvað ég geri eftir það.
Hafið það gott í sköflunum
Slæmt ferðaveður á norðanverðu landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 23:20
Mig dreymdi draum.
Ekki ég að vísu sjálf en stelpuna mína dreymdi draum um daginn sem margir eru búnir að vera að pæla í. Nú er málið á þessu heimili að stundum er einfaldlega ekki tími til að borða hafragrautinn á morgnana. Það eru allir að segja frá draumunum sínum. Þetta eru heilu sögurnar, sérstaklega hjá gaurnum. En í þetta skipti var það valkirjan.
Persónur í draumnum eru: Hún sjálf, stóra systir, stóri bróðir, Hákon og Birgitta eða Berglind, hún mundi ekki hvor. En þau þrjú eru bekkjarsystkin hennar.
Davíð Oddson er dáinn, en samt var hann með í draumnum. Hann dó svona 198og eitthvað. Hákon var með það á hreinu en mundi ekki alveg hvaða ár. Þau voru stödd fyrir utan stofugluggann hjá Davíð og voru að kíkja á gluggann. Davíð var þar inni og hann var rosalega reiður. Hann var svo reiður að augun voru rauð. Og líka í hundinum. Hann var líka með rauð augu. Hundurinn var lítill, minni en Arabia okkar. Svo lítill að ekkert mál var fyrir hana, 7.ára, að halda á henni. Þau stóðu þarna saman fyrir utan gluggann og horfðu inn. Þegar Davíð sá þau og varð reiður, kom hann svo út og ætlaði að ná þeim. Þau flýðu í gegnum garðinn og yfir smá hól og földu sig hinu megin. Davíð sleppti reiða hundinum sem kom að leita að þeim. Hann fann þau og kom til þeirra og þau náðu honum og héldu fast svo hann næði ekki að bíta þau og klóra.
Það eru ekki allir draumar barnanna svona skýrir en nú ætla ég að grafa upp upptökutækið mitt. Þessu verður að fara að halda til haga.
Það er sem sagt mikið fjör á næturnar á þessu heimili líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2008 | 23:35
Rúnar eff flottur í Danmörku
Rúnar eff, Akureyringurinn knái er að gera það gott í Allstars keppninni. Mér skilst á Hófý systur hans að þeir séu komnir í úrslit. Hvernig væri að sýna stundum eitthvað nær okkur en Bandaríkin. Skelli inn einu videói. Finnst þetta flottur flutningur.
Þetta video í víst ekki í boði lengur, kann ekki að taka það út.
Set hér inn annað sem hann syngur og Erna syngur með honum.
Allt öðruvísi en ofboðslega finnst mér það nú fallegt.
Bloggar | Breytt 27.11.2008 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
24.11.2008 | 12:38
Helga María 1.árs.
Krúttboltinn hún Helga María frænka mín 1. árs í dag. Til hamingju með daginn stóra stelpa. Við fórum í kaffi til hennar í gær.
Situr hér með stóra bróður og frænda að horfa á Alvin og íkornana.
Sjáiði bara hvað ég er dugleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.11.2008 | 02:38
Fyrirsögn má bara ekki gleymast!
Enda skrifaði ég hana fyrst núna.
Nóg að gera um helgina eins og flesta daga hér. Vaknaði heldur snemma á laugardagsmorgun. Finnst gott að sofa aðeins lengur um helgar. Nú þurfti ég að keyra unglinginn til passa fyrir kl. sjö um morguninn. Of langt fyrir hana að ganga. Hún var líka í afmæli fram undir miðnætti kvöldið áður svo best var að hún svæfi eins lengi og hægt var. Ég skreið uppí aftur þegar heim kom en kötturinn og gaurinn voru bæði vöknuð þegar ég kom aftur svo ég sofnaði allavega ekki fast. Var svo komin í sturtu um áttaleytið til að gera mig huggulega fyrir vaktina á Sáló. Þar var ég fram yfir hádegi í hópi góðra. Kom svo heim um tvöleytið og stuttu seinna hringdi valkirjan. Þá langaði hana svo að bjóða vinkonu sinni í franskar á Glerártorg. Ég, sem var ekki einu sinni búin að sjá hana frá því daginn áður gat ekki sagt nei og því að skundað á Torgið. Það var fullt af fólki þar. Einhverjir komnir í jólahugleiðingum og aðrir bara svona að koma á félagsmiðsstöð. Litlu skvísurnar misskildu þetta eitthvað. Héldu að það ætti að vera andlitsmálning en svo var það víst greiðst og fínerí að eldri stelpur. En ég skildi þær svo eftir á Kaffitorgi alsælar með mat og drykk.
Hef aldrei áður prófað að klóna mig en það virkaði núna. Er samt ekki viss um að uppskriftin hafi verið rétt. Hún, hin sko, var ekkert lík mér í útliti en hún virkaði vel. Ég fékk sem sagt Helgu Margréti frænku til að fara með börnin á húllumhæið hjá Palla í Sjallanum. Gaurinn hafði ekki áhuga á að fara og því fékk Berglind vinkona að fljóta með. Það var víst ægilega gaman. Hún kom heim með rosa flott áritað plakat og var alsæl.
Ég aftur á móti dreif mig upp á Kaffi Karolínu, þar sem ég var búin að auglýsa bloggarakaffihitting. Rétt náði þeim fyrstu í dyrunum. Það voru Húsvíkarnir Milla og Gísli með dætur Dóru, Guðrún Emilíu og Sigrúnu Leu. Við drifum okkur upp. Ester stjanaði við okkur eins og henni er einni lagið. Búið var að lika upp svo við gætum öll fengið pláss. Það var líka frábært.
Hér eru ungu stelpurnar sem með okkur voru: Guðrún Emilía og Sigrún Lea, dætur Dóru og Eva Lind, dóttir Huldar. Gaman að fá ykkur stelpur.
Halli, maður Huldar og Sigga Svavars. Hún er ekki að blogga í augnablikinu.
Hér eru vinkonurnar Erna og Dóra. Líka flottar stelpur.
Halli og Víðir Ben. á spjalli. Stjórnmál eða sjómennska, jafnvel sitt lítið af hvoru.
Unna Mæja skenkir í bollana að húsmóður sið.
Bíddu, hvaðan voru þau að koma? Hvert fóru þau? Smáinnanhússhúmor.
Hér kemur minn heittelskaði að sækja mig og þvílíkar móttökur sem hann fær frá Ásgerði. Þau þekkjast nefninlega frá því í hans fyrra lífi.
Þetta var svona það helsta sem tekið var af myndum frá mér.
Mikið var nú gaman hjá okkur. Ég var með í huga að halda næsta hitting svona febr.-mars á næsta ári en nei. Þau vildu hafa strax í Janúar. Og það er bara hið besta mál. Það eru þarna þrjár sem eru alltaf að vinna aðra hvora helgi og við veljum þá bara fríhelgina þeirra.
Það er svo lítið mál að standa fyrir svona. Fyrst er að velja sér kaffihús sem hentar. Betra er að geta setið svolítið sér. Það er svo mikill hávaði sem fylgir þessum kaffivélum. Manneskjur eins og ég sem heyra ekki fulla heyrn eru bara í vandræðum. Tímasetning er áríðandi. Ef einhverntímann er líklegt að kaffihús séu tóm,þá er það seinni part og undir kvöld á laugardögum. Þá er líka svo auðvelt að fá næði. Svo mætir maður bara og passa sig á að vera ekki með of milar væntingar um mætingu. Þeir sem mæta ekki eru að missa af. Þeir sem mæta,mæta og hafa gaman af.
Við vorum þarna minnir mig 13 og það er flott tala
Takk fyrir stundina.
Hafið það gott í vikunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.11.2008 | 21:07
Aaaarrrrrgggggg!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad