Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
15.7.2008 | 22:02
Akureyri næst??!
Stúkan fór úr 300 milljónum í 870 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.7.2008 | 14:21
Grunnurinn ekki verið traustur.
Hrædd um að ekki hafi nú grunnurinn verið traustur ef ekki þarf meira en minni peningaráð til að láta sig hverfa. Þeir fengu jú ekkert betra en þeir vildu í byrjun. Ég trúi því allavega að þú fáir bara það sem þú sýnir sjálfur. Einhvern annan sem passar upp á lookið. Sætt par út á götu, en vantar svolítið upp á allt hitt sem þarf að vera til staðar í farsælu hjónabandi.
En þetta er jú bara mín skoðun.
Skilja við fjármálamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 22:47
Það á ekki af þeim að ganga!
Dekk sprakk á flugvél í lendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2008 | 20:39
Brjálaðir piltar.
Auðvitað er þetta bilun, en mikið rosalega var þetta samt flott!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.7.2008 | 18:48
Ætli þeim líði betur?
Skemmdir unnar á listaverkum í Eyjafjarðarsveit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2008 | 23:03
Safnadagurinn
Eftir þessa menningarreisu okkar í gær ákvað ég að taka þetta með trompi og kíka á safn í dag, svona í tilefni dagsins. Börnunum fannst það hljóma spennandi að sjá hvernig smjör og skyr yrði til þannig að við keyrðum út í Laufás. Ég hef aldrei komið þangað og hitt á vinnudag hjá þeim. Og þvílíkt flott.
Lummubakstur. Sjáiði bara reykinn. Ég er að reyna að sjá fyrir mér afa minn asmaveikan í torfbænum í gamla daga með allann þennan reyk og svo auðvitað moldarrykið frá gólfinu og veggjunum.
Boðið upp á rjóma út í skyrið.
Börnin í búinu sínu.
Á leið heim keyrðum við fram hjá Safnasafninu á Svalbarðsströnd og ég hef aldrei séð annan eins fjölda þar. Þannig að eftir mætingu á þessi tvö söfn að dæma , þá hefur þetta verið góður hjá söfnum í dag.
Var með þau tvö yngri með mér og fannst þeim alveg meiriháttar gaman.Hef alls ekki verið nógu dugleg að fara í svona dagsferðir. Alveg dæmigerður íslendingur, búin að fara með fjölskylduna til Kanarí á árinu en á allt nágrennið eftir.
Eigiði ljúfa vinnuviku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.7.2008 | 16:18
Huggulegur bróðir!
Brósi leysir frá skjóðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2008 | 01:33
Laugardagur til lukku.
Ákváðum að túristas í dag. Skella okkur austur í Mývatnssveit og koma við á Húsavík í bakleiðinni. Var sniðug og boðaði mig í kvöldmat hjá coca cola frænda á Húsavík. Og til að hafa þetta nú eins ódýrt og hægt var, (nóg er nú olían) voru smurðar samlokur í nesti svo ekki þyrfti að stoppa í sjoppu á leiðinni. Rigning alla leið austur og skyggni því ekki upp á það besta en þegar þangað kom rétt dropaði. Á leið austur áttaði ég mig á því að börnin mín höfðu aldrei komið í Dimmuborgir. Svona rétt að ég kunni við að viðurkenna það.Var því ákveðið að labba einn hring þar.
Komin í Dimmuborgir og eru bara spennt.
Við lentum með í hópi erlendra ferðamanna og fengum að sjá fálka upp í kletti. Þar sat mamman í hreiðrinu. Hafði átt fjóra unga. Allir farnir á fljúga, sá síðasti fyrir tveim dögum. Því miður var smárigning, annars hefðum við fengið að sjá í kíki en þetta verður að duga.
Fálkamamma súmmuð eins og hægt en við fengum ekki að koma nær.
Börnin mín, og þá sérstaklega valkirjan var mjög upptekin af því hvort það byggju álfar þarna í hrauninu. Eða hvort jólasveinarnir kæmu nokkuð og hrekktu okkur.
Mamma, það eru örugglega álfar þarna.
Ég var eiginlega búin að gleyma kirkjunni. Hversu tignarlega hún væri og flott. Orðið alltof mörg ár síðan ég kom síðast.
Þarna var birtan mjög skrýtin, veit ekki hvort það var vélin eða veðrið svona.
Valkirjan ánægð með gönguna en fannst þó alveg komið nóg.
Þó við værum með nesti með okkur var þó ekkert salerni í bílnum. Ég skellti mér því í biðröð með hinum túristunum í Samkaup. Og hm.... ekki get ég nú alveg verið ánægð með aðstöðuna þar. 1 kvennaklósett!!!!! Er ekki allt í lagi???? Allar þessa rútur sem koma og fæstir geta yfirleitt verslað í búðinni af því að þeira eyða svo löngum tíma í biðröð við klósettið. Karlmennirnir voru auðvitað fljótir og drifu þetta af. En þegar þær ætluðu síðan að flýta fyrir sér og nota þetta eina klósett sem var inni hjá þeim þá var það læst!!!! Halló, er ekki ennþá í lagi?? Ég ætlaði svo að fara inní verslunina og spyrja hvort ekki væri hægt að opna en þegar ég fór út, þá mætti ég einni með lykil. Veit ekki hver sér um þetta. Ekkert víst að það sé verslunin en þetta finnst mér nú einum of. Það myndi strax breyta miklu að hafa annað kvennaklósett. Það er enginn smá fjöldi sem rennur þarna í gegn á sumrin. Ég hefði ekki boðið í það að vera með smábarn í spreng.
En allavega, við brenndum til Húsavíkur og mættum þar á góðum tíma í steiktan kjúkling og tilbehör. Frábær matur og það er svo gaman að koma með börnin í mat þar sem þau borða allt sem er á boðstólum. Það munar öllu hvort maður nýtur sín sjálfur.
Börnin fóru beint í coka cola herbergið og nú fékk valkirjan leyfi til að mynda gersemarnar.
Nokkrar flöskur.
Nokkur glös líka.
Og hér knúsar hún eina flösku.
Hér er svo frændi sjálfur.
Eftir góðan mat, marga kaffibolla og langt spjall, aðallega um "gamla daga" í Bárðardal var lagt af stað heim. Unglingurinn var að fara að passa í kvöld þannig að við máttum ekki koma of seint. En þó vildi ég endilega koma við í Vaglaskógi á leiðinni og ná nokkrum góðum myndum. Þær urðu nú ekki svo góðar af því við gáfum okkur ekki tíma til að stoppa en þó fannst mér samt nokkrar flottar. Og set ég því þrjár inn inn í lokin.
Hver man ekki eftir þessari?
Tjaldað á ferð.
Skýrir sig sjálf, ég hef aldrei séð svona.
En þá er þessi dagur að kvöldi kominn, eða eiginlega nóttu og því best að ég fari að kíkja á koddann.
Eigiði ljúfa helgarrest.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2008 | 10:21
Þessir kaflar.
Skýjað víðast hvar á landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.7.2008 | 22:04
Ég hlakka til!
Haldiði að það væri nú gaman að prófa þetta? Það ætla ég að gera þegar ég verð ógisslega rík. Það held ég nú. Annars hefur mér sýnst, allavega í sumum þyrlum vera svo stórir gluggar. Og ég sem er svo lofthrædd. Annars hef ég einu sinni farið í þyrlu. Ekki í svona rúsínu heldur alvöru 30 manna eða svo. Það var í innanlandsflugi á Grænlandi. Frá Kulusuk og til Julianahab og svo aftur til baka eftir tvær vikur Það var ótrúlega tillfinningin þegar hún fór á loft. Fyrst hallaði maður fram og svo var eins og höfuðið færi á undan afgangnum á líkamanum. Skemmtileg upplifun.
Leitaði helling inn á grænlenskri heimasíðu og fann enga alvöru þyrlu en þetta er svona unglings útgáfa.
Þessi fyrir neðan er aftur á móti rúsínan í Baulu.
En þið pylsuáhugamenn með þyrlupróf getið tekið gleði ykkar því að pylsuvagninn við Sundlaugina á Akureyri hyggst bjóða upp á Akureyska pylsu nú um helgina. Venjulega setjum við kokkteilssósuna í sem er auka fyrir ykkur hin en nú bætum við um betur og boðið verður upp á eina með rauðkáli líka. Þannig að ef þig langar í pylsu og ert annað hvort með þyrlupróf sjálfur eða átt vin með slíkt próf, þá er bara að skella sér norður. Taka sundsprett í lauginni, pylsa sig upp með einni með öllu og það þýðir rauðkál. Það var ekki tekið fram í auglýsingunni hvort mætti leggja þyrlum á planinu. Spurning hvort þurfi að tala við flugumferðareftirlitið en bara nóg að tala við sundlaugarvörðinn. Ef einhver hefur áhuga á þessu skal ég athuga málið.
Hafið það gott
Þyrlan nýtt í pylsukaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad