Leita í fréttum mbl.is

Tannpína!!!

Ömurleg helgi að baki. Tannpína dauðans. Byrjaði seinipart föstudags. Af hverju á föstudegi? Af hverju þann eina dag vikunnar sem er lokað næstu tvo daga á tannlæknastofum? Ekki að fatta það. Var svona að versna á föstudagskvöldinu og tók sterkar verkjatöflur fyrir svefninn. Svaf þokkalega en vaknaði við verki. Það var ekki gaman. Gafst upp um hádegi á laugardag og hringdi á vaktlækni og bað um eitthvað nógu sterkt til að halda mér á fótum og geðheilsunni í þokkalegu ástandi fram á mánudag.  Var komin yfir ráðlagðan dagskammt á laugardagskvöld , sitjandi á rúmstokknum, réri í gráðið, haldandi um bágtið í sjálfsvorkunnarkasti. Ekki gott mál. Kl. þrjú um nóttina gafst ég upp og hringdi í eiginmanninn út á sjó. Varð að tala við einhvern sem vorkenndi mér. Og hann gerði það sem betur fer. En sagði líka: Taktu meira, þú verður að geta sofið. Jú , vissi ég það en var samt hálfhrædd um að vakna kannski ekki aftur ef ég tæki of mikið. En eins og góðri eiginkonu sæmir þá hlýddi ég.Wink Svaf fram á morgun  með hárlubba valkirjunnar í andlitinu. Hún hafði nefninlega horft á "hryllilega" mynd um kvöldið og dreymdi vitleysingana aftur og aftur.

Um leið og fyrsti dópskammtur sunnudags byrjaði að virka settist ég upp í rúminu með símaskránna til að leita að tannlækni á vakt. Bara svo þið vitið það, þá er enginn tannlæknir á vakt á Akureyri um helgar. Byrjaði á að senda mínum sms en fékk ekkert svar. Annað hvort vildi hann sofa út eða hann er í fríi. Spyr hann næst þegar ég hitti hann. Síðan hringdi ég í þau þjónustunúmer utan opnunartíma og neyðarnúmer sem gefin eru upp. Alltaf talhólf.

Tillaga. Tannlæknar á Akureyri taki sig saman og setji upp neyðarvakt. Trúlega nóg að vera bara með deyfiefni og töngSmile

En loksins svaraði einn og mikið var ég ánægð. Var farin að halda að þetta væru samantekin ráð hjá þeim að láta mig þjást fram á mánudag. En ég heyrði strax að hann var á keyrslu. Og ég hugsa strax. Neiiii!!!!  ég trúi þessu ekki en þá segist hann geta gefið mér upp nafn á tannlækni sem er að vinna hjá honum og mér sé velkomið að hafa samband. Ég hefði getað kysst hann hefði hann ekki verið svona langt í burtu. En allavega, ég hringi og mér er sagt að koma kl. 12 á hádegi. Ég treysti mér ekki til að keyra svo ég hringdi í Guggu frænku og bað hana að koma og skutla mér. Er ekki viss um að ég hefði verið til fyrirmyndar í umferðinni. Of margir þríhyrningar.Wink

En ég var sem sagt komin í stólinn upp úr tólf og eyddi þar næsta 1 1/2 klukkutímanum. Og hann boraði og boraði og boraði og boraði enn meira. Ekkert vann á þessu stálpinna. Hafiðið vitað það betra, ég var með stálpinna í tönninni. Man ekkert hvenær var gert við þessa tönn, trúlega þegar ég var unglingur. En þetta var sem sagt þess tíma aðferð við að ganga frá tönn sem þurfti að rótardrepa. En þetta varð líka til þess að hann þurfti að draga hana út í dag. Alveg ótrúlegt hvað ég sofnaði oft í stólnum. Vaknaði við hrotur í eitt skiptið. Var ánægð þegar ég komst að því að það voru mínar, ekki hans. En þetta kalla ég meðmæli með tannlækni.

Seinnipartur dagsins hefur nú ekki verið eins góður og ég bjóst við. Náði þó að borða þessa indælis lambasteik með börninum í kvöld sem við unglingurinn elduðum í sameiningu.

Fer að sofa með þá von í huga að morgundagurinn verði betri. Hann getur allavega ekki orðið verri.

Gleðilega vinnuviku gott fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Nei mikið vorkenni ég þér!!!
Það er þó gott að þú náðir í tannsa

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.6.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Erna

 Sofðu nú vel í nótt. Laus við tannpínuógeðið.

Erna, 22.6.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: JEG

Æjjj knús á þig. Ekki skemmtilegt.

En veistu að það er bara þannig að tannpínur koma bara um helgar eða eftir lokun. Jammm kallinn lenti í því að brjóta úr tönn í vetur og það kostaði tíma eftir lokun en þar sem að hér er farandtannsi þá reddaði hann málinu.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 22.6.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir góðar kveðjur stelpur mínar. Alveg frábært hvað góðar kveðjur geta hjálpað til í svona.

Anna Guðný , 22.6.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðan bata og sannarlega gott að þú fékkst hjálp.

he he he . . .  hefði nú verið fyndið ef þið tannsi hefðuð bæði sofnað 

Guðrún Þorleifs, 23.6.2008 kl. 09:12

6 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

1. heimsókn á þetta blog. Fyrir utan þessa hvöl og pínu sem þú máttir þola, þá er gaman að lesa blogið þitt. Góðan bata.

Steinunn Þórisdóttir, 23.6.2008 kl. 09:18

7 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Átti auðvitað að vera kvöl og pínu.

Steinunn Þórisdóttir, 23.6.2008 kl. 09:21

8 Smámynd: Anna Guðný

Guðrún: Já satt. Ég hef ekkisofnað í tannlæknastól síðan ég var hjá Elmari Geirssyni. Svo flutti hann suður, var að hugsa um að flytja með honum.

Steinunn: Takk fyrir heimsóknina. Er öll að skána núna.

Anna Guðný , 23.6.2008 kl. 12:48

9 Smámynd: Renata

Æ, vonandi ertu á batavegi nú

Ég reyndi líka að panta tíma til tannlæknis í Reykjavík á föstudag fyrir dóttir mína, það mátti hugsa að allir tannlæknar fara í sama tíma í sumarfríi. Tók mér nokkur símtöl og þvílíka þrjósku að troðast með ungling með brotið tönn innan við klukkutíma. Sem betur fer tönn var barnatönn sem var næstum því laus og var bara honum kippt út. 6 þús krónur takk fyrir. Ég held að ég er í röngum atvinnugeira miðað við það sem gerast á þessum markaði...

Renata, 23.6.2008 kl. 13:26

10 Smámynd: Anna Guðný

Vonandi hefur dóttir þín það gott núna Renata. Minn tími kostaði 16.910.- Takk fyrir. Kannski ekkert svo mikið þegar ég fer að hugsa út í það. Ég er oft að borga 5-8 þús fyrir hálftíma í stólnum en nú sat ég 1 3/4 . Og mér fannst ekkert mikið hærra helgargjaldið, það var 3.000 rúmar. Meiri munur hjá iðnaðarmönnum rafvirkjum og svoleiðis.

En þetta er allt á réttri leið. Er samt að fara að ná í meiri verkjalyf. Finn svo til i kjálkanum þó að tönnin sé farin. Trúlega sýking. Allavega fæ ég að vera í vímu aðeins lengur.

Anna Guðný , 23.6.2008 kl. 13:39

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þarna áttum við eitt sameiginlegt, hef lent í þessu.
En er ein af þeim sem er svo hrædd við tannlækna að ég fer að gráta ef ég þarf að fara til þeirra, mundi helst vilja fara blindfull, en þeir taka víst ekki á móti manni undir áhrifum áfengis.
 Vona að þú jafnir þig fljótt og vel
 Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 13:53

12 Smámynd: Linda litla

Linda litla, 23.6.2008 kl. 15:16

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mér finnst það alveg ótrúlegt og í raun fáránlegt að vera ekki með neyðarþjónustu tannlækna um helgar.....

gott samt að þú ert laus við verkinn... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.6.2008 kl. 16:38

14 Smámynd: Anna Guðný

Milla, Linda og Krumma: Takk fyrir. Þetta tekur enda eins og allt annað. Langar þó til að þetta endi sem fyrst.

Anna Guðný , 23.6.2008 kl. 21:57

15 Smámynd: Lindan

Blessuð.   Takk fyrir reddinguna í gær.  

Ég braut einu sinni tönn og fékk tannpínu og það er bara það versta sem ég hef fundið.  Er nú samt búin að eiga 2 börn síðan.   Vona að þú sért að ná þér.   Jákvætt þó að þetta gerðist ekki á Tenerife.   

Langar að kommenta aðeins á hundafærsluna hérna á undan.  Ég elska hunda eins og þú kannski veist.   Ég hef þurft að fara úr miðbænum með Ómar um verslunarmannahelgi þar sem hann var viti sínu fjær af hræðslu við hunda.  Hann var í regnhlífakerru þegar þetta var og sennilega hefur hann verið 3 ára.    Sumir hundanna voru akkúrat í andlitshæð við hann þegar þetta var.     Núna er hann ekki lengur hræddur við hunda og þorir í bæinn þegar eitthvað er um að vera en það tók laaaangan tíma að fá hann til þess.    Ég skil ekki hvað hundaeigendur eru að spá að fara með hundana sína í svona fólksfjölda, glerbrot og hávaða.   Ætli hundarnir hafi gaman af þessu? 

Lindan, 25.6.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband