Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
20.3.2009 | 01:22
Framhaldsnám á framhaldsnám ofan!
Það er hálfpartinn verið að hrekja stóran hluta þessa fólks úr landi," segir Friðbert en að hluti þessa fólks, um það bil þriðjungur, hafi hellt sér út í framhaldsnám. Síðan hefur einhver hluti þeirra, sem betur fer, stofnað eigin rekstur, segir Friðbert.
Ekki býst fólk við því í alvöru að á Íslandi sé endalaust hægt að háskólamennta fólk og allir fái starf við hæfi?
1.300 bankamönnum sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2009 | 23:11
Bloggarakaffi
Við höfum svo gaman að því að hittast og skemmta okkur, bloggararnir hérna fyrir norðan að við verðum að hittast svona einu sinni í mánuði. Og því er komið að því laugardaginn 28. mars.
Meiningin er að vera á sama stað á sömu stundu og síðast þ.e.
Kaffi Karolína kl. 16.00
Ég mun hafa samband og biðja um að eitthvað verði af tertum handa okkur.
Svo er meiningin að skipta um laugardag þannig að næsti hittingur verði svo 2.maí.
Gaman að því mikill áhugi er hérna að nú þurfum við að hleypa að vaktavinnukonunum sem eru á "hinni vaktinni" svo þær geti verið með.
Næsti þar á eftir myndi vera 6. júní, er ekki þá kominn tími á hana Dóru vinkonu okkar á Laugum að standa við stóru orðin og bjóða í heimsókn?
Hvernig líst ykkur á þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.3.2009 | 08:36
Flensusaga
Ég hef ekki skrifað mikið hér síðustu vikur. Ástæðan er sú að ég náði mér í inflúensu. Og þá meina ég ekki þessa sem flestir voru að fá, heldur þessa alvöru sem skellti manni flötum. Það er sko stór munur þar á. Eitt að því sem fylgdi þessari flensu var að ég missti allt lyktarskyn. En hvernig ég komst að því að ég fyndi enga lykt var ja svona.
Málið var að eiginmaðurinn tók að sér að passa hund hérna í nokkra daga. Já einmitt, það voru tveir hundar á heimilinu í nokkra daga. þær eru miklar vinkonur svo það er allt í lagi. Málið er að gestahundurinn hún Rispa fékk í magann. Það er alveg með ólíkindum hvað stór hundur getur "skitið" mikið. Hún hélt engu greyjið þó verið væri að fara með hana í tíma og ótíma út. Voru því að finnast hlussur hér og þar um íbúðina eftir nóttina.
Eina nóttina þarf ég á klósettið og skreiðist fram hálfmeðvitundarlaus. Sé ég þá að hún hefur gert þarfir sínar á baðgólfið. Bæði 1 og 2. Ég hef enga heilsu til að hreinsa þetta upp en set þó handklæði yfir hlandið svo að börnin fari nú ekki að ganga í þessu og blotni hálfsofandi að morgni. Hugsa þó með mér að af því að það sé engin lykt þá hljóti hún nú að vera orðin skárri í maganum hundgreyjið og þetta sé að verða orðið gott. Fer ég svo bara að að sofa aftur.
Vakna ég svo aftur við skrýtin hljóð. Hvað er eiginlega í gangi, er einhver orðin veikur? En þá heyri ég bölv líka. Þvílík andskotans pest er af þér hundur. Er það þá blessaður eiginmaðurinn að hreinsa baðherbergisgólfið og það var svo lyktið að hann kúgaðist út í eitt.
Það var sem sagt ekki lyktarlaust, ég bara fann enga lykt. Þarna þakkaði ég fyrir það.
Skrýtið samt hvað það hittist á að hún var orðin góð akkúrat þegar eigendurnir komu heim.
Eigiði góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.3.2009 | 00:32
Var um eitthvað annað að ræða? :)
Bruggarar játuðu sök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2009 | 09:32
Og myndin af Árna!!!
Ragnheiður Elín sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.3.2009 | 00:43
Tjalda í mars á Íslandi!
Nú ætla ég ekkert að setja út á að þetta ferðafólki hafi verið þarna. Mér finnst líka frábært að þau fundust og að ekkert amar að þeim.
Það sem ég er að reyna að skilja er: Hverjum dettur í hug að fara í tjaldútilegu á Sprengisand í mars? Þetta hljómar svo gjörsamlega út úr korti að það hálfa væri nóg.
Ég hef einu sinni vaknað í tjaldi í Mývatnssveit og nokkra sentimetra snjór fyrir utan. Það var ekki gaman, en tjaldfélagi minn, svíi var himinlifandi yfir þessari upplifun. Skrýtið fólk.
Vona að ferðin gangi annars vel hjá þeim.
Ferðamönnum komið til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.3.2009 | 01:28
Leti
Er þetta ekki bara leti? Ég meina, þú þarft að standa upp úr sófanum og kveikja á heilasellunum. Þú þarft að hafa fyrir því að tala við barnið þinn um alvarleg mál sem krefjast athygli þinnar. Þú þarft að útskýra eitthvað með orðum sem börnin skilja. Þetta er auðvitað meirháttar mál ef síðustu ár hafa farið í sígó og bjór eftir vinnu.
Spurning hvort sé sama fólkið sem hegðar sér svona og er svo að kvarta?
Hvað heldur þú?
Kvartað vegna fötlunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad