Leita í fréttum mbl.is

Myndablogg

Ég , eins og svo margir aðrir hafa að undanförnu slakað á í blogginu og fært sig meira inn á fésið. Ástæðan er helst sú að maður þykist alltaf hafa svo mikið að gera og það er bara allt í miklu færri orðum þar. En nú skilst mér að farið sé að reka mann og annan út þar og af engri sjáanlegri ástæðu. Þær hafa nú alltaf verið á hreinu hér,ástæðurnar,  þó sumum finnist þær kannski ósanngjarnar. Væri gaman að vita hver væri í vinnu við að lesa skrifin okkar á fésinu og dæma þau.

Kreppuvélin mín gaf upp öndina um daginn og varð ég því að fjárfesta í nýrri. Fékk mér þessa líka fínu vél. Ekkert góðæris en samt svona sem ég get keypt flass og stóra linsu á þegar kemur góðæri á ný. Hef verið nokkuð dugleg við að æfa mig á vélina og ætla ég að setja inn nokkrar myndir hér frá því sem við höfum verið að gera fjöskyldan.

 

4586_114110689044_597744044_2815335_4878487_n

Hér gefur fyrst á að líta fermingarbarnið.

Agla Rún fermist um Hvítasunnu.  100 manns mættu í veisluna og var stelpan mjög ánægð með allt.

Fullt af fólki lagði á sig langt ferðalag til að geta verið með okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Auðvitað fekk hún fullt af fallegum gjöfum sem hún var himinsæl með.

4586_114110644044_597744044_2815326_6568730_n

Hér er Anna Elísabet með frænda sinn hann Sigga Ragga.

 

4586_114110624044_597744044_2815322_4779922_n

Gestirnir voru mishrifnir af því að heimsækja okkur. Þessi sofnaði bara.

 

4586_114110684044_597744044_2815334_6704298_n

Davíð Geir og Önnu Elísabet var boðið í veiði og það var ekkert smá sem þau fengu.

 

4586_114110729044_597744044_2815343_6024755_n

Nokkrar kaffihúsaferðir hafa verið  farnar. Þessi mynd finnst mér svo flott.

 

Jónsmessuhátíð var í Kjarnaskógi og fóru börnin, Ég komst ekki með nema rétt að keyra.

 

P6230495

Smá tilraun.

 

P6230498

Náði síðustu tónunum þarna.

 

P6230497

Þessi gerði flautur og var löng biðröð.

 

P6230501

Komið við og náð í blómvöndinn.

 

 

Þessa vikuna hefur Anna Elísabet verið í Leiksmiðju í Litla-Garði hjá Þórhildi Örvars.  Voru þau útskrifuð í dag og hér koma nokkrar myndir.

P6220483

Reiptog, en ekkert reipi.

 

P6220485

Stendur við myndina sína.

 

P6220487

 Útsýni yfir í sveitina mín.

P6260508

Grillmeistarar að störfum. Það var sko alvöru pysluveisla, með hráum og kokkteil líka. SmileÞað vantar nefninlega yfirleitt í svona veislum.

 

P6260509

Er maturinn að verða til?

 

P6260510

Passa að kveikja ekki í.

 

P6260512

Leikarar á sviði.

 

 

P6260514

Afkomendur Mýarhjóna.

 

P6260516

Eina með öllu, takk.

 

Þetta er svona það helsta sem hefur verið myndað, af því sem við höfum verið að bardúsa við.

Hafið það gott um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegar eru myndirnar þínar Anna mín þær segja meira er mörg orð.

Mér finnst skemmtilregra að blogga en að vera á fésinu. Ég er löt við að blogga hef ekki náð mínum takti aftur.

Ég er að frétta af fólki sem er hent út af fésinu og að þar ríki einelti en ég hef ekki orðið vör við þetta sjálf.

Nema bara í vetur þegar að ég átti svo tryggan vin að hann lagði á sig að kópera veggsamtal á milli mín og Brynju.

Takk fyrir fallegar myndir

egvania (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 18:13

2 Smámynd: JEG

JEG, 28.6.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 201275

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband