Leita í fréttum mbl.is

Allt í kringum mann

Og þetta heldur áfram á meðan fólki finnst þetta í lagi. Hvað eigum við hin að gera, láta vita eða þegja? Hvað finnst ykkur?
mbl.is Mikilvægt að draga úr bótasvikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer kannski eftir því hver er að svíkja og af hverju.

Ég mundi ekki segja frá fólki sem er eitthvað að svindla á kerfinu til að geta dregið fram lífið.  Ég mundi hinsvegar segja frá ef sama fólk færi að nota slík svik til að auka á lúxus.

Til dæmis, þá mundi ég ekki segja frá fólki sem skráir sig úr sambúð á meðan það er í námi, ég mundi hinsvegar klaga ef þau héldu svikunum áfram að námi loknu og komin með góðar tekjur.

Björn I (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:34

2 identicon

Já Björn ... með sama hætti getum við svo hugsað okkur að réttlæta t.d. bankarán ef bankaræninginn er í námi eða bara blankur.

Borat (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:38

3 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir þetta fróðlega innlegg Björn.

Eru fleiri með skoðun á þessu?

Anna Guðný , 22.4.2009 kl. 10:38

4 identicon

Borat : Það er skylda þeirra sem fara með lýðræðisleg völd hér á landi að allir geti lifað af vinnu sinni og á í raun að vera þannig að fólk geti lifað af einu starfi en þurfi ekki að vinna 2 störf eða meira til að komast af.

Bregðist stjórnvöld þessari skyldu sinni, þá sé ég ekkert að því að fólk taki það sem það þarf frá ríkinu með ólöglegum hætti.

Annars er ég svosem sammála því sem þú segir þarna að einhverju leiti.  Það skiptir mig máli hvort svangur eða saddur maður stelur brauði.  Það skiptir mig máli hvort róni stelur sér mat eða hvort Árni stelur sér hellusteinum.

Ég er alveg til í að horfa í gegnum fingur mér við afbrotum sem kosta mig sem skattgreiðanda eitthvert fé ef það er vegna neyðar eða til að geta einfaldlega lifað af.

Bankaránum fylgir hinsvegar ofbeldi eða hótanir um slíkt, það er því kannski ekki alveg rétt að bera þettta tvennt beint saman.

Björn I (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:47

5 identicon

Öll svik á kerfinu draga úr trúverðugleika þess. 

Ég var skráður í sambúð allt mitt nám og þurfti að líða fyrir það, þurfti t.d. að bíða lengur en aðrir eftir leikskólaplássi fyrir börnin mín þar sem flest allir skólafélagar mínir voru ekki skráðir í sambúð þrátt fyrir að vera vissulega í sambúð.  Þegar ég loks fékk leikskólapláss, þá þurfti ég að borga talsvert meira fyrir það.  Og ekki voru þessir skólafélagar mínir að lepja dauðann úr skel.  

Þessi svik ganga áfram vegna þess að öllum er farið að finnast þetta í lagi.  Ég held að það sé tími kominn til að fólk taki sig saman og hætti þeim hugsunarhætti.  Svona brot er náttúrulega ekkert annað en þjófnaður frá öðrum skattgreiðendum.  Við höfum ekki efni á því að láta svona lagað viðgangast lengur.  Allir verða að taka þátt í að laga til í þjóðfélaginu okkar, bóta og tryggingasvikarar eru ekki undanþegnir.

Róbert (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:52

6 Smámynd: Halla Rut

Hærri bætur til einstæðra foreldra er til þess að aðstoða þá er minni möguleika hafa á því að afla sér tekna. Þeir er svindla á kerfinu með þeim hætti að skrá sig ekki í sambúð en eru það samt gera sér sjaldnast grein fyrir því að svindl þeirra, ásamt allra hinna er svindla, dregur úr framlögum til þeirra er virkilega þurfa á því að halda. Framlög til þeirra tekjulægstu er neyðaraðstoð og ætti aldrei að misnota.

Ég bara skil ekki afhverju einni fjölskyldu finnt það réttlætanlegt að þiggja skattpeninga frá okkur hinum framar en þeim er heiðalega koma fram í okkar samfélagi. Við skulum hafa í huga að þeir er svinda eru ekki bara að svindla á kerfinu heldur eru þeir að hafa fé af okkur öllum.

Halla Rut , 22.4.2009 kl. 11:02

7 identicon

Halla Rut : Ég styð fólk sem setur hag sinn og barna sinna ofar hag kerfisins eða þeirra sem betur hafa það.  Ertu ósammála því að fólk eigi að geta lifað mannsæmandi lífi?

Ef kerfið getur ekki boðið upp á það, þá verður fólk einfaldlega að taka sér það sem á vantar og sé ég ekkert að því.

Það er ekkert svart/hvítt í lífinu.

Ég skal glaður sjá í gegnum fingur mér gagnvart þeim sem fremja lögbrot vegna neyðar sem kerfið ætti með réttu að taka á.

Líkt og Róbert þekkti ég marga í mínu námi sem svindluðu á kerfinu, greiddu minni leikskólagjöld og slíkt.  Sjálfur svindlaði ég ekki og hef því alveg fundið fyrir ósanngirninni sem hann talar um.

En hefði maður klagað, hefðu þá allir geta lokið námi?  Í dag eru þetta skattgreiðendur sem við högnumst meira á til langframa en hefði þetta fólk ekki menntað sig. Ég veit ekki um að neinn minna samnemenda sé að svindla á kerfinu í dag.

Björn I (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:29

8 Smámynd: gaddur

Anna Guðný takk fyrir bloggvináttu.Ég held að engin sé sæll af þessum bótum sem borgaðar eru hér,maður hefur heyrt um öryrkja sem þiggja bætur og vinna svo fulla vinnu og þetta er rangt finnst mér annars veit ég ekki mikið um hvernig bótakerfið virkar hér.Kveðja

gaddur, 22.4.2009 kl. 11:49

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég tek heilshugar undir með Höllu Rut, og ég veit dæmi þess að fólk eru öryrkjar og eru svo að vinna svart og eða baka kleinur hafa kostgangara og sitthvað fleira, ég veit bara að ég gæti ekki gert þessa hluti þá færi ég í hjólastólinn.

Held líka að þeir sem verða öryrkjar og eru svo að reyna að drígja tekjurnar, skilji ekki að einn góðan veðurdag er allt búið það getur ekki meir.

Ég veit einnig dæmi um par sem skildi til að hún fengi meiri pening þau voru bæði í námi bygðu síðan einbýlishús og alles voru kærð og þurftu að borga heldur betur tilbaka, margra ára svindl.
Því þetta kallast á góðri íslensku að draga sér fé.

Ég gæti lengi talið upp en læt þetta duga, nema ég er sko ekki að mæla bótum neina bót þær eru skammarlega litlar.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2009 kl. 12:13

10 Smámynd: Anna Guðný

Vá , bara fjör. Takk fyrir komuna öllsömul.

Borat: Takk fyrir innlitið.

 Róbert: Þessi saga sem þú ert að segja hér hef ég heyrt áður og það sem mig langar til að vita er: Langaði þér aldrei til að láta vita af þessu? Léstu  þetta bara fara í taugarnar á þér og svo ekki meira?

Ég man  þegar við hjónin skráðum okkur í sambúð. Ég var einstæð áður og við ákváðum að búa saman í ca. ár áður en við skráðum okkur. Bara til að koma aðeins reynslu á sambúðina, vissum að það væri meiriháttar mál fyrir mig peningalega að snúa til baka ef þetta gengi ekki upp. Við fengum heldur betur að heyra það eftir árið eða hvað það var þegar við svo skráðum okkur hvað við værum vitlaus af því að við myndum "tapa" svo á að skrá okkur.

Bara þegar ég hugsa núna veit ég um tvö heimili sem eru að svindla á kerfinu. Á einu heimilinu er það bróðir konunnar sem leigir hjá henni herbergi en er skráður á öðrum stað þar sem systirin myndi missa bætur ef hann skráði sig þar. Svo er það par með stelpu á öðru ári þar sem mamman er skráð á öðrum stað en býr þarna með manni og barni.  Svo þekki ég til þar sem þau eru að vísu skilin parið. En þar voru þau aldrei skráð , hún var einstæð áður. Þau flytja saman, kaupa íbúð, hann leigir henni íbúðina. Hann borgar meðlag með barninu þeirra , þannig að sá peningur fer úr öðrum vasanum í hinn. Hann hikaði ekki við að segja frá þessu í vinnunni og fannst þetta bara í lagi.

Anna Guðný , 22.4.2009 kl. 14:31

11 Smámynd: Anna Guðný

Halla Rut og Milla: Tek heilshugar undir það sem þið báðar skrifið þarna. Þarf ekkert að orðlengja það.

Anna Guðný , 22.4.2009 kl. 14:32

12 Smámynd: Anna Guðný

Björn:

En hefði maður klagað, hefðu þá allir geta lokið námi?

Já, stór spurning. Kannski ekki. Ég skil alveg hvað þú ert að meina. Þú ert að meina vel, en heldur þú virkilega að þeir færu að segja þér í dag að þeir séu að svindla á kerfinu?

gaddur: Gaman að fá þig í  bloggvinahópinn. Nei, það er víst ábyggilegt að það verður enginn feitur af þeim bótum sem borgaðar eru. Það er þó einn hópur sem hefur það verr en þeir og það eru þeir lægst launuðu. Það eru ansi margir í þeim hópi. Þeir fá laun litlu hærri en bæturnar, en þurfa að borga alla þjónustu upp í topp. Veit að t.d. hér á Akureyri fá öryrkjar frítt í sund og á skíði. Sem er hið besta mál en er hrædd um að þeir lægst launuðu hafi ekki sömu möguleika þarna.

En takk fyrir mig öll

Anna Guðný , 22.4.2009 kl. 14:41

13 Smámynd: Halla Rut

Björn og flr.

Í gegnum tíðina hef ég, eins og örugglega flestir, orðið vitni af miklum fjölda fólks er svindlar með einum eða öðrum hætti á kerfinu. Sanngjarnt er að segja að einhverjir af þeim hafi þurft á því að halda en alls ekki allir. Ekki er það kannski ríkt fólk sem er að svindla en mjög oft hinn meðalmaður sem oft á tíðum er í svipaðri stöðu og annað fólk er leyfir sér ekki að svindla og get ég bara ekki á nokkurn hátt séð að það sé eitthvað sem það fólk sé að gera til að setja börnin sín framar öllu. Þvert á móti þá tel ég þetta vera slæmt fordæmi til bara þeirra. Og fyrst ég tala um fordæmi þá er það þannig á svindl á kerfinu erfist e.m.ö.o. þá er það algengt að börn þeirra er skrifa sig á kerfið geri það einnig.

Þetta er vandamál hér sem ég tel að fáir geri sér grein fyrir. Í Bretlandi þar sem það að "vera á kerfinu" þykir nánast eðlilegt þá er það orðið nú þriðja og fjórða kynslóð sem ekki vinnur og lygur til að þyggja bætur. Um 3 milljónir barna í Bretlandi alast upp við það að sjá aldrei neinn fullorðin fara til vinnu. Við skulum forðast það eins og djöfulinn sjálfann að þannig verði þróunin hér. Nú á þeirri ögurstund er við lifum við nú er einmitt mikil hætta á þessari þróun og er hún þegar byrjuð. Nú eru fleiri þúsund störf laus til umsóknar í landinu en þrátt fyrir það þá eru um 17.000 mans atvinnulausir sem kæra sig ekki um þessi störf. Að fólk kjósi það heldur að vera atvinnulaus og þiggja bætur heldur en að taka hverju því starfi er býðst er eitt mesta mein fyrir samfélagið er hugsast getur.

Annað sem má leiða hugann að er hvað gætum við í raun gert fyrir þá fötluðu, þá er haldnir eru raunverulegri örorku, barnafólk sem er eitt að ala upp börn sín eða eru í námi ef engin svindlaði? Það er mín tilfinning að það væri allt að helmingi meira því svo stórt tel ég svindlið vera.

Halla Rut , 23.4.2009 kl. 12:55

14 Smámynd: Anna Guðný

Þannig að ef við dögum þetta saman en þá ekki aðalmálið hugsunarháttur? Hvað þykir okkur eðlileg hegðun?

Ef mér finnst ekkert að því að einhver svíkji undan skatti , eru þá ekki meiri líkur á því að ég geri það? Og eru þá ekki líka meiri líkur á því að ég flytji þessa skoðun mína til barnanna. Alveg eins og Halla Rut var að segja hér að framan með að "vera á kerfinu"

Mikið er ég sammála þér Halla Rut að við verðum að berjst með kjafti og klóm gegn þessarri þróun. Ég er stundum alveg í vandræðum með mig þegar ég heyri fullfrískt fólk kvarta yfir því að vera atvinnulaust, við með þennan lista með, ja eru það ekki 7.000 störf sem eru á lausu. Og hvað með þó annar aðilinn á heimilinu þurfi að fara burtu í vinnu tímabundið?

Ég sé að ég þarf að fara að fylgjast betur með blogginu þínu Halla Rut, mér líst svo vel á skoðanir þínar.

Anna Guðný , 23.4.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 201260

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband