Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
28.2.2009 | 22:10
Norðurport og Bloggarahittingur!
Klaufi ég að setja ekki texta áður en ég byrjaði að setja myndirnar inn. Ég nefninlega kann ekki að setja texta fyrir framan mynd. En hann Jón Hrólfs. verður bara að fá að vera á undan öllum texta. Hann tók þátt í því að skapa stemmningu í Norðurporti í dag. Gaman að hafa nikkuspilara.
Langar að gefa ykkur aðeins nasasjón af því sem verður á boðstólum á morgun. Að vísu voru tveir aðilar sem ég gleymdi að taka mynd af. Hverjir ætli það séu? Jú, ég og Lilja. Alveg ótrúlegt.
Svo gleymdi ég alveg í upptalningu minni í gærkveldi að segja frá bókinni sem ég er að selja.
Saga mótorhjóla á Íslandi. Málið er að eins og margir vita þá er verið að byggja mótorhjólasafn hér á Akureyri. Þetta safn er byggt til minningar um Heidda Jóhanns. Að þessu framtaki standa fjölmargir aðila þar á meðal bræður hans og frændur. Þessa bók er ég að selja til styrktar safninu. Ég gef sölulaunin mín til safnsins sem eru kr. 600 af hverri bók. Bókin er á gjafverði kr. 2990.-
Endilega þið sem eruð á ferðinni á morgun, lítið við og kíkið á bókina
Hér situr hún Elspa, yfiramma, í horninu sínu og bíður fólk velkomið. Hún er manneskjan sem á hamar,nagla og ýmislegt smálegt sem margir söluaðilar þurfa á að halda en hafa ekki fattað að taka með sér. Ýmislegt smálegt er í boði hjá henni, eins og þið sjáið á myndinni. Sjón er sögu ríkari
Hér er stjórinn okkar, hún Margrét. Hún rekur Norðurport og heldur vel utan um okkur öll. Svo er hún að selja þá matvöru sem staðurinn selur. Má þar nefna harðfisk, kleinur og soðið brauð. Á bak við hana situr hún Guðríður með rósamálunina.
Hér er Alda með vörurnar sem pabbi hennar smíðaði. Má þar nefna uppþvottabursta, fatabursta og svokallaða bílaþvottabursa. Á gólfinu fyrir framan borðin stendur svo barnavagga. Svakalega er hún flott. Ég væri sko til í að eiga eina svona fyrir seinni tíma. Fjölskyldukarfan okkar var nefninlega lánuð ðut fyrir fjölskylduna og kom aldrei aftur. Alveg synd.
Unnur við borðið sitt. Af ýmsu að taka þar.
Þessi er með frá verslun í Rvík. Gleymdi að spyrja hvað hún heitir en er eitthvað með hermannaföt.
Svo eru þær tælensku. Ljósaseríurnar eru sérstaklega fallegar og svo eru þær með ýmislegt annað sem þær föndra.
Prjónakonan duglega.
Selma með skartið. Aldeilis mikið í boði hér.
Myndlistarsýningin " Haldið af stað...." er samsýning hjónana Dagbjartar Matthíasdóttur og Magnúsar Hannibals Traustasonar og er þeirra fyrsta sýning
Virkilega gaman að fylgjast með þeim mála.
Kaffihúsið virkar vel.
Setið á spjalli.
Eftir markað skellti ég mér á kaffihús með Moggabloggurum. Eins og venjulega skemmtum við okkur alveg einstaklega vel. Alveg er það sérstakt hvað þessi hópur er orðin góður. Skiptar skoðanir en mikið hlegið. Ég, meira að segja tók smá leikatriði og drap næstum Ásgerði mína úr hlátri. Þetta er kannski leyndur hæfileiki.
Gísli, Milla og Sigga.
Erna Einis.
Halli Huldar.
Ofurkrúttin Ásgerður og Dóra, Erna brosir að þeim.
Þarna er Milla að fara að halda ræðu. Frænkurnar Gunnur og Huld Ringsted.
Dóra og Sigga.
Þegar Ásgerður lokar augunum er hún að úskýra eitthvað. Milla fylgist spennt með.
Þar með er þessum skemmtilega degi lokið. Það er annar, jafnskemmtilegur á morgun. Ég er aftur í Norðurporti og þessi sem eru á myndunum hafa opið líka og kannski fleiri.
Hlakka til að sjá ykkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.2.2009 | 22:54
Merkilegt
Merkileg upplifun þessa dagana. Núna eru við að upplifa það í fyrsta skipti í mörg, mörg ár, hvað eftir annað að Sjálfstæðismenn séu að mótmæla einhverjum á kvörðunum eða vinnubrögðum. Veit ekki með ykkur en mér finnst hálf kjánaleg tilfinning að hlusta á þá í þessari stöðu. Við erum svo vön þeim í ákvörðunum. En nú á allt í einu að fara að hlusta á aðra og jafnvel fá ráðleggingar frá öðrum. Mér hefur nú fundist þeir ekki hafa farið mikið eftir ráðleggingum annarra hingað til, nema bara það henti þeim.
En þetta finnst mér bara
Þarf að skoða málið betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.2.2009 | 20:22
Kaffihús Moggabloggara á Akureyri
Bara að minn á kaffihúsið á morgun.
Kl. 16.00 á Karolínu í Listagilinu
Mér var lofað slatta af tertum svo það ættu allir að geta fengið eitthvað fyrir sig með kaffinu.
Ég ætla að byrja daginn, eins og venjulega, á að vera í Norðurporti. Verð þar frá 11.00 - 16.00.
Þá taka Elspa og Margrét við borðinu mínu og klára daginn. Gott að eiga góða að.
Þið sem ekki hafið kíkt í Norðurport, endilega látið nú verða af því.
Ýmislegt verður í boði. Ég verð með ullarvörurnar. Þessa líka fínu, einföldu ódýru vettlinga, prjónaða úr léttlopa á aðeins kr. 1000. Nokkur sokkapör á ég. Svo var ég að fá nýja vettlinga, útprjónaða ofboðslega fallega. Þeir verða auðvitað dýrari, enda prjónakonan mun lengur að prjóna þá.
Svo er ég með gramskassann. Þar er að finna notuð föt á gjafaprís. Aðeins þrjú verð: 200-500-1000. Vasabrotsbækurnar í tugatali aðeins kr. 100.-
Sjáumst öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2009 | 18:35
Of eða van.
Það er vandlifað í heimi kvikmynda. Ef þær eru ekki of grannar, þá eru þær of feitar. Ef ekki of feitar, þá eru þær of brjóstastórar. Ef ekki of brjóstastórar, þá of brjóstalitlar. Ef ekki of brjóstalitlar, þá of stórar yfirleitt eða of litlar yfirleitt. Alveg merkilegt að þær haldir sönsum, svona flestar.
Hafið það gott
Mischa ekki of grönn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 16:01
Konur/ karlar
Verð að viðurkenna, er ekki alveg að fatta þessa ákvörðun. Einn sagði mér að það væru konur í stjórninni vegna þess að bankastjórinn væri karlmaður. Er ekki að kaupa þá skýringu.
Ein stór spurning, er einhver banki með eintóma karlmenn í stjórn? Veit að þessar upplýsingar liggja fyrir en nenni bara ekki að leita að þeim.
Engin karl/kven remba í gangi hérna, bara hissa og forvitin.
Hugsanlega brot á jafnréttislögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 00:57
Hinn gullni meðalvegur!
Hinn gullni meðalvegur gildir í þessu eins og svo mörgu öðru. Auðvitað er það engum hollt að vinna of mikið, hvorki henni/honum sjálfri/sjálfum né fjölskyldunni. En það að hafa enga vinnu, að vera atvinnulaus hlýtur að hafa slæm áhrif líka. Þá er líka svo áríðandi að hafa eitthvað fyrir stafni, eitthvað til að vakna til á morgnana. Ég er ekki þunglynd en ég veit samt að ég væri í vondum málum með svefn ef ég þyrfti ekki að fara á fætur með börnunum á morgnana.
Svo er það líka að þið sem viljið fylgjast með, það er bara ekki "inn" að vinna of mikið í dag. Það er aftur á móti "inn" að eyða gæðatíma með fjölskyldunni.
Góða nótt
Langir vinnudagar geta haft slæm áhrif á andlegt heilsufar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2009 | 09:20
Bloggarar á Akureyri á kaffihús
Sko, það eru Moggabloggarar sem ætla að hittast. Við erum svo skemmtileg hvert með öðru að við ætlum að hittast á laugardag.
Sem sagt:
Laugardag 26. febr. kl. 16.00
Rub23 eða kaffi Karolína í listagilinu. . Þar fáum við að vera í næði á efri hæðinni.
Endilega látið þá sem þið þekkið og tilheyra hópnum vita.
Sjáumst skemmtilega fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.2.2009 | 21:25
Öskudagurinn á Akureyri
Einhverntímann síðustu nótt er pikkað í öxlina á mér og sagt: Mamma, ég vaknaði og gat ekki sofnað aftur út af veðrinu. Ó nei, hugsa ég. Við sem erum að fara á flakk í fyrramálið. En valkirkjan eyddi síðustu klukkutímunum eiginlega ofan á mér meira en við hlið. Hún er nefninlega svo hrædd um að meiða pabba af því hann var í skurðaðgerð. En eitthvað dormuðum við og fórum svo á fætur upp úr hálf sjö. Unglingurinn var óvenjufljót á fætur, því hún var á leið til höfuðstaðarins í dag. Gaurinn aðeins í lága gírnum, hálfþreyttur, blessaður. En allir voru að verða til þegar afgangurinn af liðinu mætti hér um hálfátta. Rúmur hálftími fór svo í að æfa smá, setja upp andlitið og mömmurnar fengu sér kaffi og spjölluðu eitthvað.
Svo lögðum við í hann.
Klappstýrurnar.
Mamman með hettuna saumaði búningana upp úr gömlum bolum keyptum í pokavís á flóamarkaði Hjálpræðishersins. Takk elsku Guðrún ofurmamma með saumavél.
Þetta er sem sagt Troy ú High School Musical með klappstýrunum sínum.
Við fengum alveg aldeilis frábærar móttökur allsstaðar.
Hér eru þau á Óseyrinni.
Lúlli frændi bókar á Blikkrás.
Þessir kalla sig Emil og útrásarvíkingana. Þeir voru ekkert smá góðir. Þið sjáið hvað þeir lifa sig inn í dæmið.
Valkirjan mín að lifa sig inn í leikinn.
Trésmíðafyrirtækið Ýmir tók vel á móti okkur.
Þar hittum við líka Kristrúnu og Ómar með vinkonu sinni.
Duglegar mömmur með fjögur á fæti og tvö í vagni. Kristín og vinkona hennar.
Hér eru þau að syngja fyrir Gunnar bróður minn í Vélaborg.
Liðið mitt að syngja.
Lína langsokkur kemur í ýmsum stærðum.
Svo var nú það. Rosa gaman en mikið er ég þreytt eftir daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2009 | 20:40
Og??
Er þetta ekki bara hið besta mál? Eða má ekki vera sammála Framsóknarmanni?
Þetta lítur vel út og ég er aðeins farin að hafa áhuga á að fylgjast með þ.e. aftur. Var alveg búin að fá nóg af þessari pólitík okkar.
Hafið það gott
Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 12:21
Amacing Grace í ýmsum útfærslum
Njótið vel
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 201576
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad