Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Tveim tímum seinna.

Ennþá í trénu.Picture 072 Krummi kominn á stjá.

Mér var nú ekkert sama fyrst. Hann var svo nálægt henni. En Krummi er svo forvitinn.


Kisa,kisa.

Sit hér og sötra teið mitt. fer svo út og athuga hvort kisukjáninn okkar er kominn niður úr tré. Nú valdi hún örugglega 8 metra tré. Meira að segja slökkvuliðsmennirnir treystu sér ekki til að bjarga henni.

En það ekki akkúrat svona sem við viljið byrja sunnudagana hjá ykkur?  Minn byrjaði svona. Kisa kom ekki heim í nótt og litlu skotturnar fóru út á náttfötunum upp úr kl. sjö í morgun af því að þær "heyrðu" í henni. Komu svo inn frosnar 10 mínútum síðar með öndina í hálsinum. Búnar að finna kisu en hún er föst upp í tré í næstu götu. Fórum að skoða. Ekki nokkur leið að ná henni niður, allt of langt upp. Þýsk stelpa sem býr þarna í húsinu aumkaði sig yfir okkur og klifraði upp í stóra stigann hans Jóhannesar á horninu. En hún náði ekki nema stutta leið.

Þá hringdum við á slökkviliðið. Það komu tveir að kanna aðstæður. Of langt inn í garð og langt upp, karfan nær ekki. Ef þetta væri minn garður myndi ég bara saga niður tréið en get víst ekki farið fram á það við aðra. Við ákváðum að bíða og sjá hvort Kisa kæmi ekki eitthvað niður.

Eitt það fyrsta sem annar slökkviliðsmaðurinn sagði var: Bíddu, var ekki kötturinn þinn upp í tré fyrir nokkrum dögum? Jú, það er víst en það var í mínum garði , miklu auðveldari tré. Agla Rún klifraði bara upp og lét hana detta niður. Þetta er allt annað. Svona getur það verið ef slökkviliðsmaðurinn býr í götunni.

Nú er teið búið og best að drífa sig út.Picture 062

Þessi mynd var tekin kl. 07.30 í morgun.


Páskaeggin!

Var bent á þessa grein ef mig langaði að gera páskaeggin sjálf. Set þetta hér inn ef fleiri skildu hafa áhuga. Gaman ef þið kæmuð inn eftir páska og segðuð  frá því hvernig hefði tekist.


mbl.is Heimatilbúin páskaegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÆÆÆ!

Við vorum þarna einmitt í morgun , strax klukkan 10. Fullt af fólki. Og einmitt þessi rúllustigi var það sem allir krakkar sáu um leið og inn var komið, þó hann væri langt inni í enda. Við sendum þessari fjögurra ára stelpu kveðju og vonum innilega að hún nái  sér.
mbl.is Fjögurra ára stúlka féll niður rúllustiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskaegg, heimatilbúin.

Er einhver sem er duglegur að gera sín alvöru súkkulaðipáskaegg sjálfur?

Ég væri alveg til í að þú hefðir samband.

ollana@simnet.is


Eigum við að trúa þessu?

Ég er að reyna að sjá fyrir mér tvö ár á klósettinu og það tekst ekki. Það eru margar spurningar þarna. Ok, eitt er að hún hlýtur þá að hafa verið eitthvað andlega veik, en bíddu við þá hann líka. Og, hvernig var þetta , kom aldrei neinn í heimsókn á þessum tveim árum og þurfti á klósetti ojá og þurfti kærastainn aldrei? En stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en ímyndunaraflið.
mbl.is Greri föst við klósettsetuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væg og ekki væg.

Meira að segja ég fékk hana og í 1 1/2  sólarhring og það hef ég ekki gert í ca. 5 ár. Fékk líka gamaldags hlustarverk sem ég hef bara ekki fengið held ég síðan í barnaskóla. En ég næ sem betur fer að halda öllum svona óárum eins mildum og hægt er. Annars finnst mér þessi hormynd alveg yndisleg.Við fáum að sjá hana á hverjum degi.
mbl.is Inflúensan væg í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórólfur Árnason fær + vikunnar.

Er ekki búið að vera að reyna að segja okkur að þetta sé ekki hægt? Þarf ekki að tala um það meir. Hringið bara í Þórólf og fáið uppskriftina.
mbl.is Fá óumbeðna launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt, til hamingju.

Flott hjá stelpunum okkar. Þetta endar með því að ég fer að fylgjast með fóbolta.
mbl.is Ísland vann Finnland 3:0 í leiknum um 7. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband