Leita í fréttum mbl.is

Heimsókn á bókasafn.

Á hverju hausti, já og jafnvel vori stendur skólinn okkar, Oddeyrarskóli fyrir seinniparts opnun á bókasafni. Þá er í einn mánuð opið í 1 1/2 klukkutíma einu sinni í viku, eftir vinnu. Þá geta foreldrar komið með börnunum sínum, valið bækur, spjallað, gripið í tafl eða kíkt í kaffi.

Helga skólastjóri tekur á móti fólki af sinni alkunnu gestrisni. Svanhildur bókasafnsvörður stóð sína plikt inni á safni og stjanaði við börn og fullorðna. Heitt á könnunni en það sem meira er. Sl. vor ákváðu þær sem mættu síðasta daginn að við mömmurnar myndum skipta á að koma með köku með kaffinu. Unnur byrjaði í síðustu viku en þá gleymdi ég myndavélinni. Kakan var ljúffeng. Nú var komið að þeim  systrum.

PA300129

Sjáiði bara afraksturinn. Nammi namm.

 

PA300131

Helga skólastjóri sker kökuna.

 

PA300133

Nammi namm

 

PA300135

 Maður verður nú að sitja í réttum sætum.

 

PA300136

Langaði ekki í köku.

 

PA300137

 

Sjáiði bara muninn. Mér fannst þau of alvarleg á þeirri fyrri svo ég sagðist ætla að taka aðra

og bað þau að brosa aðeins fyrir .

PA300138 

Enginn smá munur. En þetta eru sem sagt: Helga skólastjóri, Heiða, Hafdís, Líney, allar mömmur, Svanhildur bókasafnsvörður og minn heittelskaði í kvennafans.

PA300139

Gaurinn og Jóhannes að tefla. Jóhannes er að klára leikskóla og ætlar svo að koma í skóla næsta vetur. Systir hans er nefninlega komin í 2. bekk og hann bíður spenntur.

 

Þetta var góð stund sem við áttum þarna. Gaman líka að eiginmaðurinn kom heim í nokkra klukkutíma og gat komið með smástund.

Doddi, ef þú lest þetta. Ég náði samt að knúsa hann. Thank You

 

Það voru fleiri myndir á kortinu sem ég mundi ekki eftir og set ég þær hér inn.

 

PA260124 

Okkur var boðið í kaffi í Fjólugötuna og svona lítur hún út í dag.

 

PA120110

Þessi var tekin á gistikvöldinu fræga um daginn. Margar dömur, einn spegill.

 

Hafið það gott





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 31.10.2008 kl. 09:15

2 identicon

Hæ Anna Guðný. Takk fyrir síðast, ertu búin að ákveða hvaða köku þú ætlar að koma með? Sjáumst hressar Heiða V.

Heiða V. (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:52

3 identicon

Hæ Anna Guðný.

Flottar myndir.  Það er alltaf jafn gaman að hittast á bókasafninu.  Strax farin að hlakka til næsta fimmtudags.  Sjáumst hressar og kátar.  Kveðja Hafdís V.

Hafdís V. (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:03

4 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Oddeyrarskóli er alveg frábær skóli, og allt reynt til þess að bæði foreldrum og börnum líði vel þar. Það er allavega mín reynsla í þessi næstum 10 ár sem ég hef átt barn/börn þar.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 31.10.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið stelpur.

Sko, Heiða og Hafdís bara báðar mættar og skrifa báðar.  Faint 

Sko, þetta með næstu köku. Spurnig að heyra í Guðrúnu. Ef hún kemur ekki, fæ ég bara Líney með mér. Mér sýnist  vera málið að hafa  Skúffukaka og svo eitthvað annað með.

Dísa: Takk fyrir heimsóknina. Þú veist að þú ert velkomin í tertu, spurning hvort þú fáir strákana með þér.

Hittumst heilar





Anna Guðný , 31.10.2008 kl. 12:17

6 Smámynd: JEG

Hva þú græjar bara Betty Crokker hún er vinur allra heheheeheh....

Aldeilist sniðugt og greinilega gaman.

Kveðja úr sveitó.

JEG, 31.10.2008 kl. 12:38

7 Smámynd: Anna Guðný

Jóna mín. Betty var víst i heimsókn hjá okkur í gær. Ég gæti alveg hugsað mér að gera Betty köku, samt ekki Skúffuköku. Hún verður að vera alvöru uppskrift frá mömmu. Alveg eins og ég geri ekki kartöflustöppu úr pakka, verða að vera venjulegar karföflur, svo venjulegar að að ég nota jarðepli.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 31.10.2008 kl. 12:46

8 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Hvaða matar tal er þetta, mig langar í köku með alvöru kartöflustöppu bara við að lesa þetta.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.10.2008 kl. 13:25

9 Smámynd: Anna Guðný

Hm..... Dúna, ertu eitthvað andlega skyld syni mínum. Honum gæti nefninlega dottið eitthvað svona í hug. Ég held það sé eitthvað úr föðurfólkinu ROTFL

Hafðu það gott ljúfan 





Anna Guðný , 31.10.2008 kl. 13:41

10 identicon

Humm Helga var einu sinni kennari og svo skólastjóri minna barna, fyrir margt löngu. Svo lítur hún alltaf eins út. Ætli hún sé geymd á ís????   Eigðu góða helgi góða.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:43

11 Smámynd: Anna Guðný

Unnur: Var að senda Helgu linkinn áðan. Ef hún les þetta getur hún kannski svarað

Anna Guðný , 31.10.2008 kl. 14:59

12 identicon

Anna Guðný mín. Bara að taka af allan vafa. En mín skúffukaka er alveg real. Að vísu ekki uppskrift frá mömmu. En frá einni góðri vinkonu. Þú hefur eitthvað miskilið mig ha,ha,ha. En hugmyndin af buxunum er á þessari slóðhttp://www.bettycrocker.com/how-to/how-to-videos/Butterfly-video.htm. Það margt sniðugt þarna og meira að segja sýnikennsla. Góða helgi til þín og þinna. Nú er maður farin að skrifa hjá þér tvisvar og það við sama bloggið.

kv. Hafdís

Hafdís V. (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 18:57

13 Smámynd: Líney

Knús  í bæinn, og ekki málið að  skvetta í eina   köku,Betty  kaka oj bara jökk,,,,bið annars  að heisa norður,kannast við tvíburana Heiðu og  Hafdísi,man samt aldrei hvor er hvað,önnur þeirra eða  kannski báðar  þekkja Jónínu vinkonu  mína  í Norðurgötunniknús  í gamla bæinn minn

Líney, 31.10.2008 kl. 19:12

14 Smámynd: Líney

já og ég bið að heilsa  sko  fór  smá  fingra villt á  lyklaborðinu

Líney, 31.10.2008 kl. 19:13

15 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig og þína mín kæra inní góða helgi

Helga skjol, 31.10.2008 kl. 22:48

16 identicon

Þurftir þú endilega að taka myndina í Fjólugötunni þannig að ég sæi ekki gamla heimilið mitt, bara tré. En ég sá þó gamla nágrannakonu á mynd. knús á þig min kæra  kv/ph

petrea (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:23

17 Smámynd: Anna Guðný

petrea: Þú hlýtur að meina Heiðu, hvar varst þú í Fjólugötunni?

Líney: Núna er Heiða með síðara hár.Þú sérð stelpurnar þeirra í gistipartýjinu sem ég hélt um daginn. Heiða á Berglindi og Hafdís á Jóhönnu Björg.

Helga og Dóra: Eigiði báðar góða helgi.

Anna Guðný , 1.11.2008 kl. 21:06

18 identicon

tíunni í mörg ár

p.h. (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband