Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
27.8.2009 | 16:49
Mótmælendur komnir í lögregluna?
Ekki átti ég nú von á því að eiga eftir að afsaka Hannes Hólmstein. En einhverntímann er allt fyrst.
Síðan hvenær geta mótmælendur lagt blátt bann við einhverri athöfn fyrir utan Alþingishús Íslendinga? Þarf eitthvað leyfi fyrir viðtali þar? Og hverjir veita þá það leyfi? Varla mótmælendur.
Og annað, hverjir ákveða hverjir mega mótmæla?
Á frelsið þá bara að virka fyrir suma?
Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.8.2009 | 08:29
Er þörf á stuðningi á fleiri á stöðum?
Nú er stóra spurningin. Mér sýnist á fréttinni að þessi aðstoð sé bara bundið við Reykjavík. Allt í góðu með það en þýðir það að ekki þurfi að aðstoða fólk á fleiri stöðum eða heyrist bara svona lítið í þeim? Ég er búin að athuga með minn skóla og þar virðist allt vera í þokkalegu lagi en við fréttum kannski ekki af þörfinni á fleiri stöðum. Hvernig væri nú að fleiri létu heyra í sér. Ég, persónulega væri alveg til að að gefa einhverja upphæð. Datt helst í hug að miða við verð á einni málningarfötu. Það myndi nú duga langt upp í bókakostnað hjá sumum. Þeir sem hefðu meira auka fé á milli handanna gætu þá fengið uppgefið hjá tryggingarfélagi hvað kostaði að þrífa eitt stykki hús eftir málningarsletturnar og gætu þá gefið þá upphæð.
Eígiði góðan dag.
Skólabörn studd til náms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2009 | 00:09
Stjörnuspáin
Naut: Einhver getur gefið þér góð ráð varðandi fjárhagslega framtíð þína. Núna gerist eitthvað óvænt sem færir þig nær ástinni - því dásamlega fyrirbæri.
Þetta með ástina, hélt ég væri í fínum málum þar.
En með fjárhagslegu framtíðina: Ég bíð eftir að þú hringir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.8.2009 | 10:14
Stjörnuspá dagsins.
Naut: Gefðu einhverjum sem á það ekki skilið annað tækifæri. Kannski áttu eftir að eiga í djúpum samræðum við þinn innri mann í dag og gætir jafnvel ákveðið að eyða meiri tíma með þér og honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2009 | 00:37
Heilbrigð skynsemi
segir mér að ef okkur er ætlað að borga meira en við ráðum við, sama hversu mikið við skuldum, þá geti bara farið illa.
Er þetta þá rétt leið?
Vonandi
Fleiri fari að dæmi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2009 | 01:29
Bloggarar hittast að Laugum. Myndir.
Veit ekki hvernig Erna kom tvöföld inn en það verður bara að hafa það.
Axel Þór fyrir framan dyrnar hjá Dóru.
Frúin tekur á móti okkur.
Nú vitum við hvernig við sjáum þær fyrir okkur.
Eh,eh, eh þú sást mig ekki. Hvað þarf ég að gera næst, keyra á þig?
Þau halda sem sagt með sitt hvoru liðinu.
Eru samt alveg vinir.
Dóra gestgjafi að redda grillinu.
Skvísur Anna Elísabet og Sigurbjörg
Á leið í sund.
Skál.
Grillað rúgbrauð með rjóma. Hverjum datt þetta yfirleitt í hug?
Gaman saman.
Halli grillmeistari og Huld grilluðu fiskispjót. Fannst það misgott en mjög gaman að smakka.
Kveðjustund.
Komin heim í kaffi til Dóru aftur.
Halli og Huld.
Ásgerður, Unna Mæja og Helgi.
Upplifði þó eitt á leið heim sem ég er ekki að skilja hvað ég komst vel út úr því. Þar sem ég er að keyra yfir brúnna við Fosshól, þá sé ég að maður stendur inn á brúnni hinu megin. Við erum að tala um einbreiða brú, niðamyrkur, mann í dökkum fötum með engin ljós og hann stendur þarna út á brúnni með myndavél um hálsinn. Er ekki allt í lagi með svona lið? Það var allavega ekki honum að þakka að ég keyrði ekki yfir hann. En þarna vakti einhver yfir mér.
Takk fyrir frábæra samveru í dag og kvöld öllsömul.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2009 | 10:04
Loksins!!!
Loksins sé ég frétt frá Bretlandi þar sem þeim finnst að einhver ábyrgð liggi á þeim sem létu plata sig. Það er nefninlega eins og með lánin hér heima. Það var enginn sem sneri upp á hendina á þeim.
Setningar eins og:
Hann segir að Bretar hafi beitt Íslendinga hörku, eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert gagnvart stóru ríki, til að mynda Indlandi. En indverskir bankar hafi á sama tíma og þeir íslensku verið að bjóða upp á útblásna vexti í Bretlandi.
Það voru sem sagt ekki bara íslendingar.
Hill segir að þeir sem áttu innistæður á Icesave-reikningum í Bretlandi hafi fengið þær að mestu greiddar. Hann telur að breskir sparifjáreigendur eigi að gera sér grein fyrir sínum hlut sorgarsögunni. Eftir allt þá hafi enginn neytt þá til þess að leggja inn á reikningana.
Heldur hafi greinarskrifin beinst gegn þeim sem áttu hærri fjárhæðir inni á reikningunum sem buðu upp á óeðlilega háa vexti. Þeir sparifjáreigendur höfðu fallið fyrir kænskubragði markaðsmanna og stjórnvöld hafi ekki þurft að leysa þá úr snörunni.
Flestir þessara viðskiptavina vildu kenna öllum öðrum nema þeim sjálfum fyrir klípuna sem þeir voru í.
Þeim var gert að greiða háar stríðsskaðabætur til Bandamanna, láta lönd af hendi til Frakklands og Póllands, nýlendur voru teknar af þeim og takmarkanir voru settar á heimild Þjóðverja til að halda úti herliði.
Hvað ætli við þurfum að láta af hendi? Getur einhver ímyndað sér það?
Over and out
FT: Ábyrgðin sameiginleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad