Leita í fréttum mbl.is

Hið besta mál.

En ætla þó að vona að ekki þurfi að koma til þess hér á landi að það þurfi að fara fyrir þingið. Við þekkjum það hér á þessu heimili hvað það getur verið sárt að vera ekki boðið í 8.ára afmæli. Boðskortin voru borin út á skólalóðinni án þess að kennararnir vissu af því og ekki hikað við að ganga fram hjá tveim á meðan tveim nýju strákunum (sem voru búnir að vera í viku) var boðið. Þetta var sárt.Ég hringdi í mömmuna og það svar kom að honum hafi verið lofað að ráða hverjum væri boðið og hann valdi að bjóða þeim sem hann léki mest við. Einmitt lék mest við alla nema tvo.

Hverngi dettur foreldrum eiginlega í hug að lofa krökkunum að gera  þetta?

Við erum að vísu mjög heppin hér að bæði yngri börnin eiga afmæli í ágúst og þá er alveg tilvalið að halda grillveislu í Kjarnaskógi. Í skóginum er nefninlega tilbúin grill fyrir almenning. Bara að koma með kolin og matinn. Og það höfum við gert. Öllum bekknum boðið. Og í þessu tilfelli með 8. ára afmælið. Hann mætti og hefur boðið mínum síðan. Auðvitað koma ekki allir og ekki allir bjóða okkur en það er þeirra vandamál. En ég held að okkur líði best með þetta svona. Hugsa fyrst og fremst um börnin og hvað er best fyrir þau.

 

Aðeins að breytast með unglinginn þó. Hefur verið gistipartý þar í nokkur ár. Allar stelpur í bekknum koma og flestar gista. 2-3 strákum boðið. En nú í fyrsta skipti var henni ekki boðið í afmælið á neðri hæðinni svo ég býst við hún geri það þá ekki næst. Og allt í góðu, þá verður hún orðin 14. Það verða  þá bara stelpur.

Eigið góðan sunnudag.


mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Þú biður um komment. Ég verð að játa að ég botna bara ekkert í þessu bloggi þínu. Ekki illa meint. Ég bara skil ekki neitt. Vitleysingur sem ég er. kv.

Bergur Thorberg, 29.6.2008 kl. 10:51

2 identicon

Hvað er að gerast? Af hverju mega börn ekki læra eðlileg samskipti án þess að ríkið skipti sér af? Þetta er öfgakennd forræðishyggja sem að gerir lítið annað en að búa til aumingja.

Linda (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:02

3 identicon

já, ég er sammála Lindu hér að ofan upp að vissu marki, held að einhverntímann verður að draga mörkin sko með þetta hverjum maður vilji bjóða í afmælið sitt, þetta er ekkert alvarlegt vandamáli í minningunni minni allavega, þótt manni hafi ekki verið boðið í öll barnaafmæli bekkjarfélaganna hérna í den. ...hvenær á að byrja, kannski ekki fyrr en á unglingsárunum...er það ekki sárt...á ekki bara að hafa þetta eins og allir vilja frá upphafi...held að það sé best...En eins og fréttin segir var skólinn að skipta sér af, þar sem boðskortunum var dreift á skólatíma(skólalóð), foreldrar eiga að virða þau mörk!! Og setja boðskortin bara í póst.

Bestu kveðjur AKÆ

alva (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Anna Guðný

Bergur: Takk fyrir innlitið. Svolítið fyndið, ég hef nefninlega ekki alltaf skilið þig heldur. Þá er bara jafn á með okkur.

Linda: Veit ekki hvort þú átt barn á skólaaldri. En flestir skólar sem ég þekki til eru með skýrar reglur um boð í afmæli, allavega fyrir fyrstu bekkina. Gildir það  ef börnin bjóða í afmælið á skólalóðinni. Auðvitað gildir þetta ekki um það ef þú býður í afmælið heiman frá þér. Þá gerir þú það sem þú vilt. En þessar reglur ganga  út á það að skilja ekki útundan. Ef ekki er farið eftir þessum reglum er trúlega talað við foreldra. En auðvitað hefur þetta heldur betur farið úr böndunum þarna í Svíþjóð. hver veit nema þetta sé framtíðin hér.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Anna Guðný

Alva: Það er einmitt stóra málið í þessu tilfelli og trúlega ástlða þess að þetta fór svona langt. Það var gert á skólalóðinni.

En svo er það líka með núna og denn. Þetta eins og svo margt annað er breytt og þegar ég var að alast upp var þetta mjög einfalt. Við vorum átta systkinin og bjuggum í sveit. Getið rétt ímyndað ykkur að ekki hafi verið mikið um bekkjarafmæli þar. En þó eitthvað hjá mér, einu stelpunni man ég. Og það var svo sjálfsagt að það voru allar stelpurnar í bekknum.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 11:36

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna er eitthvert skilningsleysi í gangi eða eru menn hörundssárir, Ég skil alveg hvað þú ert að fara með þessu
Anna Guðný mín, það er best að hafa reglur meðan að börnin eru í fyrstu bekkjunum, síðan ráða þau þessu sjálf að mínu mati.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 11:38

7 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir að skilja mig Milla min Crying 1 Hello

En í þessu tilfelli þar sem ég þekki svo vel til þá kannski útskýrði ég ekki nógu vel heldur ætlaðist kannski til að þeir sem ekki þekkja til skilji. Hm... skildirðu þetta??? 





Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 11:52

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Skýrar reglur um afmælisboð ? ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Ég á 3 pjakka á grunnskólaaldri og þeir hafa boðið sínum vinum í sitt afmæli og sleppt því að bjóða þeim sem eru ekki vinir þeirra og eiga ekki skap með. Ég ætti ekki annað eftir en að upplifa það að einhver lög skyldi mína fjölskyldu að bjóða öðrum en þeirra vinum í afmælið sitt.

Sævar Einarsson, 29.6.2008 kl. 11:58

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skildi þetta mjög vel og svo miklu meira en það, en skil ekki stefnu foreldra nú til dags, þau eru bara að kenna börnunum mismunun og að það sé allt í lagi að skilja útundan.
                Knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 12:01

10 Smámynd: Anna Guðný

Milla: Takk og sammála.

Sævarinn: Lastu ekki færsluna? Aðalmálið er að það er stór munur á hvað þú mátt gera heima hjá eða blanda skólanum í. Reglurnar gilda bara í skólanum. Ef synir þínir bjóða vinum sínum heiman frá sér er það í góðu. En þeir mega ekki (eftir þessum reglum, veit ekki hvernig er í þínum skóla) koma með boðskort í skólann og afhenda , bara til sumra strákana í bekknum en ekki allra. Comprendo???

Annars bara til hamingju með að vera með svona þroskuð börn að þau geta bara tekið ákvörðun um þetta á aðstoðar svona ung.

Ein spurning: Ef einhver strákur í bekk sonar þíns myndi halda upp á afmælið sitt og bjóða öllum strákunum í bekknum nema þínum strák, myndi þér finnast það allt í lagi?

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 12:24

11 Smámynd: Anna Guðný

Átti auðvitað að vera án aðstoðar.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 12:27

12 identicon

Vitanlega er þetta rétt hjá þér Anna Guðný. Þessar reglur um að ef ekki á að bjóða öllum bekkjarfélögunum í afmælið þá megi ekki gera það á skólatíma eru held ég almennar í skólum landsins. Er bara sjálfsögð tillitssemi við börnin sem ekki er boðið. Það ætti ekki að vera erfitt að setja sig í spor þeirra sem fá ekki boðskort fyrir framan alla hina sem eru svo "heppnir" að vera boðið. Auðvitað kallar það á leiðindi. Þess vegna hafa þessar reglur verið settar.

Þórhildur (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 12:43

13 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Gerðu eins og ég segi ekki eins og ég geri??

Þegar við (fullorðnir) bjóðum í afmæli þá veljum við úr vini okkar og ættingja sem eru okkur þóknanlegir (reyndar bjóðum við oft ættingjum af skyldu en ekki af löngun)

En börnin eiga að hafa annan standard og það er mismunun??  Ef okkar barn er sæmilega þenkjandi, þá vakna spurningar um ágæti þessara reglna, og ég hef fengið spurningu um þetta mál frá minni 10 stúlku, þar sem henn fannst þetta mjög undarlegt að það væri tvöfaldur standard í máli þessu..

Eiður Ragnarsson, 29.6.2008 kl. 13:00

14 identicon

Þetta snýst ekki um að hafa annan standard Ragnar. Þetta snýst um það að ef ekki á að bjóða öllum í bekknum, sem öllum er auðvitað frjálst að gera, þá sé ekki verið að gera það á skólatíma. Ég fullyrði að ÖLL börn yrðu leið yfir því að fá ekki boðskort þegar öll eða felst öll önnur börn í bekknum fá afhent slík kort. Ég persónulega tel ekki ástæðu til að slík leiðindi komi upp ef hægt er að komast hjá því. Kannski er misjafnt milli skóla hve skýrt þetta er en í skóla dóttur minnar er þetta rætt á hverju hausti svo allir séu með á nótunum.

Þórhildur (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 13:10

15 identicon

Fyrirgefðu EIÐUR Ragnarsson. hehe

Þórhildur (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 13:11

16 Smámynd: Anna Guðný

Eiður: Ef við bjóðum í afmælið okkar gerum við það oftast heiman frá okkur. Ein spurning: Ef þú mynir vera að bjóða í stórafmælið þitt og kæmir með boðskort í vinnuna og útdeildir, gætir þú afhent 25 boðskort og skilið tvo eftir af því að þér finnst þeir leiðinlegir? Myndirðu ekki frekar senda í pósti?

Þórhildur: Takk fyrir aðstoðina.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 13:17

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mjög skýr og góð athugasemd hjá þér síðast! Takk fyrir innlitið hjá mér.

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 13:25

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er bara allt í góðu hér, flott.
Mér finnst oft vanta að bloggarar lesi vel bloggin og fréttina sem því fylgir svo þeir geti bloggað rétt um málið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 14:00

19 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir Milla mín að hugsa til mín. Allt komin í gott lag hér. Og þarna er ég sko meira en sammála þér. Ósköp sem sumir eru að flýta sér.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 14:12

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús, sjáumst

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 14:20

21 identicon

Það er rétt að bjóða öllum, nú eða bara öllum af öðru kyninu, ef því er að skipta.  Það kemur í veg fyrir særindi.  Hitt er einkamál hvers og eins hvort valið er úr hópnum á annan hátt, ef það er gert á örðum vettvangi en í skólanum.

dittó (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:29

22 Smámynd: Anna Guðný

ditto: Takk fyrir þetta sammála.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 14:36

23 Smámynd: Erna

 Skil þig Anna og veit hvað þú ert að tala um. Ekki láta snúa útúr fyrir þér.Þú ert frábær mamma og skilur börnin betur en hver annar.. P.s. Leikurinn byrjar kl. 18.45. Ekki gleyma að halda með flottu strákunum frá spáni. Þeir eru í rauðu treyjunum. Bara svo þú sért viss

Erna, 29.6.2008 kl. 15:21

24 Smámynd: Anna Guðný

Æi takk Erna mín.

18.45 og halda með rauðum treyjunum. Takk fyrir það.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 17:39

25 Smámynd: Anna Guðný

Jahérna, þvílíka fjörið sem búið er að vera hér í dag.

Takk allir fyrir commentin,

Heimsóknir á síðuna roknar upp í yfir 400 og það á degi sem í dag. Hálf þjóðin út í garði eða í ferðalagi. Gaman að þessu.

Eyddi mun lengri tíma í færsluna í gær og setti inn fullt af myndum og fíniríi en fékk bara eitt comment.

Eigiði góða vinnuviku

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 23:17

26 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir þetta Helga mín, alveg sammála.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 23:39

27 Smámynd: Jónína Christensen

Takk fyrir innlitið á síðuna mína

Umræðan er virkilega þörf og góð, því eitthvað er pottur brotinn hjá mörgum foreldrum, sem ekki hugsa um hvað það hvað útilokun úr hóp hefur í för með sér fyrir lítil börn (eða stór börn og fullorðna, þess vegna).

Jónína Christensen, 30.6.2008 kl. 06:08

28 identicon

Sæl Anna ég er alveg sammála þér hvað hefði foreldrum barnsins munað um þessa 2 og því miður er þetta oft frá foreldrum komið að spá ekki i hvað svona getur verið særandi og svona lagað getur smitað ut frá sér oft eru þetta sömu börnin sem lenda i svona löguðu allavega hef ég kennt mínum börnum að vera ekki að skilja út unda ,ég á  3 börn einn 16 ára dreng sem var i bekk með dreng sem átti erfitt uppdrátta og ég ræddi við sonin fyrir nokkrum árum 3  kannski hvort þeir vildu ekki bjóða viðkomandi dreng að vera með i hópnum þar sem minn sonur er vel staddur félagslega og klár strákur fannst honum það ekki neitt mál .Í dag er þessi sami drengur  (bekkjabróðir) í ágætis málum   við þurfum stundum að hjálpa börnunm að sameina sérstaklega þau yngri .Anna ég er sko alveg að skilja þig

Snæborg Ragna Jónatansdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:37

29 identicon

Húrra fyrir þer Anna !!!!  Láttu ekki slá þig út af laginu. Eg á sex börn og veit hvað þú ert að tala um. Það ljótasta sem eg veit er að skilja útundan

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 23:50

30 Smámynd: Anna Guðný

Unnur: Gaman að þessu. Það er svo auðvelt þegar maður er að skrifa út frá hjartanu.

Jónína: Ég vildi óska að það hefðu fleiri lesið þína færslu, mér fannst hún mjög vel skrifuð og einmitt gott að heyra að þetta er sjálfsagt í Danmörku.

Snæborg: Takk fyrir innlitið og að deila þessari sögu með okkur.Mikið er sonur þinn heppin að vera vel staddur félagslega. Það er sko mikils virði.

Anna Guðný , 2.7.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband