Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
26.9.2008 | 08:37
Seinkun nr. 1. og 2.
Bara hálftími, en það byrjar vel. Kom sms áðan. Eiginmaðurinn stressaðist upp og er nú ekki viss um að komast til Berlínar. Held að það sé fínt veður hér, er leiðinlegt hjá ykkur í Rvík? Ekki flogið til Vestmannaeyja, er það eitthvað nýtt?
Er óvenjuróleg hérna, miðað við að vera að fara af stað í ferð. Venjulega er allt á síðustu stundu hjá mér. Nú er allt tilbúið. Taskan bíður út í bíl, ískápurinn fullur af mat, þvottakörfurnar tómar og íbúðin í þokkalegu ástandi. Frú og ungfrú Breiðfjörð koma svo hingað í dag og vera yfir helgina. Frín erí vinnu núna en kemur eftir hádegi.
Enginn skóli í dag. Dæmigert að lenda á starfsdegi kennara. En það er í góðu hér. Börnin eru búin að koma sér fyrir fyrir framan sjónvarpið að horfa á Little Miss Sunshine. Örugglega ljúf mynd í morgunsárið.
Jæja, ekki búin að klára færsluna, þá er komin önnur seinkun. Hálftími í viðbót. Þetta fannst eiginmanninum of mikið bara svona út í loftið. Þannig að hann hringdi og fékk skýringuna. Hliðarvindur og rigning í Reykjavík. Það rignir víst svo hjá ykkur að sópa þarf brautina á milli véla. Þá vitum við það.
Best að vista áður en Ari sendir þriðja smsið.
Over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.9.2008 | 20:28
Hugsað fyrir öllu.
Aðeins fyrir fullorðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.9.2008 | 11:53
Berlín á morgun
Hvað gerist þá? Vititi, ég er orðin svo þreytt á þessum flugfréttum að það hálfa væri hellingur. Ef það er ekki ferðaskrifstofa eða flugfélag sem fer á hausinn, þá eru það nauð- eða öryggislendingar, Nú , eða seinkanir á flugi, ekkert flug og keyrt fyrst í nokkra klukkutíma. Á ég bara að vera heima?
Over and out
Öryggislending í Glasgow | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.9.2008 | 10:28
Sanngjörn lög vs. ósanngjörn lög.
Ég ætla rétt að vona að flestir sem kaupa sér íbúðir í dag viti að það sé sameign í raðhúsum. Það er örugglega ekki mælst til að einn íbúi taki sig til og máli sinn part í allt öðrum lit en hinir. Eða, eins og í þessu tilfelli skipt um þak.Herbert hlýtur að hafa vitað það þegar hann flutti inn. Ég persónulega myndi alltaf hugsa mig tvisvar um áður en ég flytti inn í raðhús þar sem enginn hússjóður væri fyrir. Það kallar bara á vesen. Það þýðir að ekki er tekið á málunum fyrirfram og safnað fyrir, heldur , eins og í þessu tilfelli, kemur ægilegur skellur þegar þarf að gera eitthvað stórt. Herbert vissi þetta alveg þegar hann flutti inn. Hann lét skipta um þak hjá sér án þess að gera þá einhvern samning við aðra íbúa. Það er ekki hægt að dæma í dómsmálum eftir sanngirni. Það verður að fara eftir lögum.
Svo er stóra spurningin, eru lögin sanngjörn?
Annars er ég bara góð
Neitar að borga þak nágrannans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2008 | 20:11
Styttist í Berlín.
Úff dagarnir fljúga áfram. Við erum að fara til Berlínar á föstudag og það kominn miðvikudagur. Er rétt að ná mér niður eftir Reykjavíkurferðina. En mikið var ofboðslega gaman. Það er örugglega orðið meira en ár síðan ég hef farið á skóla og þvílíkar móttökur. Það var bara eins og týndi sonurinn væri mættur á svæðið.Á föstudagskvöldinu hittist stóra grúbban mín. Á laugardeginum dreifingaraðilar af öllu landinu. Svo rúsínan í pysluendanum var sunnudagurinn. Hugsa sér, 1000 manna ráðstefna í Háskólabíói og bara auglýst maður á mann. Þeir sem vilja vita meira um hvað ég var að gera hafa bara samband.
Eins og fram hefur komið fór unglingurinn með mér. Held að hún hafi haft það mjög gott hjá frænku fram á laugardag. Þá fórum við saman í Kringluna og náðum að eyða smá pening. Ótrúlegt hvað maður lendir oft í veseni með fatastærðir. Ég fer í tvær verslanir í Kringlunni. Kaupi á báðum stöðum föt á valkirjuna. Flottan jogginggalla með hettupeysu í annarri og fóðraðar buxur og bol með ermum á í hinni. Hún er nýorðin sjö ára, alveg meðal á stærð svo ég tók stærð 7 ára. Svo er mátað hér heima og jogginggallinn er passlegur, meira að segja aðeins of stór, svo hann dugar vel. En hitt var of lítið. Það þýðir að ég þarf að senda fötin aftur suður og aftur heim og borga auðvitað báðar leiðir. Eitthvað á bilinu 1500-2000 í það heila. Hundfúlt. En af því að ég er að fara út ætla ég að taka sjensinn á því að allt verði í lagi með flug og svona og við verðum komin í tæka tíð og ég reddi einhverjum til að keyra mig og skipta þessu áður en brennt er af stað á Keflavík Airport.
Ég þarf minn tíma þar eins og venjulega. Það skiptir engu máli hvað mikið eða hvort yfirleitt ég kaupi eitthvað, ég er algjör flugvallamanneskja og finnst æðislegt að hafa svona þrjá tíma til að fá mér kaffi, horfa á fólkið og anda að mér ferðarykinu En þetta gildir bara ef ég veit fyrirfram hversu lengi ég bíð og það riðlist ekki. Ég þoli ekki seinkun á flugi frekar en aðrir. Annars er vinkona mín sem hefur eytt 19 klukkutímum mataralus á Kastrup bíðandi eftir fulltrúum frá Iceland Express að koma og útskýra hvað væri í gangi. Hún segir mér að hafa nóg af mat og vera undirbúin fyirr 2. daga seinkun. Annars eftir að hafa fylgst með fréttum síðustu daga og vikna, þá erum við nú heppin, ef við komumst yfirleitt heim.
Gef mér ekki tíma í meiri skriftir í bili.
Hafið það gott öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2008 | 00:07
21 röfmögn!
Mikið gaman á þessu heimili að fylgjast með íslenskukennslu. Valkirjan var að vinna heimavinnuna sína í dag. Hún átti að finna ýmislegt á heimilinu sem til væri fleiri en tuttugu stykki af.
Hún fann 24 kerti inni í skáp. Svo horfi ég á hana telja og telja. Hún fer fram á hol , inn í eldhús, inn á bað , inn í svefnherbergin og alltaf hækkar talan. Svo kemur hún inn í stofu til mín og segir: Mamma, það eru 21 röfmögn!!! Hm.... hvað skyldi það nú vera? Eitthvað í sambandi við rafmagn, en það eru ekki svona mörg ljós á heimilinu. Ekki heldur slökkvarar. Komst svo að því að röfmögn var í hennar huga samnefnari yfir allt sem tengist rafmagni.
Treysta þarf sess íslenskunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2008 | 10:06
Legg land undir fót.
Einmitt, fer í dag suður um heiðar á vit hins ókunnuga, þ.e. borg óttans. Þó nokkuð púsl að koma öllu heim og saman. Börnin fara á þrjá staði. Valkirjan fer í nágrennið,ætlar að vera hjá vinkonu sinni og bekkjarsystur. Verður samt hérna með annan fótinn.Gaurinn fer til frænda í Kjalarsíðunni. Ég kem ekki heim fyrr en seint á sunnudagskvöld. Stóri frændi mun taka á móti þeim hérna eftir kvöldmat og koma þeim í rúmið. Unglingurinn fer með mér.Er það í fyrsta skipti sem hún fer ein með mömmu í svona ferð. Mikið spennt. Hún verður hjá frænku í Hafnarfirði fyrri nóttina en kemur svo til min í Æsufellið seinni.
Ég ætla að reyna að fá sem mest út úr helginni. Kemst vonandi í supervisorskóla í kvöld, en allavega er það sts á morgun á Grand og svo ráðstefnan í Háskólabíói á sunnudag. Það verður uppllifun maður. Ef einhvern vantar miða þá þá á ég 2 eftir. Annars er víst uppselt. Langt síðan ég hef farið á skóla, meira en ár held ég. Verður mikið gaman að hitta alla og soga að sér jákvæðnina og allar upplýsingarnar. Kem heim með fullan tank.
Ég og unglingurinn höfum nokkra klukkutíma á sunnudagsmorgun til að gera eitthvað saman. Meiningin er að athuga hvort við getum mögulega eytt nokkrum krónum. Mér skilst að Kringlan opni ekki fyrr en 13.00 svo við höfum kannski klukkutíma. Það ætti að duga. Við erum nú sjálfum okkur nóg í flestu hérna á Akureyri en ég er þó stundum í vandræðum með föt á börnin, sérstaklega þau yngri. Ég sé alltaf þegar ég labba inn í Hagkaup í Kringlunni eða Smáralind, hvaða búðir fyrirtækið leggur áherslu á. Hjá okkur er það þannig að ef eitthvað klárast, t.d. í númeri, þykir ekki svo mikil ástæða að send aðra sendingu. Allavega í barnafatnaði.
Veit ekki hvernær við komumst af stað í dag, vonandi sem fyrst eftir hádegi. Förum ekki sjálfar á bíl, heldur fáum far með vinafólki. Ég er ekki að höndla að keyra sjálf. Ég verð syfjuð, bara af tilhugsunni að keyra svona langt. Er alltaf að bíða eftir því að þetta eldist af mér. Gengur illa, enda yngist ég bara.
Eigiði góða helgi öllsömul
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
18.9.2008 | 23:36
Viku of sein!!
Sá þessa frétt á vísi.is.
Er einmitt að fara til Berlínar um næstu helgi. Hvað ætli einn svona kosti í yfirvikt???
Steypa á uppboði
Fjórir steinsteypuklumpar úr Berlínarmúrnum verða boðnir upp á föstudaginn í Berlín.
Þetta þykja mikil tíðindi því ekki er mikið eftir af and-fasíska verndarveggnum, eins og múrinn var kallaður af ráðamönnum í Austur-Þýskalandi á sínum tíma.
Hver Klumpur er um 3 tonn en búist er við að hver og einn fari á allt að 3000 evrur.
Meirihluti múrsins var muldur í smátt fyrir gatnagerð eftir sameiningu austurs og vesturs og heillegir klumpar því sjaldséðir. Þeir þykja afar eftirsóttir af söfnurum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.9.2008 | 08:53
No roomservice!!!
Ég veit ekki með ykkur, en ég fékk ulluna við að hlusta á þetta viðtal við meintan"flóttamann". Mér fannst hann tala meira eins og hann væri að koma hérna sem einhvernskonar skiptinemi. Og nú vill hann jafnvel bara fara eitthvað annað. T.d. til Noregs eða í skóla. Eða var það til Noregs í skóla? Hefði ekki orðið hisa þó hann hefði neitað sð sofa þarna og vilji fá hótelherbergi á meðan "skúringakéllingarnar" þrifu húsnæðið.
Annars fer ég bara góð inn í daginn.
Hælisleitandi kostar 6500 á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.9.2008 | 09:43
Ef það er svona hjá mér, hvernig er það þá utan?
Meira að segja voru læti hjá mér í nótt. Ég sem bý á mest verndaðasta veðursvæði ever. Gaurinn kom inn til min um fjögurleytið í knótt. Gat ekki sofið lengur og fékk því að fara og horfa á sjónvarp. Valkirjan vöknuð áður en klukkan hringdi. Ég var að vakna af og til í alla nótt. Þetta hefur ekki gerst áður síðan ég flutti hingað. Það meira að segja fauk tré hérna við hliðina og svo sá ég eitt trampolín og klessu og frétti af öðru.Fyrstu árin hérna gat ég hengt út á snúru allan veturinn og treyst því að þvotturinn væri enn að morgni. En ekki síðustu 2-3 ár. Síðan þá hafa komið ein og ein nótt þar sem allt hefur veirð kolvitlaust. Það var á svoleiðis nóttu sem fíni blaðaburðarvagninn okkar hvarf í fyrra. Eiginmaðurinn fór á sjóinn í gærkveldi frá Dalvík. Hafa trúlega legið í vari í nótt. Gæti trúað að erfitt hafi verið að halda sér í koju.
Það er að lægja núna, svo þetta erbúið í bili.
Virðist vera að lygna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad