Leita í fréttum mbl.is

Hvert fer orkan okkar?

Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvernig við nýtum orkuna okkar. Nýtum við hana til góðs? Eða eyðum við henni í reiði og pirring?

Það sem fær mig til að hugsa meira um þetta núna er fréttin um manninn sem hafði brotið á stúlku fyrir 14. árum.

Fólk rýkur upp og sumir segja að hann eigi að fá meiri refsingu og aðrir að það eigi að telja honum til tekna að hann sé orðin að betri manni í dag. Allir hafa skoðanir og flestir tjá sig.

En hver skyldi það vera sem virkilega þarf á okkur að halda? Er það ekki brotaþolinn?

 Ég veit að konur og karlar sem hafa verið nauðgað bera þess aldrei bætur. Get alveg lofað ykkur að það skiptir engu máli hvort gerandinn situr inni í x mörg ár fleiri eða færri.

Það eina sem getur hjálpað þolandanum er viðurkenning á því að þetta sé ofbeldisglæpur og eigi að viðurkenna hann sem slíkann.

Þessir þolendur þurfa meðferð í mörg ár, jafnvel tugi ára.

En gefum við þessu fólki tækifæri á þeirri meðferð sem þau þurfa á að halda?

Er það rétt sem ég hef heyrt að þolendur þurfi sjálfir að sækja bæturnar? Að einhverjum hluta eða öllum?

Ef um líkamsárás er að ræða þá t.d.  slær einn maður annan og tönnin brotnar. Þá fara bæturnar í gegnum tryggingafélagið. Búið mál. Ekki satt?

Það getur enginn verið tryggður fyrir nauðgun. Sönnunarbyrðin er svo mikil að aðeins lítill hluti kærir. Mér finnst  trúlegt að enn minna hlutfall karlmanna kæri.

Ef svo manneskjan þorir að kæra og eru dæmdar bætur í framhaldi af því fyrir hverju duga þessar bætur?  Og hvað líður langur tími frá glæp og þangað til dæmt er? Er einhver að hugsa um þolandann á þeim tíma? Það er þá sem allt hrynur. Það hreinlega hrynur allt í kringum manneskjuna. Afneitun,  sjálfsásökun, sorg o.s.frv. Eflaust fleiri erfiðar tilfinningar sem bærast í huga fórnarlambsins.

Og skömm. Þau skammast sín fyrir að hafa gert eitthvað sem varð til þess að þeim var gert þetta. Þau skammast sín fyrir að hafa orðið fyrir þessu. Þau skammast sín fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir þetta. Þau skammast sín.

Þessar tilfinningar fylgja þeim langan tíma, mörg ár. Kannski losa þau aldrei við hana. Hvað getum við hin gert til að gera þeim þennan tíma léttbærari?

Við getum t.d. lánað öxlina. Held að margir geri sér enga grein fyrir því hvað það er stór og mikil gjöf. Þú getur ljáð eyra. Bara það að hlusta gefur heilmikið. Stubbaknús virkar líka vel.

Bara vera til staðar.

Verum til staðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill hjá þér mín kæra, að vera til staðar fyrir aðra er svo sannarlega málið, viðurkenna og hlúa að þeim sem þess þurfa með það er málið. Kærleikur til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 27.11.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá þér Anna Guðný mín, þolandin gleymist, jafnvel er efast um orð hennar og hún niðurlægð.

Verum til staðar ef þörf er á

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: JEG

JEG, 27.11.2009 kl. 16:03

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er flottur pistill, þú ert greinilega með hjartað á réttum stað

Jónína Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 07:53

5 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið stelpur mínar og falleg orð.

Við gleymum svo oft hvað það er margt sem við getum gert án þess að það kosti peninga.

Anna Guðný , 28.11.2009 kl. 14:27

6 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 29.11.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband