Leita í fréttum mbl.is

Hundar og útisamkomur.

Nú fæ ég örugglega hundaeigendur í röðum yfir mig ásakandi mig um að vera hundarasisti, á móti hundum, vond við hunda o.s.frv.

Nú veit ég að Akureyri er ekkert öðruvísi bær en aðrir að því .leyti að  mjög margir eiga hunda og sumir fleiri en einn. Hundarnir eru auðvitað misjafnlega stórir. Allt frá litlu töskudýrunum og upp í stærð á við kálf.

Ég efast ekki um að flest allir þessir hundar séu sauðmeinlausir við réttar aðstæður. Og tek það fram að ég er alls ekki að setja út á hunda, heldur kannski frekar eigendur þeirra. Hvernig dettur fólki í hug að það sé á einhvern hátt jákvætt fyrir hund að vera leiddur inn í  hóp jafnvel hundruð eða þúsunda manna á t.d. 17. júní? Finnst hundaeigendum það virkilega vera ákjósanlegar aðstæður fyrir hundana? Gerir fólk sér grein fyrir því að millistórir og stærri hundar eru með kjaftinn í höfuðstærð barna? Þeirra barna sem eru komin úr kerrunum en með minnst "vit" á að takast á við umhverfið.  Þarf ekki annað en að einhver misstigi sig og stigi óvart á fót hundsins og hvað gerir hundurinn  þá?  Tilfinningin sú sama og hjá okkur, óbærilegur sársauki í smástund. Við mannfólkið , sem betur fer, getum yfirleitt stillt okkur um að hjóla í næsta mann. En hundurinn hefur það ekki. Hann verður bara hræddur, finnur til og verður reiður. Og bregst við því, strax! Ég hef orðið vitni að svoleiðis.

Ég var að lesa blogg áðan hjá manni sem fór á 17.júní hátíð í Garðinum minnir mig að hann hafi skrifað og þar var urmull af hundum, af öllum stærðum og gerðum. En svo sá hann skilti við útganginn þar sem stóð að hundar væru bannaðir. Grin

Ég hefði gaman af því að vita hversu margir hundar hafi verið á gangi í miðbæ Akureyrar í gær. Og á meðan ég man, sá Lúkas ekki en held hann hafi það bara gott heima hjá sér.

Og þessir sem ég sá voru misstórir, allt upp í Scheffer og grænlenskir sleðahundar. Veit ég vel, þeir eru fallegir en passa þeir virkilega í miðbæinn á 17.júní?

Af hverju viljum við bíða eftir að eitthvað gerist? Getum við ekki bara skilið þá eftir heima á svona  dögum?

Hvað finnst ykkur?

Góða nótt og dreymi ykkur vel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Minn hundur var skilinn eftir heima, mér finnst ekki að hundar eigi að vera með í skrúðgöngum og svona hátíðarhöldum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.6.2008 kl. 02:42

2 Smámynd: Árni Árnason

Blessuð Anna, þetta passar bara ekki saman, hundar og útisamkomur - ef þú ert að vitna í minn pistil um þetta þá var þetta í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ þar sem einmitt hundar eru bannaðir  P.S. skemmtileg síða hjá þér.

Árni Árnason, 19.6.2008 kl. 03:32

3 identicon

Alveg er hjartanlega sammála þér  Sjálf á ég 3 Cavaler  tíkur og myndi bara aldrei bjóða þeim eða öðrum uppá það að vera með þær innanum svona mikið af fólki  Þær eru alveg dásamlegar en ég veit samt ekki hvað gerist ef þær yrðu  einu rosalega hræddar

Erna Borgþórsóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 04:23

4 Smámynd: Renata

því miður sumir hundaeigendur hugsa að það sem er gott fyrir fólk er jafngott fyrir hunda

Ég átti á lífsleiðinni marga hunda, en alltaf voru þau eftir heima þeirra vegna. Núna hef ég kisu og þarf ekki að hugsa um það

Eigðu góðan dag!!

Renata, 19.6.2008 kl. 08:12

5 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir frábær comment

Jóna: Enmitt, mikið er ég ánægð að heyra það.

Árni, það var þitt blogg, ég bara týndi þér. Gaman að sjá að þú komst inn hjá mér. Reykjanesbær-Garðurinn, nokk það sama. Neeei ég er að grínast. Tvennt ólíkt. En ég mundi ekki hvor staðurinn það var. Takk fyrir leiðréttinguna. Og hrósið með síðuna

Erna: Veit að fólk hugsar í þessu eins og svo mörgu öðru: Kemur ekki fyrir hjá mér. En erum við til í að bíða og sjá til?

Renata: Ég ólst upp í sveit, alltaf hundar á bænum. En er í sömu stöðu og þú í dag. Er með kött og finn enga löngun í að sýna hana neitt í bænum. Enda veit ég að hún yrði ekki par ánægð með þá meðferð.

Anna Guðný , 19.6.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: JEG

Sko að mínu mati eiga hundar ekkert erindi á svona útisamkomur - skrúðgöngur eða útihátíðir.

Annað sem er líka mikið að bögga mig varandi hunda að eins og þú segir þá eru þeir af öllum stærðum og hundur er alltaf hundur ekki satt? Þannig að það er alveg óþolandi þegar fólk fer með þessa litlu kjöltuhunda inn í verslanir og sjoppur. Það yrði eitthvað sagt ef ég færi með minn stóra fjárhund út í búð. Og ef að þessir hundar geta ekki með nokkru móti lifað af án mannsins í smá stund ja hvers vegna eru þeir þá á lífi? En nú stoppa ég og vona að þú eigir ljúfan dag.

Knús og kveðja úr sveitinni.

JEG, 19.6.2008 kl. 15:00

7 Smámynd: Linda litla

Veit ekki, ég var í miðbænum á 17 júní og það var allt fullt af hundum af öllum stærðum og gerðum. Mér fannst það bara líflegt, það var enginn til vandræða og ekkert gelterí.

Til hamingju með daginn.

Linda litla, 19.6.2008 kl. 22:09

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég gæti nokkurn veginn lagt líf mitt í veði að hundurinn minn myndi ekki ráðast á annað fólk, þó svo hann rataði inn í miðja skrúðgöngu.

Það er bara ekki málið, inn í fjölmenni eru börnin, þau eru bara misjafnlega hrifinn af hundum, ég hef ekki leyfi til að hræða barn svo það standi grátandi eftir og vilji bara helst vilja vera í fanginu á foreldrum sínum sem eftir lifði dags.

S. Lúther Gestsson, 22.6.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband