30.6.2008 | 18:47
Sumargaman!
Þó það sé nú ekki beint sumarlegt verðurfarslega hér á Akureyri í augnablikinu þá er nú ýmislegt sem við gerum okkur til skemmtunar.Og sitthvað sem bæjarfélagið býður börnum upp á í sumar fyrir ekki svo mikið pening.
Í síðustu viku var gaurinn á námskeiði sem heitir Sumarlestur.
Alltaf kemur betur og betur í ljós að þau börn sem ná fljótt og vel tökum á lestri standa mun betur að vígi í öllu námi en önnur börn. Með því að hvetja barnið ykkar til að taka þátt í Sumarlestri stuðlið þið að því að það hætti ekki að lesa í sumar og haldi þeirri lestrarfærni sem það öðlaðist í vetur.
Þetta segja aðstandendur námskeiðsins. En auðvitað gerðu þau miklu meira. Heimsóttu fleiri söfn, fengu að gera bát og sigla honum og fl. og fl.
En í dag voru gaurinn og valkirjan að byrja í nýju.
Byggja kofa.
Þetta er mánaðarprógramm, þrír tímar í senn alla virka daga.Fullt af krökkum eða réttara sagt fullt af strákum. Mér skilst að mín sé eina stelpan í hópnum. Henni leist ekkert á það til að byrja með en svo reddaðist það þegar hún vissi að þau mættu taka kofana með heim.
Meiningin er að þau byggi tvo kofa saman. Þannig að þau klári einn og taki svo annan ef tími vinnst til.
Mér líst mjög vel á aðstoðarmennina sem þau fá.
Óðinn og Eggert. Kofabyggingarsérfræðingar.
Stoltir smiðir.
Afrakstur dagsins. Hornin komin.
Ég set svo inn hérna myndir og þá getiði fylgst með þegar mynd kemur á byginnguna.
Þar til næst
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Mikið satt ! Það er ekert sumarlegt við veðurfarið á Akureyri þessa dagana. En ég var einmitt þarna í gær. Birrr..... kalt og snjór niður á veg á Öxnadalsheiðinni úfff um hásumar. En þetta var nú engin ósköp. En Sem betur fer var nú ekki mikið þoka svo ég gat notið útsýnisins hjá stjúpdóttur minni en hún er á flottum stað með gott útsýni.
Frábært svona námskeið. Iss ekkert svona hjá okkur nema íþróttaæfingar á þri og fim KVÖLDUM já þegar maður er að koma litlu ormunum í bælið og já ég er um 20-25 mín að keyra aðra leiðina. Svo nei minn fær bara verkefni heimafyrir. (enda bensínið rándýrt og ég vond mamma)
En til stendur að byggja kofa hér í sumar og hann verður ca. 4-6x stærri en þessi sem þín byggja. Já gaurarnir eru sko búnir að minna afa sinn á það að hann ætlaði að smíða með þeim kofann. Nú vantar bara að taka grunninn hehehe....
Knús á þig og vona að það fari nú að hlína hjá okkur.
JEG, 30.6.2008 kl. 22:01
já það er alltaf eitthvað að gerast í kringum þig.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:22
Ég er alveg sammála því að maður á að vera duglegur að ýta bókum að börnunum á sumrin. Snilld að taka með góðar bækur með einhverju sem snýr að áhugasviði barnanna - og láta þau lesa á meðan keyrt er í ferðalögum t.d.
Sannarlega satt að góðir lestrarhæfileikar stuðla að meiri árangri í námi.
Þau eru stórglæsileg bæði tvö - börnin. Yndislegt að geta leyft þeim að taka þátt í svona ævintýrum á sumrin, enda líka mun heilbrigðara að koma þeim í svona en að leyfa þeim endalaust að vera inni í leikjum og tölvu ...
Brilljant bara og hlakka til að sjá smíðavinnuárangurinn. Knús yfir til ykkar allra og eigðu ljúfa viku framundan.
Tiger, 1.7.2008 kl. 01:16
Dugleg ertu kona, ég er einmitt að velta því fyrir mér að bjóða títluni að fara þarna þegar hún kemur frá Akranesi.
Knús á þig og þína mín kæra
Helga skjol, 1.7.2008 kl. 09:12
vá, það er nú blogggleði hjá þér, hahaha, ég létt náði að klára lesa eitt og það er komið nýtt. Gaman á þessu.
Það sem ég er bókaormurinn hinn mikli finnst frábært framtak með lestranámskeiði, áfram, áfram!!!
Renata, 1.7.2008 kl. 10:00
Takk öll fyrir innlitið.
JEG: Já, það er svona í sveitinni, allt miðst við eftir mjaltir.Og þá er bara komið að svefntíma yngri barnanna. En við getum huggað okkur við að þau eldast.Þetta er fyrsta árið mitt sem ég finn að við getum gert eitthvað eftir kvöldmat.Ekki bara beint að útbúa svefn.Og á ekki að hlýna á fimmtudag?
Helga: Takk fyrir innlitið.
Unnur: Gaman að sjá að þú ert komin heim aftur. Og að þið höfðum það gott í Tyrklandi.
Tiger: Sammála þessu, og svo frábært að bæjarfélagið bjóði upp á þetta og kostar mjög lítið þannig að allir geta sett börnin sín á svona námskeið. Valkirjan min bíður spennt eftir því að komast. Og þetta með kofabyggðina. Sem betur fer kom ein önnur stelpa þannig að ég held þær séu tvær og svo vonandi títlan hennar Helgu.Og sammála með frábært að vera úti í veðrinu, ekki bara góða heldur líka smá kalt og rigning. Nóg til að hlífðarfötum.Bara gott að fá rjóðar kinnar.
Helga: Endilega lofa henni að vera með. Er bara gaman.Svo á ég bara eftir að finna pláss fyrir tvo kofa á lóðinni hjá okkur. Dugleg? Já, ok takk fyrir það en veistu ég er með tíma fyrir mig á meðan. Það er líka gott. Og svo passlegur tími.
Renata: Já, veistu svo eyddi ég löngum tíma í sunnudagsbloggið og fék ein viðbrögð og svo nokkrum mínútum í það næsta og komin með nærri 30 viðbrögð. Svona er þetta misjafnt.
Þetta með lesturinn. Sem betur fer hafa öll mín börn gaman að lestri og lesa alltaf áður en þau fara að sofa. Gaurinn á kannski erfiðast með að hætta , ef bókin er spennandi
Anna Guðný , 1.7.2008 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.