Leita í fréttum mbl.is

Þvílík heimkoma!

Jæja, þá erum við komin heim og þvílík heimkoma. Shocked 

Þvílíkur ilmur sem mætti okkur. Thumbs Down 

Rafmagnið hafði farið af íbúðinni og ísskápurinn að vísu í lagi og hafði verið hent úr honum en annað mætti mín þegar ég labbaði niður í þvottahús. Frystikistan ónýt  Bye Bye og allt sem í henni var.Fnykinn lagði nett upp í eldhús.

Undirrituð gat ekki með nokkru móti týnt upp úr kistunni, það fór allt á fullt í maganum bara við tilhugsunina.  Vomit Það kom því í hlut eiginmannsins og unglingsins að tæma hana og setja í poka. Þau fengu svo hjálp til að koma kistunni út. Ekki alveg upplögð í þetta eftir 18 tíma ferðalag. 

Ég fékk svo mann frá tryggingunum í heimsókn í morgun og hann myndaði ísskápinn og skoðaði aðeins kistuna. Ákvað að treysta mér fyrir innihaldi pokana.  Thumbs Up Ég er svo búin að redda kerru og bílstjóra til að bakka en á eftir að finna tvo sterka til að lyfta kistunni. Barbell 

Og þá er að finna aðra kistu. Ekki getur sjómannskonan verið frystikistulaus.

Allt í gangi í dag. Skrapp til tannlæknis áðan og hann dró úr mér eina. Ekki skrýtið að hún hafi verið að angra mig í ferðinni. Er þó fegin að ég beið þangað til ég kom heim. Deyfingar eru farnar að fara verr í mig eftir að ég varð "fullorðin". Er hálfskrýtin og best að ég leggi mig bara smástund.

 

 

 

 

 








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

úff ekki góð heimkoma...vona samt að ferðin hafi verið góð..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.6.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: JEG

Velkomin heim.

Hólý mólý ekki skemmtileg heimkoma. Já það snar borgarsig að hafa nágrannavakt sko. Nágranni minn lenti í þessu í fyrra og það var slatti af kjöti sem fór í gáminn þar. En þó minna þar sem komið var framm á mitt sumar og byrgðir farnar að minnka. En hann ætlar að fá vakt og eftirilt næst þegar hann fer í vinnutúra einhverja daga. Það sló bara út rafmagninu sko ekkert alvarlegra en það.

Ég yrði nú illa stödd ef ég lenti í þessu sko enda með 5 fiskabúr, 7 frystikistur og 2 ískápa

En sendi hughreystandi kveður úr sveitinni.

JEG, 11.6.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Anna Guðný

Ég var með vakt en hún virkaði bara á efri hæðina af einhverri ástæðu. Þess vegna var ísskápurinn  heill heilsu sjálfur þó innvolsið væri ónýtt. Við vorum einmitt með helling af fiski.Meira að segja bæði humar og skötusel  sem átti nú heldur betur að setja á grillið í sumar.

En svona er þetta.

Anna Guðný , 11.6.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: Anna Guðný

En bíddu, ég skil þetta með 7 frystikistur en 5 fiskabúr???

Anna Guðný , 11.6.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Linda litla

Velkomin heim  Ég get a.m.k. sagt það þó að frystikistan hafi ekki tekið svona vel á móti þér. Ömurlegt að koma heim í svona..... en gott mál efa ð tyrggingarnar bæta þetta.

Linda litla, 11.6.2008 kl. 14:21

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Velkomin heim vona að ferðin hafi verið skemmtileg,þó heimkoman hafi verið frekar hvimleið

Við lentum í þessu fyrir 3 árum og fengum bæði matinn og kistuna borgað

Anna Margrét Bragadóttir, 11.6.2008 kl. 14:32

7 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir kveðjurnar. Ferðin var frábær en auðvitað yndislegt að koma heim líka. Við fáum matinn borgaðan en ekki kistuna. Hún er of gömul.

Anna Guðný , 11.6.2008 kl. 14:38

8 Smámynd: JEG

Jamm mitt hobbý eru ferskvatnsfiskar. Er með 2 stór búr og 3 lítil.

Kisturnar eru svo undir matinn sko.

kveðja úr sveitinni.

JEG, 11.6.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi ekki var þetta nú gott en vonandi færðu þetta bætt.
                          Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 201347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband