11.5.2008 | 15:50
Dagurinn í dag.
Líf og fjör á heimilinu þessa dagana.
Við dreifingaraðilar fengum góða heimsókn á gær, laugardag., Sylvia okkar alla leið frá Selfossi og svo austfjarðardrottningarnar Diana Mjöll frá Eskifirði og Solla frá Stöðvarfirði. En einnig skjellti Halldóra Ósk sér yfir fjöllin norður um heiðar frá borg óttans. Hún er heppin kona og hún veit af hverju. En frábært að fá þær í heimsókn. Takk fyrir okkur stelpur.
Ég skrapp heim í hádeginu og hitti þá á leiðinni fermingarbarnið sem við vorum að fara í veisluna til seinni partinn.
Athöfnin í kirkjunni var búin að hún beið eftir veislunni.
Eftir fundinn hittumst við Akrueyrarmeyjar og réðum ráðum okkar.
Veislan var auðvitað frábær, eins og við var að búast.
Komum heim eftir kvöldmat og þá var lítið annað en sjónvarpsgláp,
allavega hjá hluta af fjölskyldunni. Ég er að upplifa það oftar og oftar nú seinni partinn í vetur að gaurinn situr við bíóáhorf á laugardagskvöldum. Ekki gerst áður. En þetta fylgir því víst að eldast. Í gærkveldi var það Herbie. Voru ekki liðnar margar mínútur af myndinn þegar ég var farin að heyra hlátur. Segiði svo að það sé ekkert gaman að Rúv.
Mikið var yndislegt að geta sofið út i morgun. Gaurinn var vaknaður um áttaleytið og ég var nú fljót að leyfa honum að fara í tölvuna. (stundum eru þær til góðs .
Sofnaði sjálf aftur og vaknaði svo upp við gemsann. Svaraði og fékk: Hver er þetta? Nei blessaður ...... Fékk sms stuttu seinna: Sorry ..... Var að fikta í símanum. Næs takk fyrir að vekja mig.
En allt í góðu, var kominn tími á að fara á fætur.
Við , ég og unglingurinn fórum í þvottadeildina.
Nú er byrjað að skoða hvað á að nota á Tenerife og hvað ekki. Þær systur eiga að passa að setja ekki neina leiðinlega bletti í neitt sem á að fara með út. Annars bíð ég eftir því sem ég keypti á kynningunni í síðustu viku. Á víst að vera algjört galdratæki í sambandi við leiðinlegu fitublettina sem ég er stundum í svo miklum vanræðum með að ég hef hent flíkum sem ég gefst upp á.
Skruppum á rúntinn um hádegið. Ætluðum að skoða hvað væri opið og hvort eitthvað spennandi væri að sjá. Enduðum inni í Jólahúsi.
Notaði tækifærið að kaupa tvo jólasveina. Ég nenni ekki að kaupa bara einn á ári og svo loksins eftir tíu ár og ég er komin með alla sveinana, þá eru börnin farin að heiman, allavega þau fyrstu.
Við vorum komin með hjónakornin og köttinn og nú var fjárfest í tveim fyrstu sveinunum.
Svo er það önnur fermingarveisla í dag. Og þá eru þær nú búnar þetta árið.
Gaman að sjá hvernig kemur út að setja svona marga kalla. Bara að prófa.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Helga skjol, 11.5.2008 kl. 22:52
Anna Guðný það er stundum hægt að ná fitublettum með rúðuúða setja smá í blettinn og þvo svo,,það er líka hægt að nota uppþvottlög þennan sem er fitulosandi,,svo er hægt að labba inn í næstu efnalaug og biðja þá að skjóta aðeins á blettin og fara heim að þvo og allt farið.
Það þarf alls ekki að henda flík sem kemur fitublettur í,,smá þvottaupplýsingar
Knús til Akureyrar
Anna Margrét Bragadóttir, 12.5.2008 kl. 01:21
Til hamingju með mæðradaginn (sem er reyndar búinn núna, ég er alltaf svo sein að öllu)
Ég er líka búin með fermingarnar þetta árið, sem betur fer. Þvílíku útgjöldin í þetta. Held sem betur fer að það sé bara ein veisla á næst ári jibbí.....
Góða nótt og dreymi þig fallega.
Linda litla, 12.5.2008 kl. 02:19
Takk fyrir kveðjurnar stelpur minar.
Anna Margrét: Takk kærlega fyrir þetta. Erfitt að geta ekki sent þér kveðju á þinni síðu. Reyndi það er tíminn útrunninn.Ég verð örugglega orðin fitublettaséný eftir sumarið.
Linda: Já það er satt,mikil útgjöld. En það á bara eftir að aukast hjá mér, Er sjálf að fara að ferma í fyrsta skipti næsta ár.
Annars
Anna Guðný , 12.5.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.