Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Árið á enda runnið.

Þá er mínu fyrsta bloggári að ljúka. Man ekki alveg hvenær ég byrjaði en einhverntímann í byrjun árs var það. Fyrst hugsaði ég mér að skrifa aðeins athugasemdir hjá öðrum. Er haldin þessum skorti á sjálfstrausti eins og svo margir aðrir að halda að ég geti ekki skrifa neitt gáfulegt sem aðrir hafi áhuga á að lesa. Til að byrja með þorði ég ekki að koma undir nafni en setti þó inn link á hina síðuna, þar sem var mjög auðvelt að finna allar upplýsingar um mig og mína. Af hverju ég þorði ekki að vera inni undir nafni var aðallega að ég var svo oft búin að sjá athugasemdir hjá öðrum sem voru svo dónalegar og ömurlegar að ég gat ekki hugsað mér að ganga í gegnum það sjálf.  Þessar leiðinlegu athugasemdir voru í flest öllum tilfellum nafnlausar þ.e. fólk skrifaði ekki undir nafni.

Ég harkaði svo af mér og skellti nafninu inn. Hef verið blessunarlega laus við erfiiðar og dónalegar athugasemdir, enda ekki oft skrifað orðhvassar færslur um eldfim málefni. Valdi að nota bloggið sem tæki til æfa mig í að setja saman texta. Hef lengi haft áhuga á því en ekki fundið mér vettfang fyrr en nú. Ég er bara nokkuð ánægð með árangurinn.  Til að byrja með var ég í vandræðum. Ritstífla nánast í hvert skipti sem ég settist við tölvuna. Svo las ég einu sinni færslu hjá honum Tigercopper og fannst hann svo flottur að ég bað um aðstoð. Hann sagði mér hvað hann gerir, ég prófaði það og hibb hibb hibb barbabrella það virkaði.

 Núna er ég orðin svo ánægð með útkomuna að ég kem jafnvel inn daginn eftir og les skrif mín frá því deginum áður og er sátt við útkomuna.

 

 

                                                                                   

                                                          111621522_e6f47257d1

       Það sem mig langar til að enda árið á er að biðja ykkur um að hjálpa mér að biðja fyrir konu. Ég hitti þessa konu í gær á göngu á Glerártorgi og lofaði henni því að ég myndi koma nafni hennar inn þar sem ég teldi að hún fengi sem flestar góðar hugsanir. Og veit ég að ég kem ekki að tómum kofanum hjá ykkur, kæru boggvinir. Ég og margir sem koma hér inn vorum að vinna með henni á gamla ÚA. Aðrir þekkja hana af því hún býr í hverfinu mínu og enn fleiri vegna þess að hún er Akureyringur. Það er hún Særún okkar. Hún er búin  að eiga mjög erfitt á þessu ári. Hún er að berjast við krabbamein og búin að vera í meðferð nánast síðan í vor. Í næstu viku fer hún til Svíþjóðar í mikla aðgerð og verður nokkra mánuði þar. Því vil ég biðja ykkur um að næst þegar þið kveikið á kerti og hugsið til ástvina að senda henni Særúnu góða strauma.

Gleðilegt ár kæru vinir og eigiði skemmtilegt og slysalaust kvöld kvöld.


Og hvað svo?

Umboðsmaður telur annmarka á þessu en þó ekki meiri en svo að hann telur að þeir leiði ekki til ógildingar,"

Bíddu við, getur hann ekki bara tekið  ákvörðun sjálfur og tekið þessa ákvörðun til baka fyrst hún orkar tvímælis?


mbl.is Telur nýmæli í niðurstöðu umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott var hún.

Blessuð sé minning hennar. Þetta var alltaf uppáhaldslagið mitt með henni.


mbl.is Eartha Kitt látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól.

Kom hér inn í morgunsárið. Setti inn langan texta og nokkrar myndir. Henti svo öllu út óvart. Gleymdi að skrifa fyrirsögn. Ákvað að byrja á henni núna.

Annars fór morguninn í það sama og hjá flestum fjölskyldum. Yngri börnin sátu yfir barnaefni, unglingurinn svaf. Eiginmaðurinn var út í bæ að kaupa það sem gleymdist í gær og mamma sat í tölvunni, að leika sér auðvitað. Huggulegir aðfangadagsmorgnar á íslenskum heimilum í dag.Wink

Annars hafa síðustu dagar farið í undirbúning eins og hjá flestum. Vorum líka dugleg að fara á Glerártorg og fara á kaffihús og svona.

Valkirjan var að kaupa jólagjöf handa vinkonu sinni og ég var búin að gefa henni upp upphæð sem gjöfin mætti kosta. Fannst henni eitthvað erfitt að finna gjöf innan þeirra marka og sagði: Mamma, af hverju er allt svo dýrt fyrir börn?

Er búin að hitta alveg ótrúlegan fjölda fólks, eins og venjulega. Margar bloggvini. T.d. Sif hef ég auðvitað hitt í skólanum, sem og Dísu. Binna býr í næsta hús, svo ég hitti hana oft, Unna Mæja er alltaf á kaffihúsi eins og ég, Díana er komin á steypirinn, kannski bara búin. Dodda sér ég auðvitað þegar ég fer á Amtið, sem er nokkuð oft þessa dagana. Ég stóð og hlustaði á tónlist á Torginu eitt kvöldið og þá var pikkað í öxlina á mér og þar var komin Dúna frá Kópaskeri í menningarreisu ok innkaupaferð en keypti víst lítið, það er víst allt orðið svo dýrt. Egil frænda sé ég jú með vissu millibili, ekki frá því að ég hafi séð Júlla Júl. á hlaupum einn daginn, var svo heppin að fara með kapteininum og co. á FSA og fékk að syngja með. Kolla kíkti á mig eitt kvöldið, Ringarinn á hlaupum þessa daga, eins og flestir verslunarmenn,  Bögga var á Torginu í gær en ég missti af henni, Helgu Skjól hitti ég í röðinni í Nettó, við Strumpurinn vorum með vandræði í Nettó, eða vorum við í vandræðum? Jú, það var víst svoleiðis. Siggu vog hitti ég líka á förnum vegi, hk sá ég í þungum þönkum í bókadeildinni og svo er ég auðvitað búin að hitta Margréti í Norðurporti. Að síðustu fór ég að hlusta á hana Jónu okkar lesa upp úr bókinni sinni þegar hún kom. Þannig að þið sjáið að það er nú nokkur fjöldi af bloggvinum sem ég er búin að hitta núna í desember.

Ein frænka mín og hennar maður tóku upp á því að flytja núna bara korter í jól. Ekki alveg tíminn sem fólk velur sér. En svo getur þetta hittst á. Þau eru svona dæmigerð fjölskylda í dag: Börnin mín, börnin þín og börnin okkar. Ekki allt í fleirtölu samt. En þau eiga eina 13. mánaða og það er ekki alveg aldurinn sem hjálpar mest í flutningum svo við tókum hana  tvo daga.

PC220003

Litli krúttmoli.

 

PC220005

Hvernig er veðurútlit um hátíðina?

 

PC220008

Svona myndi aðfangadagur líta út.

 

PC220009

Hér er jóladagur.

 

PC220010

Og svo annar dagur jóla, hvernig líst þér á?

 

Það verður ekki alltaf mikið úr verki í þrifunum.

PC220011

Er alveg að ná þér.

 

PC220012

Náði þér.

 

Svona er nú lífið á þessu heimili. Allt í rólegheitum, svona oftast allavega. En ef það er einhver sem undrast á því að húsmóirin geti bara verið að dúlla sér í tölvunni á þessum tíma dags á þessum degi, þá er það vegna þess að eiginmaðurinn sér um jólasteikina.

Ég held bara að hún sé að verða til.

 

Gleðileg jól,  bloggvinir mínir og öll þið hin sem hafið verið dulega að lesa bloggið mitt. Megi þið eiga ljúfa jólahátíð og gott næsta ár.

 

 

 


Baldur hefur engu gleymt.

Mikið vildi ég að ég hefði getað farið þarna í gærkveldi. Var samt búin að gleyma að hann hafi verið að þessu þarna fyrir 20. árum til að sanna að einhver hafi verið loddari á Filipseyjum. Enda svo sem engin sönnun heldur sýndi hann bara að hann sé góður galdrakall.
mbl.is Uppskurður á niðurskurðartímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla hvað?

Það er svo búið að minna mig á að ég hafi ekki bloggað nýlega að meira segja mágkona mín, bankastarfsmaðurinn, sagðist hafa tekið eftir því að ég hafi ekki skrifað neitt nýlega. En með því að sleppa þessu í svona marga daga, þá eru þeir smám saman að koma í ljós þessir 97 sem ég var að tala um um daginn. Það er að kannski hafi um 100 manns komið inn á síðuna á einum degi, 300 flettingar en aðeins 3 skrifað athugasemd. Háin tvö eru byrjaðar og Guðrún kom sterk inn um daginn. Bögga mín farin að skrifa heil ljóð. Bara frábært.Smile

Allt gengur út á jól þessa dagana. Jóla þetta og jóla hitt. Sem er auðvitað hið besta mál.

Það voru danssýningar hjá stelpunum um daginn. Kreppuvélin mín þolir ekki svoleiðis birtu en ég skelli samt einni mynd inn hérna, svona rétt til að sýnast.

PC090012

Flottar stelpur. Ég á þessa aðra til hægri.

Svo skelltum við okkur á upplestur á Amtið til Dodda. Þar var  bloggvinkona mín, hún Jóna Á að lesa upp úr bók sinni Sá einhverfi og við hin. Flott hún Jóna. Ég, auðvitað keypti bókina og fékk áritaða.

Nú var komið að kakóferð barnanna. Foreldrafélagið í skólanum bíður upp á kakóferð í desember. Í þetta skiptið var farið á Friðrik V. Ég og eiginmaðurinn fórum með og vorum svo heppin að fá frábæra skoðunarferð.

PC120019

Eyrún Anna kennari með tvær við hönd

 

PC120025

Hér tekur Magga á móti þeim og segir frá því sem fyrir augu ber.

 

PC120031

Við fengum aðeins að kíkja inn í eldhúsið. Allt komið á fullt þar.

 

PC120035

Adda við skrifborðið.

 

PC120049

Svo tóku þau lagið fyrir okkur í lokin.

Meira jóla. Jólafrí í skólanum í dag. Byrjuðum daginn á jólaskemmtun. Hér erum við komin inn i 2. bekk. Rosa fjör þar.

 

PC190063

Jólastelpur.

 

PC190078

Jólasagan lesin.

 

PC190080

Duglegar að mæta þessar mömmur. Skrýtið , mér finnst ég alltaf sjá sömu mömmuandlitið þegar eitthvað er um að vera.

PC190082 

Annar helmingur af Háunum tveim með dóttur sinni.

 

PC190077

Hér erum við komin inn í 5. bekk.

 

PC190087

Þá er farið að dansa. Hér er  unglingurinn og bekkjarsystirin með 1. bekkjar vinkonu.

 

PC190089

Sylvía með sína 1. bekkjarvinkonu.

 

 

PC190097

Siggi og Jana með sína vini.

 

PC190108

Svona gerum við þegar við hengjum okkar þvott.

 

PC190109

Á öllum alvöru jólaböllum mæta jólasveinar.

 

PC190122

Sjáiði bara þessar flottu stelpur. Þær  eru í 8. bekk. Þær gistu saman sl. nótt svo þær gætu klætt sig uppá saman.

Þannig að nú eru allir komnir í frí. Eiginmaðurinn er í veikindafríi og enginn veit hversu lengi. Hann var í sneiðmyndatöku í morgun og fékk svo útkomuna í dag. Brjósklosið hefur versnað og nú sjáum við bara til hvernig hann verður eftir hátíðirnar. Ef honum skánar ekki verður hann trúlega skorinn á nýju ári. En við vonum auðvitað að til þess komi ekki. Það er mjög sérstakt að hafa hann heima á þessum tíma árs. Skiljanlega hefur hann ekki getað gert mikið en þó, hann skrifaði öll jólakortin. Það tekur nú sinn tíma. Annars ákváðum við að fækka aðeins í þeim hópi þetta árið og senda fleiri á netinu í staðinn. Svo hefur hann auðvitað verið mikið heima, þannig að börnin koma ekki heim að tómum kofanum. Það er mikilsvirði að einhver sé heima þegar þau koma.

Annars erum við bara þokkaleg. Ætlum að hafa það náugt um hátíðarnar. Eiginmaðurinn ekki til stórræðanna í keyrslu, svo við verðum bara heima. En það er líka í fína lagi.

Sit hér og reyni að láta mér detta eitthvað meira í hug til að skrifa, af því ég nenni ekki inn að sofa. Veit nefninlega að ég þarf á fætur eldsnemma í fyrramálið að keyra unglinginn til að passa.

Svo er aðalmálið i dag, hvað á ég eiginlega að gefa eiginmanninum í jólagjöf? Hugs, hugs, hafiði einhverja tillögu? Við eigum eiginlega allt sem þarf en eitthvað verð ég samt að gefa honum? Ef þið gefið mér einhverja hugmynd, þá get ég kannski unnið út frá því.

Jæja elskurnar, sofiði vel í nótt og dreymi ykkur vel.

Best að renna blogghringinn og kíkja á ykkur.

 

 


Framhald frá föstudegi

 

Myndablogg

 

PC040007

Duglegir nágrannar, Bjarni og Öddi.

 

PC040009

Unglingurinn var heima einn dag eftir áreksturinn og hér láta þær vinkonurnar fara vel um sig.

 

Jólakortagerð hjá 5.bekk á fimmtudag. Mjög góð mæting eins og venjulega.

PC040012

Hér eru þau, félagarnir.

PC040013

Hrafnhildur, annar umsjónarkennarinn með börnin sín.

 

PC040016

Og hér er hinn umsjónarkennarinn, Guðrún á spjalli.

 

PC040020

Sjáiði einbeitinguna hjá, ja öllum nema Hörpu. Hvað skyldi hún vera að hugsa svona þungt?

 

PC040033

Hér er Ármann tónmenntakennari mættur í heimsókn og tóku hann og börnin nokkur jólalög fyrir foreldra.

 

Ég held,svei mér þá, að ég hafi ekki tekið neina mynd á föstudag. En kom svo fílefld inn á laugardag. Byrjuðum daginn í jólakortagerð fyrir 2. bekk. Valkirjan mín hafði fengið gubbupest um nóttina og komst ekki með mér til að undirbúa en hringdi fljótlega og sagðist vera orðin frísk. Svo ég náði í hana. Hún hélt út allan tíma, en mikið var hún þreytt þegar heim kom.

PC060001

Hafdís með sín börn. Í bak sést í sérlegan smakkara.

 

PC060002

Heiða jólakortaverksmiðja.

 

PC060003

Hálfföl þarna, skvísan.

 

PC060004

Ægilega duglegar mömmur þarna að verki.

 

 Eftir hádegið mátti ég til með að fara og kíkja á framkvæmdina hennar Margrétar Trausta.

Hún er hvunndagshetja Akureyrar þennan mánuðinn hjá mér allavega.

Henni var sagt upp í Landsbankanum eftir 27 ár í starfi. Eftir að hafa legið í þunglyndi í eina viku reis hún upp og ákvað að þetta gengi ekki lengur. Hún vissi að hún fengi ekkert upp í hendurnar, heldur þyrfti hún sjálf að bera sig eftir björginni. En það að starta markaði hafði lengi verið hennar draumur. Þessi draumur var að rætast. Ég kynntist Margréti og Jose manninum hennar fyrir ca. 15. árum og hittumst við nokkuð oft þá í gegnum félagasamtök sem við vorum í. Síðan þá hittumst við bara eins og gengur, út á götu.

PC060009

 

Þarna er hún Margrét. Rétt náði henni eftir símtal og hún var að fara að hella upp á, svo það var í mörg horn  að líta.

 

PC060012

Verið að leysa mömmu af.

 

PC060013

Fríða Magga frá Dalvík með glerið sitt.

 

Við Hannella skelltum okkur yfir á Glerártorg á nýja kaffihúsið Kaffi Taliu. Æðislegt kaffi, var búin að prófa það áður en nú fékk ég mér kakó og rúnstykki og nammi namm. Alveg draumur að sitja þarna og horfa á fólkið.

 

PC060015

Hitti þessa sveinka á leiðinni.

 

Eftir kaffihúsaferðina dreif ég mig svo heim til að hugsa um sjúklinginn.Gaurinn fékk að fara með Hannellu og börnum í Mývatnssveitina að kíkja á jólasveinana þar. Það átti nefninlega að láta þá fara í bað, með góðu eða illu. Gaurinn kom heim um kvöldið eftir margra klukkutíma ferð, angandi af fjósafýlu. Þau voru nefninlega svo heppin að fá að fara í Vogafjósið, heilsa upp á kálfa og smakka spenamjólk. Fannst hún nú ekkert spes svona volg. En takk þið fyrir að lofa honum að koma með. Held hann hefði ekki skemmt sér eins vel hér heima með okkur hinum.

  Svaf  eins lengi og ég gat á sunnudaginn, vissi að nóg yrði að gera seinnipartinn.  Eftir hádegið var farið í tiltekt fyrir Mamma Mia partýjið.

Við vorum svo mætt upp á Glerártorg, ég og gaurinn fyrir fjögur því þar átti hann að syngja með bekkjarfélögum sínum. Ármann var þar mættur aftur.

PC070019´

Rosa flottur söngur, og flest höfðu sem betur fer haft fyrir því að klæða sig upp á í betri fötin.

PC070029

Flottir strákar.

 

Þegar heim kom voru fyrstu gestirnir mættir. Um 15. manns komu. Meðalaldurinn var 7. ára.

PC070031

Poppið komið í skálarnar og þá er allt tilbúið.

 

PC070033

Þvílíka fjörið í partýinu. Á meðan þau horfðu skreytti ég marengsterturnar sem ég átti að koma með á jólafund Sáló um kvöldið. Þær voru auðvitað svakaflottar.

Myndir frá þeim fundi eru ekki gerðar opinberar, bara útvaldir sem fá að sjá þær.

Nú er ég að skella mér á danssýningu með valkirjunni. Dansskólinn er með óteljandi fjölda sýninga í Ketilhúsinu næstu daga. Engin smá vakning sem hefur verið í dansi hér á Akureyri síðasta ár.

Nóg í bili.

Hafið það gott í dag.

 


Föstudagskvöld

Ein enn vikan að líða. Tíminn flýgur áfram. Þegar ég var lítil fannst mér tíminn aldrei fljótur að líða, og man að þeir einu sem fannst það voru fullorðnir. Þetta hlýtur þá að benda til þess að ég sé loksins orðin fullorðin. Mikið er ég ánægð.

Það sem myndavélin hefur verið með síðustu viku er að sl. laugardag var kveikt á jólatrénu hérna á Ráðhústorgi. Norrænafélagið bauð upp á jólaglögg og eplaskívur. Í fyrsta skipti sem félagið er með það og frábært að þeir skyldu geta verið með fjáröflun. Norræna félagið er félag sem ég vildi gjarnan vera meðlimur í en einhversstaðar verð ég að stoppa.

 

PB290012

Æskulýðskór Glerárkirkju söng.

PB290010

Unnur og Viktoría.

Kreppuvélin mín þolir ekki svona veður þannig að fleiri myndir urðu ekki góðar þann daginn.

 

Á sunnudaginn var svo fjölskyldusamkoma á hernum og þar var valkirjan að dansa.

PB300021

Jólasveifla.

Á mánudaginn var svo mætt í kirkjutröppurnar, þar sem 1. og 2. bekkur allra grunnskóla bæjarins voru mættir til að syngja nokkur lög.

PC010027

Ég heppin að mín börn voru fremst. Nemendur svona misánægt með þetta menningarlega uppátæki.

 

Á miðvikudaginn vaknaði afmælisbarn götunnar upp við fíflagang.

 

PC030059

Þessu skilti var búið að stylla upp suður á horni.

 

PC030052

Þessa auglýsingu var búið að hengja upp á dyrnar á versluninni.

 

PC030045

Þessi uppstilling var í anddyri Amaro.

Ég fór í bakaríið og kíkti yfir götuna.

Ég kíkti svo í kaffi yfir götuna.

 

Gaman , gaman

PC040003

Arabia hittir vinkonu sína Tinnu í næsta húsi. Þá er sko hlaupið.

 

Tölvan neitar fleiri myndum í bili. Klára seinna.


Skin og skúrir.

Það skiptast á skin og skúrir á þessu heimili eins og  öðrum. Það sem ég er búin að komast að núna síðustu daga er að vegna þessa hvað ég vinn mikið í bæði andlegri og líkamlegri heilsu minni, þá höndla ég áföllin betur en ég gerði áður. Í fyrradag var ég að upplifa eina þá reynslu sem enginn vill verða fyrir. Ég lenti í árekstri. Þetta leit illa út í byrjun. Ég var með stelpurnar með mér og í hinum bílnum var mamma með tvö lítið börn. Mikið hefur nú verið vakað yfir okkur öllum. Við sluppum öll svo vel að það kom ekki einu sinni hnykkur á neitt okkar. Auðvitað urðu allir hræddir en meira var það ekki. Ég fór út að aðstoða mömmuna með börnin á meðan við biðum eftir lögreglunni og að börnin hennar yrðu sótt. Mínar sátu inni í bíl og hugguðu hvor aðra. Hann var svo sár við mig litli gaurinn. Ég nefninlega skemmdi bílinn þeirra. Sprengdi meira að segja dekkið. Ég held hann hafi nú samt alveg skilið það að þetta var alveg óvart. Jú, hann skildi það. Auðvitað var mest um vert að allir voru heilir á húfi.

Bílinn leit ekki vel út og mér leist ekkert á næstu vikur og mánuði. Það að láta gera við þennan fyrir hunduðir þúsunda var ekki alveg á jólafjárhagsáætlunni. Eða að kaupa nýjan, ef ekki væri hægt að gera við þennan. Þannig að um kvöldið var svona  í kollinum á mér til skiptis þessi hugsun: Þið sluppum heil sjálf, hættu að væla út af peningum og svo sjálfsvorkunin yfir því að þurfa að herða sultarólina fastar.

Morguninn eftir fórum við svo með bílinn á verkstæði til að láta skoða og  meta skaðann. Við fyrstu skoðun erum við að koma alveg ótrúlega vel út.

Jan - febr. 06 058

Þetta er bíllinn minn og eins og þið sjáið er þessi grind að framan. Kölluð Kengúrugrind. Hún er að vísu ónýt núna en mér skilst að hún hafi bjargað því sem bjargað var. Bjarni er að leita að varahlutum fyrir mig og nú er bara að krossa fingur og óska þess að þeir finnist og fyrir sanngjarnann pening. Þið kannski gerið það með mér.Smile

Er svo heppin að hafa aðgang að bíl á meðan þetta er allt að fara í gegn. Svona til að byrja með allavega.

Annars er allt á fullu í jólaundirbúningi hér á heimili. Var í skólanum í dag í jólakortagerð með 5.bekk. Svo er það 2. bekkur á laugardag.Jólafundur á sunnudag þar sem ég þarf bæði að lesa jólasöguna og koma með mareng.  Jóladanssýningar í byrjun næstu viku. Sem sagt, allt að gerast. Set inn myndir af uppákomunum mínum þegar tími gefst.

Hafið það gott og eigiði ljúfa drauma.

Anna Guðný sem þakkar almættinu fyrir það að við, mömmurnar og öll börnin sem voru með okkur séu heil á húfi.


Hver borgar brúsann?

Ég ætla ekki að hafa skoðun á fangelsisdómi Guðmundar. Það eru mjög skiptar skoðanir á honum og öllum frjálst að hafa þær. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er: Hver ábyrgist að þessar konur sem dæmdar eru bæturnar fái þær yfirleitt? Hver borgar þær? Varla á hann pening. Borgum við þær? Hvernig virkar þetta í svona málum? 

Einhver sem þekkir þetta?

 


mbl.is Forstöðumaður Byrgisins dæmdur í 2½ árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband