Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
31.7.2008 | 22:27
Af hverju er undirbúningur skemmra á veg kominn á Bakka?
Er það ekki vegna þess að hafist var handa við verkið sjálft í Helguvík áður en leyfi lá fyrir? Rifjiði þetta upp með mér. Þannig að nú er Þórunn að verðlauna þá sem byrjuðu áður en þeir höfðu leyfi til en hegna þeim sem biðu.
Endilega ef einhver veit betur en ég,segið til en þetta lítur ekki vel út í fyrstu.
Undirbúningur skemmra kominn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
31.7.2008 | 18:48
Mamma, það er rautt hjarta!!!
Var að koma í bæinn áðan frá Dalvík city og er að stoppa á ljósunum þegar gellur í valkirkjunni: Mamma, það er rautt hjarta á rauða ljósinu! Mér fannst það flott og þú sem fékkst hugmyndina: Góður!!! Fínt ef fólk kemur brosandi inn í bæinn.
Flott, ekki satt?
Ást á rauðu ljósi á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2008 | 12:20
Ef ég væri ríkur da da da o.s.frv.
Alltaf fylgist maður nú með þessum fréttum á hverju ári. Held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég þekki svona fá nöfn. Hvað þýðir það? Jú,trúlega að á síðustu árum hafa verið þær breytingar að nú eru ekki lengur í efstu sætum bara nöfn sem eru áberandi í þjóðfélaginu eins og útgerðarmenn og verslunarmenn sem bara eiga sín fyrirtæki og það lengi eins og t.d. Þorvaldur í Síld og fisk, Alli ríki á Eskifirði og Jóhannes í Bónus. En núna eru fyrirtæki keypt og seld á færibandi og ekki nokkur leið fyrir almenning að fylgjast með. Þeir einu sem ná að halda utan um þetta eru þeir sem eru að vasast í þessum málum dags daglega. Þegar ég reyni að ímynda mér hvað þessir menn (sem mest greiða) þurfa að gera yfir árið til að ná þessu, þá er ég bara ánægt með mitt líf eins og það er. Myndi ekki vilja skipta.
Hafið það gott í dag.
Greiðir 450 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2008 | 11:49
Gott svar!
Líka hneykslast á ísbjarnardrápi 1974 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.7.2008 | 22:57
Framhald frá í gær
Ætla rétt að vona að allt tolli inni núna. Það sem það getur verið pirrandi að skrifa helling og setja inn myndir og fínirí og svo bara plobb!! Allt horfið.
En við sem sagt fórum vestur á Snæfellsnes á ættarmót. Gistum í Ólafsvík. Fengum að setja tjaldvagninn upp á næstu lóð. Þar var fínt pláss.
Laugardeginum eyddum við að mestu í Ólafsvík, þar sem stórfjölskylda eiginmannsins kom saman og skoðaði sig um og rifjuðu upp hina gömlu góðu daga.
Systkinin við leiði langafa og langömmu.
Sumir gengu og aðrir keyrðu upp á útsýnisskífunni og litu yfir bæinn.
Sumir notuðu líka tækifærið og kíktu á berjasprettu.
Unglingurinn okkar er svo heppin að bróðir hennar hefur mjög gaman af því að tína berin en langar ekkert til að borða þau. Hún fær því tvöfaldan skammt.
Um kvöldið var svo keyrt út á Arnarstapa þar sem allir grilluðu og skemmtu sér fram eftir kvöldi.
Grillmeistararnir klárir í slaginn. Valkirjan og gaurinn með Alexöndru frænku á milli sín.
Eins og á öllum alvöru ættarmótum var mikið sungið.
Valkirjan að taka lagið með öllum hinum.
Á sunnudaginn keyrðum við heim , en komum við í Borgarfirði þar sem Jón frændi og Kolla eru að byggja sumarbústað.
Er´ann að fara að rigna?
Maggi byggingarstjóri að taka út verkið.
Boðið var í kaffi í A hýsinu.
Valkirjan og Jóhanna frænka.
Komum heim seint á sunnudagkvöld. Strax á mánudegi var byrjað að umturna íbúðinni einu sinni enn. Málið er að mig vantar eitt herbergi í viðbót hérna. Af því að það er ekki alveg á fjárlögum í augnablikinu að kaupa nýja íbúð, þá höfum við verið að máta herbergin. Við hjónin erum t.d. komin í hring, þ.e. aftur í sama herbergi og við byrjuðum í þegar við fluttum hingað. Og mér líður best hér.
En ég þarf að hafa skrifstofuaðstöðuna hérna í svefnherberginu. Hef svo lagerhillurnar í stofunni. Það var hálfhallærislegt að bjóða viskiptavinunum á rúmstokkinn. Afgreiði bara í stofunni.
Unglingurinn er komin með stærra herbergi. Nú hefur hún svalir.Ekkert smá ánægð með það. En engin reynsla komin því hún lánaði ömmu og frænku herbergið sitt og fór svo sjálf í flugi til Reykjavíkur í dag og keyrði svo til Grundarfjarðar. Þar ætlar hún að hjálpa Ólöfu frænku sinni og Jóhanni með litlu skottu. Foreldrarnir ætla eitthvað að skemmta sér um helgina. Hún kemur svo heim aftur á sunnudagskvöld.
Á miðvikudaginn fór ég svo í Ásbyrgi á tónleika. Í sambandi við Sænska daga á Húsavík er hér í heimsókn þjóðlagakór frá Karlstad í Svíþjóð. Kórinn heldur nokkra tónleika hér á svæðinu og langaði mig mest að fara á þessa í Ásbyrgi. Hef heyrt af tónleikum þar og langaði að upplifa svoleiðis. Gestunum var að sjálfsögðu boðið með en síðan var hún Unnur María bloggvinkona mín svo heppin að frétta af ferðinni og henni var að sjálfsögðu boðið með. Við tvær erum svo mikið fyrir allt sænskt.
Þessi ferð tókst í alla staði vel. Jahérna hvað það var langt síðan ég hef komið þangað. Allt of langt.Veðrið var með þvílíkum eindæmum. Tónleikarnir voru fínir. Mikil upplifun.
Hembrygdan frá Karlstad syngur í Ásbyrgi.
Vals á pallinum.
Stjórnandanum boðið upp af túrhesti.
Auðséð að þessir eru vanir að fá brauð.
Á leið heim stoppuðum við á Mánárbakka og skoðuðum minjasafnið þar. Það var meirháttar upplifun. Svo renndum við í gegnum Húsavík og þar var allt á fullu við undirbúning Mærudaga. Við keyrðum í gegnum bleika hverfið hennar Millu bloggvinkonu. Flott skreytt hjá Húsvíkingum.Hlakka til að fara þangað á morgun.
Í gærkveldi fórum við svo í smá hjólreiðatúr, ég og gaurinn. Fylgdum valkirjunni til vinkonu sinnar og fórum svo sjálf út á Óseyri að kíkja á smábátana.
Hjólið hans Jóa eitt á ferð?
Hm...
Ný útgáfa af Hafmeyjunni.
Afmælisbarnið.
Jóhanna Björg 7.ára.
Skautanámskeið
Ég var með í dag og horfði á. Sjáiði bara, kennararnir eru litlu færri en nemendurnir.
Svo var farið í leiki síðasta hálftímann.
Köttur og mús.
Þessi beið eftir því að komast inn á völlinn þegar börnin voru búin. Verið að steggja hann. Hann var nú svo lélegur á skautum, allavega í markmannsbúningnum, að hann hefði trúelga passað vel með börnunum.
Þekkir einhver þennan?
Verið að kanna úrvalið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.7.2008 | 01:14
Hvað er að gerast?
Over and out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 01:11
Lausleg dagbók.
Það er mikið um að vera hjá mér þessa dagana. Hef ferðast meira núna síðustu vikur en oftast áður. Fékk svona nett áfall um daginn þegar ég fattaði að ég væri búin að fara til sólarlanda með alla fjölskylduna en ekkert í kringum mig. Síðan ég bloggaði síðast erum við búin að afreka það að keyra til Ólafsvíkur á ættarmót. Kom við á leiðinn hjá bloggvinkonu minni, henni JEG.
Sjáiði bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 00:37
Flott amma!!
Þetta er kannski það sem þarf. Ömmur út um allan bæ um helgar, sveiflandi sópnum í hringi. Fannst merkilegt að lesa í Mogganum gær viðtalið við ungan mann, vesturíslending (man ekki nafnið) sem er búinn að flækjast út um allan heim og skoða næturlíf borganna. En þegar til Reykjavíkur kemur, þá verður hann bara hálfhræddur. Þar er ekkert skipulag, bara ráðist á hvern sem er. Og helst í hópum. Og hann var með video vélina og náði upptöku af einum svona árásum. Og þá reyndu þeir að ná af honum vélinni.
Mikið er maður nú heppin að vera ekki á þessu djammi.
Ræningjunum sópað út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.7.2008 | 23:54
Glæsilegt!!!
Samt svolítið skrýtið. Ég hélt alltaf að þetta væri sami maðurinn. Svo er sama nafn, en annar maður.
Það er auðvitað alveg frábært að honum skuli hafa tekist þetta. Man einhver hvað Benedikt Lafleur var búinn að prófa oft?
Tókst að synda yfir Ermarsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.7.2008 | 21:48
Góð fyrirmynd?
Ef eitthvað er bannað, þá er það bannað. Sama hversu ósanngjarnt það er. Ég hef enga ástæðu til að úthrópa þennan mann. En þið sem hrópið húrra fyrir honum og fleirum sem fremja lögbrot af því að þeim finnst lögin ósanngjörn, hvað ætlið þið að segja börnunum ykkar eða barnabörnunum? Má stundum brjóta lög? Og ef það má, hvenær? Og hver metur hvaða lög eru sanngjörn og hver ekki? Ég viðurkenni að ég er oft ekkert skárri en hvað þýðir að vera að reyna að kenna börnunum okkar eitthvað sem við getum ekki réttlætt sjálf?
Bara að hugsa.
Bátur á ólöglegum veiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad