11.4.2008 | 15:42
Föstudagsbrandari.
Í hvert skipti sem einhver af dætrum hennar gifti sig bað mamman þá
dótturina sem var að gifta sig í það skiptið, að vera fljóta að skrifa heim
eftir að hún fluttist að heiman og segja gömlu konunni hvernig kynlífið væri
hjá hinni nýgiftu.
Jæja sú elsta gifti sig fyrst og aðeins tveimur dögum seinna barst gömlu
konunni bréfið frá dóttur sinni.
Á því stóð aðeins "Myllukökur Myllubrauð".
Gamla konan átti bágt með að skilja þetta en fyrir einhverja rælni tók hún
eftir auglýsingu frá Myllunni þegar hún vað að blaða í Dagblaðinu síðar um
kvöldið.
En þar stóð "Myllukökur Myllubrauð...... ávallt seðjandi".
Gamla konan sá nú að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa að elstu dóttur
sinni, henni væri vel sinnt.
En þar kom að miðdóttirin gifti sig og leið vika frá brúðkaupinu þar til
gömlu konunni barst bréfið frá dóttur sinni.
Þar stóð aðeins "Ingvar og Gylfi". Kella var nú fljót að leita að
Dagblöðunum og fann að lokum auglýsingu frá Ingvari og Gylfa þar sem stóð
"Nýi rúmgaflinn frá okkur......King size og extra langur".
Vissi nú kella að hún þyrfti heldur engar áhyggjur af hafa af þessari dóttur
sinni.
Jæja bréfið frá yngstu dótturinni var lengi á leiðinni en barst loks kellu
fjórum vikum eftir brúðkaupið.
Í bréfinu stóð aðeins eitt orð "Flugleiðir".
Kella leitaði nú ákaft að auglýsingu frá Flugleiðum í Dagblaðinu og á
endanum fann hún eina.
En eftir að hafa lesið auglýsinguna leið yfir kerlinguna því þar stóð:
"Þrisvar á dag, sjö daga vikunnar, á alla áfangastaði!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 08:41
Helga mágkona aftur komin á kreik.
Veit ekki alveg hvort það er einhver annar húmör sem virkar í Borgarfirðinum en allavega eru flestir brandarar sem hún mágkona mín sendir bróður sínum(takið eftir, ekki mér. Veit hvað ég er viðkvæm sál.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2008 | 08:28
Enn að virka
Svolítið merkilegt að þetta sé enn að skila. Var svo heppin að vera boðið til Eistlands ásamt fjórum öðrum, frá Danmörk,Svíþjóð,Finnlandi og Noregi. Þetta var haustið 1991. Mikið var vel tekið á móti okkur, í ráðherraviðtal og veislur. Keyrt út um alla Vilinius og einnig til Kaunas. Farið var með okkur að útvarpsturninum þar sem allur óhugnaðurinn átti sér stað. Er búin að gleyma, kannski man það einhver. Er ekki matsölustaður efst í turinum? Sem snýst í hringi eins og Perlan? Minnir að við höfum borðað þar. En einnig á ég einhvernstaðar mynd af götuskiltinu Íslandsstræti eða gata (man ekki hvort var). Sem þeir skýrðu sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. Þarf að fara að rifja þessa ferð upp. Það var margt merkilegt sem ég upplifði 1991. Fór þrjár ferðir til útlanda, eyddi samfellt þrem mánuðum í það og heimsótti 6 lönd, þar af til Svíðþjóðar í öll þrjú skiptin.
![]() |
Eistar hjálpa til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 22:42
Hann er bara flottur.
![]() |
Hárið er málið" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 23:57
Strumpaprófið.
Þetta er minn stumpur og mikið er ég ánægð með hann.
http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test/smurf_personality_test.htm
ef þú vilt prófa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2008 | 11:43
Hverjir sitja í þessari nefnd?
![]() |
Stefnt að samræmingu kynningarstarfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 00:15
Til hamingju með það.
![]() |
Giftist inn í indverska fjölskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2008 | 20:55
Sunnudagur til sælu II. hluti.
Já, eins og ég sagði í fyrri færslu , þá var mjög gaman hjá okkur hjónunum. En ýmislegt gerðist hér heima á meðan við vorum í burtu. Mæðgurnar Breiðfjörð voru sem sagt að passa. Og ég get alveg sagt ykkur það að ef þær mæðgur eru góðar í einhverju, sérstaklega sú eldri , þá er það í því að sofna. Þær eða hún getur sofnað hvar sem er bara ef það fer þokkalega vel um hana. Ég leit á símann hjá mér svona um ellefuleytið um kvöldið og sá þá að það hafði verið reynt tvisvar að hringja í mig að heiman. Ok, ef tvisvar þá þarf eitthvað að tala við mig svo ég hringdi til baka en rétti eiginmanninum símann, oft betra að hann tali þegar svona stendur á. Kemur hann svo hlægjandi til baka og segir að þau hafi bara ætlað að láta okkur að þau væru bæði vakandi en mæðgurnar báðar sofnaðar. En allt í góðu samt. Svo líður og bíður og aftur kl. 01.30 þá sé ég að aftur hafði verið hringt og þegar ég hringi til baka þá er það gaurinn sem svarar og segir að þær allar séu sofnaðar og hann einn vakandi. Og svo kom: En hvenær ætlið þið eiginlega að koma heim? Við sömdum um það að hann myndi fara inn í rúm með símann og ef ég væri ekki komin heim fyrir kl. 02.00 þá mætti hann hringja aftur. En við vorum svo komin heim korteri seinna. Þá lá þessi elska steinsofandi í öllum fötunum með símann í hendinni. Búið var að útbúa flatsæng í sofunni og þar lágu valkyrjan og frú Breiðfjörð en ungfrú Breiðfjörð í sófanum. Unglingurinn var ekki heima. Var að passa í fyrsta sinn hjá ókunnugri konu svona langt frameftir. Ég átti alveg eins von á að þurfa að sækja hana. Það var svo hrikalega kalt úti og eflaust margir að bíða eftir leigubíl. En sem betur fer þá reddaðist það og ég slapp við að fara út í kuldann. Eins og þið getið ímyndað ykkur var ég ekki alveg að nenna því. En svo rumska ég við það að hún kemur heim og þá snéri ég mér á hina hliðina. Takið eftir , ég er sem sagt að upplifa það í fyrsta skipti að barnið mitt er að koma heim seinna en ég. Ég hrekk svo upp stuttu seinna við að eitthvað lendir í hausnum á mér og það var sárt. Ég stökk upp og leit upp í gluggann og situr þá ekki Kisa þar og ég átta mig á því að hún hefur hrint einhverju niður. Lít niður á gólf og haldiði að myndin af henni ömmu minni Önnu Guðrúnu liggi ekki þar. Og sko, hún var í ramma. Þess vegna var þetta sárt.
Dagurinn í dag hefur farið mest í rólegheit. Við hjónakornin vorum hálfþreytt þarna um hádegisbilið. Ákváðum að leggja okkur og gáfum unglingnum leyfi til leiks í eldhúsinu. Hún hefur svo gaman af að baka og í dag bauð hún upp á brauðbollur með sesamfræjum og osti. Ljúffengar. Þau ætla öll að hafa með sér bollur í nesti á morgun. Eiginmaðurinn ætlaði að vera í fríi þennan túr en var beðinn að fara svo hann fór í dag. Nú sagðist hann vera að fara í frí út á sjó. Ég held að þetta hafi verið sneið á mig. Ég er nefninlega búin að þræla honum út þessa daga en ég hélt að hann yrði heima næstu viku og gæti þá slappað af. En ég er nú samt fegin að við erum búin að breyta. Og mér tókst meira að segja að henda helling. Það er algjörlega óskiljanlegt hvað maður geymir margt sem maður hefði átt að vera búin að henda fyrir löngu. Við skruppum í sveitina seinni partinn. Var búin að lofa að sækja reiðhjólin í geymslu. Á meðan þau sóttu hjólin sín fór ég í kaffi til familien Brekkulæk. Þar hitti ég fyrst pólverjana sem lentu í slysinu í Öxnadalnum. Kom í ljós að þetta voru engir pólverjar heldur var þetta hann Egill frændi minn og bloggvinur og Ellý kona hans sem lentu í þessum hremmingum. Ellý var sú sem hafði slasast mest og var hún að útskrifast af sjúkrahúsinu í dag og var ja svona hálf eitthvað eiginlega bara slösuð. Við vorum svo heppin að vera boðið í sunnudagslambasteikina og mikið var það gott. Unglingurinn var alveg til í að gera þetta að hefð.
Er nú er dagur að kvöldi kominn og allt að komast í ró. Stór dagur hjá börnunum á morgun. Allur skólinn eða allavega nemendurnir í Hlíðarfjall með skíði og skauta ja kannski frekar sleða.
Nóg í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2008 | 16:22
Sunnudagur til sælu.
Sunnudagur eftir árshátíð. Hálf er ég nú úldin. Þoli ekki svona vökur.
Hefði ekki boðið í það að eitthvað sterkt hefði verið í glasinu. En er sem betur fer löngu hætt því.
Þegar á heildina er litið var þetta sú skemmtilegasta árshátið sem ég man eftir að hafa farið á. 780 manns voru á hátíðinni og er það nú alveg ágætis fjöldi. En Mái sagði þó í sinni ræðu að ef allir starfsmenn Samherja í öllum löndum kæmu saman yrðu það um 3000. Eðli starfsseminnar samkvæmt er ekki hægt að koma öllum starfsmönnum saman á sama stað á sama tíma. Kannski eins gott, því erfitt væri að finna húsnæði fyrir svoleiðis hátíð. Það er ekkert sjálfgefið að maður sé ánægður með alla borðfélagana enda fólk misjafnt, bæði ég og hinir.En þessir félagar voru fínir og mikið helgið. Það er eins með veislustjórann, mér finnst ekkert allir veislustjórar skemmtilegir og sumir bara hálfleiðinlegir en í þetta skiptið var ég mjög ánægð. "Rándýr skemmtikraftur að sunnan"
var fenginn í hlutverkið. En sleppur þó því hann er hálfgerður Hríseyjingur. Og hvað eru Hríseyjingar í dag? Jú, Akureyringar. En þetta var enginn annar en Örn Árnason. Hann var alveg frábær í einu orði sagt. Algjör proffs orðinn í veislustjórn. Þræddi þessa fínu línu "hinn gullna meðalveg" allan tímann og fær 10 í einkun frá mér. Skemmtiatriði voru nokkur og alveg frábær líka. Bæði tónlistaratriði og svo fólk tekið utan úr sal og þá sérstaklega nýttir sönghæfileikar þeirra. Nema sjávarútvegsráðherrann, hann fékk að gjöf veiðikort. Hvað hann má veiða verður hann að svara.
En þá er það matseðillinn. Bautinn,Einar Geirs. og hans fólk töfruðu fram þvílíkur kræsingarnar að ég man ekki eftir öðru eins .
Forréttur.
Léttsaltaður þorskhnakki og gljáður humar með gulrótat-appelsínu compot og humarfroðu.
Milliréttur.
Bleikja ballontine með drekasalsa og pipar bleikja með limónusósu.
Aðalréttur.
Lambafillet crepes með jerúsalemætiþystlakartöflu, myrkisveppum, aspas og perlulauk.
Eftirréttur.
Tonka panna cotta með hvítu súkkulaði og vanillu-rómaosti.
Kaffi og koníak eða líkjör
Svo var þessu skolað niður með dýrindis hvítvíni með þeim tveim fyrstu og rauðvíni með lambinu.Sýndist mér á fólki að vínið smakkaðist með ágætum.
Ég gæti skrifað í allan dag um matinn en læt duga að segja að þetta var hin besta upplifun. Mér fannst ekki allt jafngott en veit þó að þar er einungis bragðskyni mínu að kenna en ekki matnum.Hann var í alla staði 100% flottur.
Hvanndalsbræður stigu á stokk og ég er ekki frá því að þeir hafi verið í extra góðu formi. Svo góðir voru þeir.Alveg brilliant. Svo sungu og spiluðu þeir í restina Magni,Matti og Eyþór. Og mér hefði nú ekki dottið í hug að setja þess menn saman í tríó en þökk sé þeim sem fékk þá hugmynd. Ekki var nú verra að þeir tóku svo mörg lög sem maður þekkti og gat sungið með. Ég hitti hana Maríu frænku mínu þarna og sagði hún mér að þessi skemmtun minnti hana á sjómannadagsböllin fyrir svona 10 árum og hún var alveg með stjörnur í augum því að það var víst svoleiðis ball sem unnustinn hafði boðið henni á þegar þau voru að byrja saman. En þau eru löngu gift í dag. En stjörnurnar eru enn til staðar.
Auðvitað hitti ég fullt af fólki þarna. Stínu granna til dæmis. (ekkert að gera með holdarfar, hún býr bara við hliðina á mér)Hún var jafn hress og venjulega.Svo hittum við Guðmundu frænki úr höfuðborginni. Hún er starfsmaður dóttufélags Samherja.
Engin alvöruslagsmál sá ég þarna. Smá púst en það sást ekki einu sinni blóð. Það er af sem áður var. Sjómenn orðnir svo dannaðir í dag.
Eins og þið sjáið þá er ég alveg einstaklega ánægð með kvöldið. Kannski líka að ég fer svo sjaldan út á skemmtanir almennt og þessi heppnaðist svo vel. Nú er ég alveg róleg fram að næsta ári.
Ætli þetta sé ekki nóg í bili.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2008 | 13:23
Lengi vitað þetta.
![]() |
Fiskur gerir börnin greindari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
-
alberta
-
amsa
-
anitabjork
-
annambragadottir
-
arniarna
-
atvinnulaus
-
dagny65
-
baldher
-
bestalitla
-
binnag
-
daggardropinn
-
drum
-
duna54
-
egillsv
-
godinn
-
gunnurr
-
frost
-
heidathord
-
himmalingur
-
hk
-
ingabaldurs
-
jakobk
-
jeg
-
jodua
-
jokapje
-
jonaa
-
juljul
-
kafteinninn
-
krummasnill
-
landsveit
-
lauola
-
ljosmyndarinn
-
maggatrausta
-
magnolie
-
neytendatalsmadur
-
mammann
-
osland
-
rannug
-
ringarinn
-
roslin
-
sifjan
-
58
-
snjokall
-
strumpurinn
-
tara
-
topplistinn
-
ziggi
-
zeriaph
-
vala
-
vogin
-
jona-maria
-
kolbrunj
-
gattin
-
gledibankinn
-
robertb
-
bjarnijonsson
-
ernadua
-
curvychic
-
gillimann
-
minos
-
hordurj
-
naflaskodun
-
joklamus
-
vallyskulad