Leita í fréttum mbl.is

Bland í poka.

Í fyrsta lagi, nú er ég forvitin. Hver er þessi petrea? Hún veit hver hún er, hún veit hver ég er,ég veit ekki hver hún er,ætlar hún ekkert að kynna sig?

Þið foreldrar sem eruð dugleg við að greiða og dúlla við hár stelpnanna ykkar. Ok, flest mömmur. Ef ég ætla að stríða mínum manni , þá sendi ég valkirjuna með teygju og hárbursta til pabba. Einn daginn var hún að fara í dans og þá þarf alltaf af hafa hárið í teygju. En núna er eitthvað tímabil hjá henni þar sem teygjan þarf að fara ofar en venjulega. Þá liggur hárið eitthvað svo flott. En, já það er alltaf en. Hún er nefninlega hársár. Þeir sem eru hársárir vita að það er verst þegar greitt er undir og upp. Það þarf nefninlega þegar á að hafa stertinn ofarlega. Hér einn daginn var undirrituð að greiða prinsessuni fyrir dans og svo þegar ég var að byrja að renna burstanum upp, þá byrjaði barnið að fara með Faðirvorið!!!!!  Halló, ég er að greiða þér, af hverju ferðu með Faðirvorið? Af því bara, og brosti vandræðalega. Hmm....... við skulum bara hafa það þannig. Er ekki betra bara að klippa hárið?

Þið sem hafið fylgst með blogginum mínu hafið tekið eftir að mér finnst gaman að taka myndir. Ég hlakkaði svo til að eignast nýja myndavél og hef beðið eftir því að geta leyft mér það. Þá ætlaði ég nefninlega að leyfa mér líka að fara á námskeið og læra almenninlega á vélina. En nú er kreppan búin að eyðileggja það fyrir mér. Ég get ekki farið að kaupa mér rándýra og flotta myndavél á meðan húsnæðislánin hækka upp úr öllu valdi. Devil

 

Svo ég vitni aftur í kreppuna, þá eru margar hliðar á henni. Núna finnst mér nefninlega vera svolítið "inn" að vilja ekki búa hér lengur, að ætla að flytja út. Mér finnst þetta vera svo svipað og með Spaugstofuna. Það hefur verið svolítið "inn" að finnast hún vera hallærisleg og vera komin á tíma og vera ekki nógu góð eftir að Randver hætti og bara ýmsar ástæður nefndar. Svo þegar ég kíki á endrum og sinnum þá finnst mér hún bara fín. Ég náði smá hluta í kvöld og skemmti mér vel. Missti að vísu af byrjuninni því börnin voru að horfa á Latabæ á 2.

Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr ástandinu í þjóðfélaginu í dag. Margir eru að hugsa sér til hreyfings bara til að vinna en fjölskyldan verður eftir heima.Óg er það hið besta mál. Það sem mér finnst leiðinlegra að hlusta á er að mér finnst svo mörgum finnast þeir beri enga ábyrgð á að koma öllu á réttan kjöl aftur. Sá meira að segja skrif eins hérna á blogginum fyrir nokkrum dögum þar sem hann sagðist ætla að fara af landi núna í eitthvað annað almenninlegt land þar sem vinnu væri að fá. Tók það svo fram að hann ætlaði kannski að koma aftur þegar/ef ástandið myndi lagast. Langaði að segja honum að við myndum kannski bara ekkert vilja hann aftur.Wink

Mín tilfinning er að flestir þeir sem tala um að flytja erlendis séu á aldrinum 20,25-40. Finnst ykkur það gera passað? Ok, er það ekki fjölmennasti hópurinn sem hefur verið að kaupa sér sína fyrstu íbúð síðustu ár?  Tóku 100 %, tengdu heita pottinn um leið og baðherbergið og eldhúsið. Lóðin frágengin jafnvel áður en flutt var inn. Tóku aukalán fyrir innbúinu. Flottar eldhúsgræjur. Það borgaði sig fyrst maður var hvort eð að kaupa nýtt að hafa það þá almenninlegt. Tóku svo 100% bílalán til að eiga almenninlegan bíl. Hljómar þetta ekki kunnuglega fyrir suma?  Ok,veit að ég er að alhæfa en kannast samt ekki allir við einhverja sem eru í þessum pakka?

Hvernig væri nú að við tækum okkur saman um að snúa þessari þróun við? Allavega taka okkur saman við sem erum ákveðin í að vera áfram og látum heyra í okkur líka. Við erum að gera okkar besta í þeirri stöðu sem við erum í . Ég t.d. get ekki séð að þó að verði kosin núna, að við fáum eitthvað betra. Mér hefur bara fundist þeir stjónmálamenn, flestir sem hafa haft völdin hingað til ekki kunnað að fara vel með þau.  Það er enginn stjórnmálaflokkur sem ég gæti hugsað mér að skrá mig í. Ég gæti þó örugglega unnið með hvaða flokki sem er að einhverju vissu verkefni.

Mér skilst að næstu mánuði verðum við, landsbyggðarfólkið að koma sterk inn fyrir höfuðborgarsvæðisbúa. Skellurinn er auðvitað mestur þar sem þenslan var mest. Við eigum eftir að fá yfir okkur ýmislegt, allavega í orðum. Þeir eiga eftir að segja okkur vera enn óþarfari en áður. Og þeim á eftir að finnast það vera enn meiri óþarfi að byggja brýr og vegi á landsbyggðinni en þeim hefur fundist áður. Ég er nokkuð viss um að sumum á eftir að finnast það óþarfi að byggja betur upp heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.  Svona og margt annað fallegt eigum við eftir að heyra á næstu mánuðum. Hvað gerum við þá? Jú, við erum komin í góða æfingu í sambandi við bretann. Við tökum bara Júlla Júl. á þetta og knúsum þá. Það er ekkert annað hægt.

Eigiði góða helgarrest


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

 Anna mín við erum svo vanar að heyra HÖFUÐBORGARVÆL um okkur hér á LANDSBYGGÐINNI, landsbyggðinni ef við erum þar hvar er þá Reykjavík er hún ekki á Íslandi.

Eða eru það við sem búum ekki á íslandi ég spyr bara ?

 Ef í umræðunni er talað um sjúkrahús þá þurfum við ekki fullkomið sjúkrahús á Norðurlandi vegna þess að það er svo fljótlegt að fljúga suður og algjör óþarfi að kosta tvö rándýr sjúkrahús.

Mikinn þvott hef ég fengið vegna Héðinsfjarðar ganganna ekki er svo að ég bori götin.

 Endalaust nöldur vegna kostnaðar við hitt og þetta sem að er okkur algjör óþarfi og við getum alveg lifað án þess í sveitinni.

 Veistu Anna Guðný að áður en langt um líður þá verður það okkur að kenna að bankarnir fóru á hausinn við erum nefnilega svo svakaleg sníkjudýr á þjóðfélaginu.

Kærleiks kveðja inn í nóttina Ásgerður.

egvania, 1.11.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: JEG

Æææjjj skottan sú arna.  En svona er þetta líf ....pína og kvöl.

Mikið er ég sammála þér með þetta þensludæmi sko.  Hvað var fólk að hugsa?  Mikið er ég fengin að ég var bara búin að láta mig dreyma um að breyta eldhúsinu.  Annars skil ég ekki þetta byggingaræði ekki sem búið er að ganga ......og hver átti að búa í þessum húsum ????

Mikið er nú gott að vera bara fátækur bóndi í dag og eiga þó það sem maður á.

Knús á þig essgan og eigðu ljúfan sunnudag. 

JEG, 1.11.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið stelpur minar.

Ásgerður: En veistu ég held að við þolum þetta allt. Við vitum betur. þú veist að það eru enn krakkar í Rvík og nágrenni sem hafa ekki séð dýr í sínu náttúrlega umhverfi, næst því í Húsdýragarðinum. Ég gleymi aldrei sögunni af þessum tvítuga Reykvíking sem fór í bíl upp í Borgarnes og það datt af honum andlitið þegar hann fór að sjá dýr úti á túni leiðinni. En þetta verður örugglega algengara og algengara.

Jóna mín. Þetta er eitt gott við þessa íbúðabyggingar hér á Ak. Þá meina ég raðhúsa og blokkaríbúðir. Það eru mörg ár síðan ég hef séð svona margara auglýsingar um íbúðir til leig, eins og er núna. Og það er gott, nú hefur fólk val og verður ekki að kaupa til að tryggja sér húsnæði.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 1.11.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já margir ætluðu að gleypa allt í einu.

Og þetta verður þannig að allt verður aumingjunum á landsbyggðinni að kenna.  En hafðu það gott.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 2.11.2008 kl. 00:37

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Svo á hún Laufey systir mín heima í rauða húsinu á horninu á Norðurgötu og Fjólugötu/niðri. Datt þetta bara si svona í hug út af myndinni úr Fjólugötunni.    

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 2.11.2008 kl. 00:54

6 Smámynd: Anna Guðný

Dúan: Á hún hund? Ég hef séð hana. Varstu búin að sjá um bloggararhittinginn?

Kannski fer ég bara að ganga um hverfið með vélina og setja inn myndir fyrir þá sem eru ekki hér.

Anna Guðný , 2.11.2008 kl. 00:58

7 Smámynd: Helga skjol

Anna mín, það er bara ekki lífins leið að senda þér skilaboð í gegnum mbl en hérna kemur email adressan mín......helga.skjoldal@gmail.com

Hlakka til að fá mail frá þér mín kæra

Helga skjol, 2.11.2008 kl. 08:39

8 identicon

Frábær færsla hjá þér Anna Guðný

Takk fyrir öll fallegu kommentin inn á mína síðu...Þau eru mikilsvirði...Kveðja frá Höfn úti á landi...

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 09:06

9 Smámynd: Anna Guðný

Helga: búin ða senda þér mail og líka skilaboð. Sjáum hvort þau komast til skila.

Ragnheiður: Takk fyrir þetta og verði þér allt það fallega að góðu. Veistu þetta með færsluna. Það var í fyrsta skipti núna sem ég fór að ráleggingum Tiger sem er bloggari hér. Hann ráðlagði mér að setjast bara niður og byrja að skrifa. Svo kæmi þetta. Það eina sem ég var með í huganum áður núna var Faðirvorið hjá valkirjunni og svo bara  kom hitt. Bara ánægð með mig. Þetta er einmitt meiningin með blogginum mínu.

Hafið það gott stelpur

Anna Guðný , 2.11.2008 kl. 12:26

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá þér og gaman að lesa, nei það má ekki klippa það er svo flott að hafa sítt hár láttu mig bara vita það.

Við munum komast út úr þessu sem kallað er kreppa eins og öllu öðru sem til okkar kemur.
Allt í lagi að þeir sem vilja fara erlendis geri það, koma svo bara aftur er árar betur.
Knús í helgarrest.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2008 kl. 13:16

11 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir það Milla mín. Nei það má sko ekki klippa. Takk fyrir innlitið og eigðu ljúfan afmælisdag i dag.

Anna Guðný , 2.11.2008 kl. 13:48

12 Smámynd: Helga skjol

Skilaboðinn komu hjá mbl en ég get ekki svarað þér í gegnum mbl, eitthvað að mín meginn þá.

Helga skjol, 2.11.2008 kl. 13:52

13 identicon

Humm eg get alveg sagt þer hver PETREA er.      Góður pistill Anna mín.   Þó það sé útþrá í mer þá geymi eg það um sinn

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:04

14 Smámynd: Anna Guðný

Unnur, ertu heima?

Anna Guðný , 2.11.2008 kl. 23:13

15 identicon

Já af hverju geta þessir bændur ekki bara flutt í eina blokk í Breiðholtinu og keypt kjötið og mjólkina í búðinni eins og hinir Reykvíkingarnir??

 Alltaf sömu sníkjudýrin hehe..

 Dóttir mín tók upp á því einn daginn að vilja vera strákur. Hún felur hárið undir húfunni, en það má samt alls ekki klippa..

Díana (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 00:04

16 Smámynd: Anna Guðný

Já Díana, samt aðeins vesen. Ef bændurnir flytja í blokkina, hvaðan kemur þá kjötið? Þarf aðeins að útfæra það betur. Spurning með Nýja- Sjáland?

Búin að hitta Máney þína nokkrum sinnum, hm.... kannski bara tvisvar.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 3.11.2008 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband