Leita í fréttum mbl.is

Eins og þetta á að vera.

Fram að þessu allt verið eftir bókinn hér innanbæjar á Akrueyri. Fullt af snjó en snjóar á réttan hátt. Ekkert stormvesen, heldur bara snjóað í logni. Svo vonum við bara að snjórinn haldist og verði vetur hér á meðan vetur á að vera. Svo fari bara að vora á eðlilegum tíma.

Vona að sem flestir hafi verið tilbúnir. Börnin eigi nóg af hlýjum fötum og svoleiðis. Það er alveg ömurlegt að horfa upp á þessi grey hálf klæðlaus á göngu heim úr skólanum.

Gaurinn minn hélt hann þyrfti nú ekki snjóbuxur í morgun og var kominn út með þær á öxlinni, en  hann sneri svo við og dreif sig í þær.

Mikið væri nú gott ef hægt væri að opna Hlíðarfjall í nóvember.

Eigiði góðan dag í dag


mbl.is Mikill snjór á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Anna mín þú mátt eiga hann allan, ég þoli ekki þennan fj......snjó

Erna, 23.10.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir  (Binna)

Snjór er atvinnu skapandi, alltaf gott að fá snjóinn  Það eru hraustmenni sem að taka snjónum með opnum örmum ekki satt ???

Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 23.10.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Líney

mmmmmm sakna Akureyrar og nágrennis  þegar ég heyri snjó fréttir,það er svo mikið "home"...sendi knús  í snjóakistuna

Líney, 23.10.2008 kl. 12:41

4 identicon

Næ ekki að senda þer

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:19

5 identicon

Fínt að fá snjóinn, en ég er ekki sátt við saltið!

Ætlar bæjarstjórnin að borga ryðblettun hjá mér í vor?

Díana (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 19:38

6 Smámynd: Anna Guðný

Halldóra: Þú ert verri en pabbi minn.  Honum er þó sama þó það snjói í yfir 400 metra hæð aðra daga árins. Þá er nefninlega hægt að fara á skíði og Akureyrarbær fær pening í kassann. En hann sleppur.

Díana: Mikið sammála þessu. Enda held ég að það verði nú ekki mikið keypt að salti hér í bæ í vetur. Þarf örugglega að nota peningana í annað.

Unna mina hvað ætlarirðu að senda mér? Snjó eða.....? Hafðu það gott ljúfan

Erna mín: Hvar býrðu eiginlega?????

Anna Guðný , 23.10.2008 kl. 22:30

7 Smámynd: JEG

Hefði nú mátt bíða aðeins með þennan snjó sko.  Er ekki alveg að gúddera hann svona snemma þar sem aðstæður eru ekki að henta hér á bæ.  Hann má koma þegar féð er komið inn og þá alveg hellingur sko og vera kjurr í 2-3 mánuði sko.

Knús og klemm essgan. 

Jamm nú fer maður að hafa tíma í smá blogg.

JEG, 23.10.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband