Færsluflokkur: Bloggar
29.6.2009 | 21:20
Er að spekúlera
Nú ætla ég ekki að dæma um forgangasröðina sem talað er um hérna. Ég skil alveg þetta með suðurlandsveginn. Veit þó að slysin þar verða ekki vegna þess að vegurinn er einfaldur, heldur vegna þess að sumir bílstjórar keyra ekki eftir aðstæðum, heldur keyra eins og búið sé að tvöfalda.
Væri gaman að sjá tölur yfir hágmarkshraða vs. venjulegan umferðarhraða. Ég fór þess leið fyrir þrem árum síðast og tilfinningin var sú að við værum komin á rallýbraut. Það voru svo margir bílar sem sikk sökkuðu fram og til baka, langt yfir hágmarkshraða, til að komast áfram.
Ætli einhverntímann hafi verið gerð könnun á því hverjir þetta væru? Þetta voru sko ekki bara unglingar heldur fólk á öllum aldri. Hvað gera svo þessir aðilar þegar vegurinn verður orðinn tvíbreiður? Halda þeir þá að þeir séu komnir á þýsku hraðbrautirnar?
Ég veit alveg að höfuðborgarbúum og sunnlendingum flestum finnst engin þörf á að byggja Vaðlaheiðargöng, hvað þá að setja í forgang. Þeir þurfa nefninlega ekki að keyra þessa leið, nema þá helst á sumrin í fríinu sínu og þá er allt í góðu með færð. Þeir þurfa margir hverjir aftur á móti að keyra Hellisheiðina til að fara í vinnu og skilja þess vegna þörf á breikkun þar.
Málið er nú samt að það er sama ástæða fyrir okkar þörf á Vaðlaheiðargöngum og ykkar á tvöföldun Suðurlandsvegar. Það er til að gera þessa leið öruggari, að opna svæðið frekar og gera að einu atvinnusvæði.
Réttið upp hendi sem hafið keyrt Víkurskarð í hálku eða snjó og liðið vel?
Forgangur eða ekki forgangur?
Ef Vaðlaheiðargöng verða aldrei í forgangi, verða þau aldrei byggð. Einfalt mál.
Hvort þau eiga að vera í forgangi núna eða eftir tvö ár vil ég ekki dæma um. Ég veit bara að við viljum lifa hér út á landi líka og við viljum bæta allt sem hægt er að bæta til að gera auðveldara og betra fyrir fólk að búa hér. Eitt af því er að byggja þessi göng.
Nú veit ég að margir eru ósammála mér. Þeim er velkomið að tjá sig hér á kurteisan hátt. Dónaleg skrif verða fjarlægð
Góðar stundir
Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.6.2009 | 11:49
Verð að viðurkenna
að ég fékk nettan sting þegar ég heyrði þessa frétt fyrst. Það hljómar alls ekki vel að hafa dottið ofan í sprungu. Þá rifjast upp fyrir mér þegar gamall vinur minn féll ofan í sprungu en fannst aldrei aftur. Sem betur fer í þessu tilfelli þá náðist strákurinn upp. Og þetta leiðir hugann að björgunarsveitunum okkar. Ég held að ansi oft þá gerum við okkur ekki grein fyrir því hversu heppin við erum að hafa þessar sveitir. Það er ekkert (sem ég hef heyrt um) sem þeir eru ekki tilbúnir til að fara og gera til að bjarga fólki í neyð. Ég viðurkenni að það var ansi oft sem ég undraðist og jafnvel hneykslaðist á því hvað sumu fólki datt í hug að gera, margar sögur höfum við heyrt af rjúpnaskyttum sem okkur finnst hafa hegðað sér kæruleysislega. Aldrei hef ég þó heyrt björgunarsveitarmann hneykslast, alltaf eru þeir tilbúnir. Nokkrir þeirr hafa meira að segja komið hér inn á bloggsíðurnar og róað niður neikvæða umræðu.
Mér líður vel vitandi af þessu sveitum reiðubúnum ef ég þarf einhverntímann á þeim að halda.
Hafið það gott í dag
Er farin í Norðurport í básinn minn. Var að fá í sölu flott handklæði. á frábæru verði líka. Endilega kíkiði.
Dreng bjargað úr jökulsprungu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2009 | 10:02
Væri til í að eiga þetta útvarp.
Gjalddagar útvarpsgjalds þrír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 17:25
Myndablogg
Ég , eins og svo margir aðrir hafa að undanförnu slakað á í blogginu og fært sig meira inn á fésið. Ástæðan er helst sú að maður þykist alltaf hafa svo mikið að gera og það er bara allt í miklu færri orðum þar. En nú skilst mér að farið sé að reka mann og annan út þar og af engri sjáanlegri ástæðu. Þær hafa nú alltaf verið á hreinu hér,ástæðurnar, þó sumum finnist þær kannski ósanngjarnar. Væri gaman að vita hver væri í vinnu við að lesa skrifin okkar á fésinu og dæma þau.
Kreppuvélin mín gaf upp öndina um daginn og varð ég því að fjárfesta í nýrri. Fékk mér þessa líka fínu vél. Ekkert góðæris en samt svona sem ég get keypt flass og stóra linsu á þegar kemur góðæri á ný. Hef verið nokkuð dugleg við að æfa mig á vélina og ætla ég að setja inn nokkrar myndir hér frá því sem við höfum verið að gera fjöskyldan.
Hér gefur fyrst á að líta fermingarbarnið.
Agla Rún fermist um Hvítasunnu. 100 manns mættu í veisluna og var stelpan mjög ánægð með allt.
Fullt af fólki lagði á sig langt ferðalag til að geta verið með okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Auðvitað fekk hún fullt af fallegum gjöfum sem hún var himinsæl með.
Hér er Anna Elísabet með frænda sinn hann Sigga Ragga.
Gestirnir voru mishrifnir af því að heimsækja okkur. Þessi sofnaði bara.
Davíð Geir og Önnu Elísabet var boðið í veiði og það var ekkert smá sem þau fengu.
Nokkrar kaffihúsaferðir hafa verið farnar. Þessi mynd finnst mér svo flott.
Jónsmessuhátíð var í Kjarnaskógi og fóru börnin, Ég komst ekki með nema rétt að keyra.
Smá tilraun.
Náði síðustu tónunum þarna.
Þessi gerði flautur og var löng biðröð.
Komið við og náð í blómvöndinn.
Þessa vikuna hefur Anna Elísabet verið í Leiksmiðju í Litla-Garði hjá Þórhildi Örvars. Voru þau útskrifuð í dag og hér koma nokkrar myndir.
Reiptog, en ekkert reipi.
Stendur við myndina sína.
Útsýni yfir í sveitina mín.
Grillmeistarar að störfum. Það var sko alvöru pysluveisla, með hráum og kokkteil líka. Það vantar nefninlega yfirleitt í svona veislum.
Er maturinn að verða til?
Passa að kveikja ekki í.
Leikarar á sviði.
Afkomendur Mýarhjóna.
Eina með öllu, takk.
Þetta er svona það helsta sem hefur verið myndað, af því sem við höfum verið að bardúsa við.
Hafið það gott um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2009 | 12:13
Hvað búa margir í gilinu?
Mér þætti mjög gaman að vita það. Ég veit að það er mikil starfssemi þar og mikil gangandi umferð oft. Finnst alveg sjálfsagt að taka tillit til þessa. Þessar hraðahindranir sem hafa verið settar gera örugglega mikið gagn. Staðreyndin er samt sú að það skiptir engu máli hvar í bænum það er, þessi stóru og kraftmiklu farartæki, bæði bílar og hjól eru svo hávær að þau trufla mjög mikið ef þeim er gefið vel inn. Ég heyri það bara þegar nágranni minn er að koma heim seint að kvöldi og gefur sínu hjóli aðeins inn. Hljóðið magnast upp í kvöldkyrrðinni.Er ekki bara einfaldara að setja upp öryggismyndavél og sekta þá sem hegða sér svona um dágóða summu? Held það tæki ekki langan tíma að sekta fyrir vélinni. Ég er alveg hlynnt 30 km. hámarkshraða og svo bara loka götunni oftar tímabundið ef eitthvað stærra er um að vera þar. Ætla samt að vona að hún verði ekki einstefnugata.
Hafið það gott í dag.
Einstefna í Gilinu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.6.2009 | 09:28
Grillpartý bloggara
Set hér inn það sem Milla skrifar um ákvörðunina um grillpartý að Laugum.
Endilega samt þið sem eruð á ferðinni í sumar,látið vita og við reynum að hittast einhver. Það verða flestir á faraldsfæti í sumar og verður bara gaman ef við látum vita af okkur.
Það var ákveðið í gær á fundi sem haldin var á Kaffi Talíu
á Glerártorgi, að fresta Grill-hitting sem vera átti hjá
henni Dóru að Laugum núna 20/6 þar til 15/8 en við
munum ræða það nánar síðar.
Það var eiginlega ekki góður tími að hafa þetta grill núna
vonum við að allir séu sáttir við það.
Nú er ég náttúrlega allt of hátíðleg grallararnir mínir, en
við getum sko alveg hist fyrir því fólk getur bara tilkynnt
ef það er að fara á kaffihús og hefur tíma til að chilla þá að
láta vita svo hinir geti komið og spjallað saman sem er svo
gaman.
Kærleik til ykkar allra.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2009 | 23:41
Myndablogg á mörkum vors og sumars.
Sumarið er á leiðinni til okkar eins og allra hinna. Ég er svo montin af brúnkunni minni. Hef aldrei verið svona fljót að ná lit áður. Þökk sé Tenerife á síðasta ári.
Maí mánuður er uppfullur að uppákomum tengdum skólanum. Sl. fimmtudag tóku 5. bekkingar og fjölskyldur þeirra sig til og fórum við til Hríseyjar.
Systkinin um borð í ferjunni.
Keyrt um eyjuna.
Búskapur.
Fyrir þá sem halda að ísskeið hafi verið fundin upp fyrir nokkrum árum.
Krakkarnir fengu að máta sig við gömul skólaborð.
Hver þekkir söguna um Þorstein sem veiddi í soðið af bakkanum og notaði til þess þennan flugdreka og þess rúllu?
Þarna fórum við að borða í hádeginu.
Helluland þar sem Dísa og Jón foreldrar í bekknum eiga sumarhús. Þarna fengum við að halda til á milli atriða.
Dísa, húsmóðirnin á heimilinu með kaffi í krús. Logi brasmundur kominn í feitt.
Stutt á Hríseyjarhátíð.
Takið eftir, þessi er gangfær.
Beðið eftir matnum.
Góður er sopinn.
Alltaf gaman í sundi.
Hrísey kvödd
Horft með andtakt á Jhonny dangerously
Þar með lauk þessum skemmtilega degi. Takk fyrir okkur öll og þó sérstaklega bloggvinkona mín Dísa, húsmóðir í Hrísey. Gott er að eiga góða að.
Hafið það gott um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.5.2009 | 00:25
Nú verður fróðlegt að fylgjast með!
Hver skildi fá stöðuna? Fær sá stöðuna sem nefnin mælir með, eða einhver annar? Ef það verður einhver annar þá mæli ég með að hætt verði að skipa í þessar nefndir og það verði bara geðþóttaákvörðun ráðherra hverju sinni hver sé valin/n. Vel á minnst, hver velur í þessar nefndir?
Stefán hæfastur til að gegna starfi rektors | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2009 | 13:54
Nýjasta æðið?
Ekki í fyrsta skipti sem maður heyrir af svona í gegnum tíðina. Man samt ekki eftir að hafa séð tilmæli frá landlækni áður. En hef heyrt af læknum sem ekki hafa viljað gera blóðrannsókn áður en sjúklingurinn byrjar á einhverju prógrammi eða í meðferð sem er óhefðbundin.
Svo er spurning hvort fyrirtæki getur farið fram á það að fólk fari í blóðrannsókn án þess að hafa samið við einhvern sem getur gert rannsóknina.
Mér finnst alveg sjálfsagt að hægt sé að fá þessa rannsókn en finndist sanngjarnt að maður borgaði eitthvað gjald ef þetta væri "bara að gamni" en ekki vegna rannsóknar hjá lækninum. Málið er að þetta á eftir að aukast til muna á næstunni. Nú er fólk nefninlega að uppgötva að það var ekki Jónína Ben sem "fattaði upp á" þessum meðferðum í Póllandi, heldur voru þær til staðar og á fleiri stöðum en hún fer á. Nú fer fólk að flykkjast þangað á sjálf síns vegum, sem er auðvitað frábært. Það gerir líka miklu fleirum mögulegt að komast, svona fjárhagslega.
Neita ber beiðnum um blóðprufur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad