Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Með ólíkindum ef satt reynist.

Íslenska þjóðin er búin að taka út refsinguna fyrir því að þessir peningar séu ekki til. Ekki nóg með það, heldur er meira að segja mökuleiki á að þetta hafi verið besta ákvörðunin í stöðunni.

Fram hefur komið að 123 breskar sveitarstjórnir áttu yfir 920 milljónir punda, jafnvirði 175 milljarða króna, á reikningum hjá Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi.

Sunday Times hefur eftir Paul Carter, formanni bæjarráðs Kent, sem átti nærri 50 milljónir punda á íslenskum bankareikningum

Ástæðan fyrir því að við vorum með svona mikið lausafé inni á bankareikningum var sú, að við seldum mikið af hlutabréfum fyrir 18 mánuðum þegar verið var í hámarki. Við höfum verið gagnrýndir fyrir að leggja féð inn í íslenska banka en nú er útlit fyrir að við hefðum tapað mun meira fé ef við hefðum haldið fénu bundnu í hlutabréfum," segir Carter við blaðið 

Er það bara mér sem finnst eitthvað athugavert við að sveitarstjórnir séu að gambla með peninga sveitungana í erlendum bönkum?

Af hverju skyldu þeir hafa gert það ? Jú, gamla góða græðgin, ekkkert annað. Ég sé lítinn mun á hegðun þessa Paul Kent og íslensku pappírspésana,  eini munurinn eru upphæðir.

Ég reyndi að fylgjast vel með fréttum um það hvort einhverjir breskir fjármálastjórar eða sveitastjórar sveita sem áttu innstæður í íslensku bönkunum væru látnir bera einhverja ábyrgð. Og ég las eina frétt á öllu þessu tímabili þar sem sagt var frá því að einhver sveitarstjóri hefði verið látinn taka pokann sinn. Kannski veit einhver annar meira. Trúlega hafa þeir verið ( eins og margir íslendingar) svo uppteknir af því að kenna öðrum um, íslendingum í þessu tilfelli, því þá þurftu þeir ekki að taka ábyrgð á eigin hegðun.

Ég óskaði þess nett í nokkrar sekúndur eftir að ég las fréttina að við gætum bara neitað að borga því þeir væru búnir að dæma heila þjóð án dóms og laga. Stundum er góð tilfinning að vera bitch, en bara  smástund.

Annars er ég bara góð.

 


mbl.is Óvænt fé í íslenskum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúlar á móti

Má til með að setja inn nokkur orð um þessa sýningu, þar sem við mæðgur fórum að sjá hana í kvöld. Ég var búin að heyra eitthvað af henni og aðalatriðið var að hún væri bráðfyndin. Þess vegna fórum við, til að hlægja. Og við hlógum, heilmikið. Þær eru snillingar þessar konur: Helga Braga, Edda Björgvins. og Björk Jakobs.

 Þarft þú á hlátri að halda í líf þitt? Ég veit að það eru margir. Jafnvel enn fleiri núna en venjulega. Það er þessi sýning málið. Konur: Ég mæli með að þið komið lítið sem ekkert málaðar, allavega með tárheldar snyrtivörur. Og takið með ykkur bréf til að þurrka tárin. Smile

Ég þekkti fullt af fólki þarna í kvöld. Kom mér á óvart hvað það voru margir af Svalbarðsströndinni en svo kom í ljós að þarna var heilt kvenfélag á ferðinni. Svo var hópferð úr Bárðardal og hitti ég þar frændfólk.

Nú skora ég á þá sem hafa ekki séð sýninguna en langar að fara á bráðskemmtilega sýningu og fá að hlægja, þá endilega skellið ykkur.

 

96E5CC7F9986

Þarna eru þær skvísurnar.

Góða nótt og ljúfa drauma.


Danskurinn að passa okkur?

Verð nú að viðurkenna að þetta hljómar hálf óhuggulega. Skil samt að það þurfi varaflugvöll í stað Keflavíkurflugvallar.
mbl.is Með vélbyssur og flugskeyti yfir Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú væri gaman.....

að fá upplýsingar um stöðuna í þessum málum núna miðað við í fyrra. Hvað skyldi hafa vantað í mörg störf þá? Fannst einhverjum þeir bera skylda til að gera sitt til að fylla í þessi störf sem vantaði í þá? Ber ríki og bæ þá skylda til að sjá öllum fyrir vinnu í sumar?

Hvað finnst ykkur?


mbl.is Þúsundir sækja í sumarstörfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæsta verðið í svifrykinu?

Hæst er verð á íbúðum í fjölbýli í Reykjavík innan Hringbrautar og Snorrabrautar

Endilega leiðréttið mig ef þið vitið betur, en er þetta ekki akkúrat svæðið á höfuðborgarsvæðinu sem  yfirleitt mælist með mesta svifryksmengun?  Er fólk þá að borga aukalega fyrir svifrykið? Nei, bara grín en samt merkilegt ef satt er.


mbl.is Mikill munur á íbúðaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hm.... er að reyna að sjá þetta fyrir mér.

Auðvitað er þetta ekkert fyndið en ég er að reyna að sjá fyrir mér hvernig þetta er hægt. Annar hvort XXL eða alveg ótrúlega liðugur. 
mbl.is Beit framan af eigin lim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupir einhver þetta bull?

Aldeilis sem búið er að gera úr þessu máli.  Hvað hefur þetta oft gerst í gegnum tíðina? Ekki kannski með hreindýr en önnur dýr.

En heppilegt fyrir Kolbrúnu að fá að gera svona góðverk korter í kosningar. Held meira að segja að  hún fái atkvæði út á þetta.

 

Getum við ekki reddað hinum svona líka? Wink  Örugglega einhver sem þarf á því að halda.


mbl.is Mun tryggja að Líf fái líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verst að engar myndir séu til.

Slæmt að ekki séu til neinar myndir af skemmdunum sem hústökufólkiið var búið að gera áður með að t.d. negla fyrir uppgönguna? Beitti lögreglan ekki keðjusög og kúbeini við að opna eitthvað sem hafði verið lokað áður? Væri gaman að sjá mynd af því líka.
mbl.is Fékk hland fyrir hjartað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sínum tíma.

Mörður Árnason Samfylkingu fagnaði samþykkt laganna og sagði bæði skynsamlegt og sanngjarnt að fjölga þeim sem fá greidd listamannalaun en það hefði ekki verið gert undanfarin 13 ár. Furðaði hann sig á að sjálfstæðismenn kæmu í bakið á varaformanni sínum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrv. menntamálaráðherra, sem hefði undirbúið þetta mál á sínum tíma og stutt það.

 

Það var þá, en eru ekki aðrir tímar núna? Eða er það bara hjá okkur hinum?


mbl.is Lög um listamannalaun samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband