Leita í fréttum mbl.is

Hvað búa margir í gilinu?

Mér þætti mjög gaman að vita það. Ég veit að það er mikil starfssemi þar og mikil gangandi umferð oft. Finnst alveg sjálfsagt að taka tillit til þessa. Þessar hraðahindranir sem hafa verið settar gera örugglega mikið gagn. Staðreyndin er  samt sú að það skiptir engu máli hvar í bænum það er, þessi stóru og kraftmiklu farartæki, bæði bílar og hjól eru svo hávær að þau trufla mjög mikið ef þeim er gefið vel inn.  Ég heyri það bara þegar nágranni minn er að koma heim seint að kvöldi og gefur sínu hjóli aðeins inn. Hljóðið magnast upp í kvöldkyrrðinni.Er ekki bara einfaldara að setja upp öryggismyndavél  og sekta þá sem hegða sér svona um dágóða summu? Held það tæki ekki langan tíma að sekta fyrir vélinni. Ég er alveg hlynnt 30 km. hámarkshraða og svo bara loka götunni oftar tímabundið ef eitthvað stærra er um að vera þar. Ætla samt að vona að hún verði  ekki einstefnugata.

Hafið það gott í dag.


mbl.is Einstefna í Gilinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Segi það sama hvernig á ég að komast í Kaffi Karólínu ef þeir gera gilið einstefnugötu
Knús í helgina
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Anna Guðný

Veistu Milla mín, mér var einmitt hugsað til þín og fleiri sem eiga erfitt með gang. En held samt að þú fengir nu alltaf að komast þarna að . :)

Anna Guðný , 26.6.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vonum það elskan annars yrðum við að breyta um stað, það gengur ekki.
Knús til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2009 kl. 18:03

4 Smámynd: Gunnur B Ringsted

Það má ekki verða að gilið verði einstefna, þá eykst bara umferð á nálægum götum sem þola það enn síður, eins og t.d. Oddeyrargötu.

Gunnur B Ringsted, 27.6.2009 kl. 20:18

5 Smámynd: Anna Guðný

Akkurat Gunnur. Sammála þarna. Enda er lausn hávaðamengunnar ekki að loka götunni , heldur stoppa mengunina.

Nei Milla min, við höldum okkur við Karolínu á meðan ekkert annað betra finnst. Þeir myndu líka gefa þér undanþágu.

Takk fyrir innlitið stelpur minar.

Anna Guðný , 28.6.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband