Leita í fréttum mbl.is

Skin og skúrir.

Það skiptast á skin og skúrir á þessu heimili eins og  öðrum. Það sem ég er búin að komast að núna síðustu daga er að vegna þessa hvað ég vinn mikið í bæði andlegri og líkamlegri heilsu minni, þá höndla ég áföllin betur en ég gerði áður. Í fyrradag var ég að upplifa eina þá reynslu sem enginn vill verða fyrir. Ég lenti í árekstri. Þetta leit illa út í byrjun. Ég var með stelpurnar með mér og í hinum bílnum var mamma með tvö lítið börn. Mikið hefur nú verið vakað yfir okkur öllum. Við sluppum öll svo vel að það kom ekki einu sinni hnykkur á neitt okkar. Auðvitað urðu allir hræddir en meira var það ekki. Ég fór út að aðstoða mömmuna með börnin á meðan við biðum eftir lögreglunni og að börnin hennar yrðu sótt. Mínar sátu inni í bíl og hugguðu hvor aðra. Hann var svo sár við mig litli gaurinn. Ég nefninlega skemmdi bílinn þeirra. Sprengdi meira að segja dekkið. Ég held hann hafi nú samt alveg skilið það að þetta var alveg óvart. Jú, hann skildi það. Auðvitað var mest um vert að allir voru heilir á húfi.

Bílinn leit ekki vel út og mér leist ekkert á næstu vikur og mánuði. Það að láta gera við þennan fyrir hunduðir þúsunda var ekki alveg á jólafjárhagsáætlunni. Eða að kaupa nýjan, ef ekki væri hægt að gera við þennan. Þannig að um kvöldið var svona  í kollinum á mér til skiptis þessi hugsun: Þið sluppum heil sjálf, hættu að væla út af peningum og svo sjálfsvorkunin yfir því að þurfa að herða sultarólina fastar.

Morguninn eftir fórum við svo með bílinn á verkstæði til að láta skoða og  meta skaðann. Við fyrstu skoðun erum við að koma alveg ótrúlega vel út.

Jan - febr. 06 058

Þetta er bíllinn minn og eins og þið sjáið er þessi grind að framan. Kölluð Kengúrugrind. Hún er að vísu ónýt núna en mér skilst að hún hafi bjargað því sem bjargað var. Bjarni er að leita að varahlutum fyrir mig og nú er bara að krossa fingur og óska þess að þeir finnist og fyrir sanngjarnann pening. Þið kannski gerið það með mér.Smile

Er svo heppin að hafa aðgang að bíl á meðan þetta er allt að fara í gegn. Svona til að byrja með allavega.

Annars er allt á fullu í jólaundirbúningi hér á heimili. Var í skólanum í dag í jólakortagerð með 5.bekk. Svo er það 2. bekkur á laugardag.Jólafundur á sunnudag þar sem ég þarf bæði að lesa jólasöguna og koma með mareng.  Jóladanssýningar í byrjun næstu viku. Sem sagt, allt að gerast. Set inn myndir af uppákomunum mínum þegar tími gefst.

Hafið það gott og eigiði ljúfa drauma.

Anna Guðný sem þakkar almættinu fyrir það að við, mömmurnar og öll börnin sem voru með okkur séu heil á húfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anna mín mikið máttu þakka Guði að ekki fór verr. Ég og Pabbi heitinn lentum í þvi einusinni í desember að keyra ádreng á hjóli þvílik pína og kvöl en það var Guð og góðir vættir sem hjálpuðu okkur og blessuðum drengnum og foreldrum hanns. Ég hugsa stundum hvernig við hefðum hondlað jólin ef drengurinn hefði slasast mikið eða hvatt þennan heim. Anna mín eigðu góða helgi með börnunum þínum og gerið eitthvað gott saman.

Bögga (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Anna Guðný

Já satt stelpur, verndarenglarnir voru heldur betur að vaka yfir okkur þarna.

Anna Guðný , 5.12.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Erna

Æ elsku Anna mín  Gott að engin meiddist alvarlega en auðvitað koma smá sár á sálina. Ég krossa með þér og gleymi ekki að þakka.  Guð gefi þér og þínum góða nótt og góða helgi

Erna, 5.12.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já gott að engin slasaðist, ég lenti einu sinni í árekstri á Glerárgötu mér að kenna ég var lengi að ná mér þótt enginn hefði slasast. Kvitt og kveðja

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.12.2008 kl. 00:34

5 Smámynd: Renata

Ufff eins gott að engin slasaðist. Vonandi eruð þið búin að hafa það gott í gær eftir svona áfall

góðar kveðjur til ykkur

Renata, 5.12.2008 kl. 07:37

6 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir hlyjar kveðjur elskurnar.

Já, mikil mildi að enginn slasaðist. Allir í þokkalegu ástandi. Mamma Mia myndin var keypt í gær og svo verður partý á sunnudag, eins og lofað var.

Anna Guðný , 5.12.2008 kl. 07:48

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku besta vinkona bara guði sé lof fyrir að þið öll skylduð sleppa með kannski smá sár á sálartetrinu, það hverfur.
Auðvitað verður partý hjá ykkur og dansið, syngið og látið eins og asnar það er svo gott fyrir sálina.
Ljós og kærleik til ykkar
Milla og c/o.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2008 kl. 08:31

8 identicon

Anna mín ég fór götuna þína á sunnudaginn og mikið fallegt að sjá. Þú er nú þokkalega jólaóð eins og ég. og Dísa á móti þér það er flott hjá henni, svona á að gera það allt eða ekkert.

Bögga (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:00

9 Smámynd: Brynja skordal

Gott að allt fór vel og allir heilir Anna mínknús inn í helgina Elskuleg

Brynja skordal, 5.12.2008 kl. 14:04

10 Smámynd: JEG

Þvílík heppni kona.  Knús og klemm úr Hrútósveitó. 

JEG, 5.12.2008 kl. 15:19

11 Smámynd: egvania

Anna mín allir eru heilir og sluppu með skrekkinn, við erum sko heppnar en með Guðs hjálp.

Ásgerður

egvania, 5.12.2008 kl. 22:35

12 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Æ.. óheppni var þetta, en þetta endar vel, vertu viss. Farðu vel með þig þú gætir fundið til eftir á. Ljós til þín ljúfust..

Sigríður B Svavarsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:55

13 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Sem betur fer sluppu allir ómeiddir

Knús á þig nafna mín

Anna Margrét Bragadóttir, 7.12.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 201278

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband